Formaður utanríkismálanefndar Alþingis: Aðildarumsókn EKKI afturkölluð.

,,Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir bréf utanríkisráðherra til Evrópusambandsins ekki fela það í sér að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu sé afturkölluð. Engin stefnubreytingu felist í bréfi utanríkisráðherra en með því hafi ríkisstjórnin aðeins ítrekað að hún ætli sér ekki að hefja aðildarviðræður á ný."

...

http://www.visir.is/adildarumsoknin-hefur-ekki-verid-afturkollud/article/2015150319513


mbl.is Samræmist stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

ESB var búið að slíta viðræðum fyrir allnokkru síðan. Það var hvorki boðað til neinna mótmæla við sendiráðið né hópferða JÁ-sinna til Brüssel í því skyni að mótmæla þeirri ákvörðun. Þess vegna skýtur það verulega skökku við að nú þegar íslensk stjórnvöld hafa staðfest af sinni hálfu að ekkert umsóknarferli sé í gangi, skuli þá allt í einu vera boðað til mótmæla og það við Alþingishúsið en ekki sendiráð ESB í Aðalstræti 6.

Það mætti halda að þetta snerist um eitthvað allt annað en ESB og ber mun frekar keim af tilraunum stjórnarandstöðu til að hleypa af stað andófi gegn ríkjandi stjórn og koma henni frá völdum. Utanríkisstefna Íslands virðist því miður vera orðin leiksoppur innlendrar valdabaráttu.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.3.2015 kl. 12:26

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

ESB:  Ísland hefur EKKI dregið Aðildarumsókn að Sambandinu til baka.  (Var að koma fram á RUV og heimildir pottþéttar, spiluð hljóðupptaka af blaðamannafundi ESB í morgun.)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.3.2015 kl. 12:38

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er þetta nokkuð aðildarumsókn Schrödingers?

Annars er það ágætt þá geta þessir kjánar rifist um það í nokkra mánuði eða lengur hvort að Ísland hafi í raun sótt um aðild eða ekki.

Kannski það ætti bara að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það? :)

Guðmundur Ásgeirsson, 13.3.2015 kl. 12:46

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er ekki um neitt að rífast að því leiti. Aðildarumsókn að sambandinu hefur EKKI verið afturkölluð.

Hinsvegar verður að sjálfsögðu deilt um, afar hart, furðulegt háttalag ykkar framsjalla og sérhagsmunaelítunnar.  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.3.2015 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband