28.1.2015 | 11:09
Yanis Varoufakis nýr fjármálaráðherra Grikklands er sérstakur karakter. (Myndband)
Eg segi fyrir minn hatt, - að hann er ekki sannfærandi. Eg mundi ekki treysta þessum manni. Jú jú, það er sumt alveg áhugavert sem hann segir. Hann er karkter og hefur ákvðinn blæ sem greinilega veiðir atkvæði. Samt sem áður botna eg ekkert í sumum atriðunum er hann nefnir og talar um. Sumt virkar alveg far át og óraunsætt svo af ber, sérstaklega til skamms tíma litið. Eg mundi ekki treysta honum eða ætla rétt si sona, að um einhvern snilling væri að ræða. Nefnt hefur verið að hann eigi þokkalega traustan feril og sona - en eg feila líka að sjá að finna út hvað þessi maður hefur gert svo snilldarlega hingað til. Mun ráðlegra hefði verið fyrir Grikki að ráða SJS í djobbið. Mun ráðlegra:
Athugasemdir
Fyndið, þeir eru dálítið líkir, Steingrímur og Janis.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.1.2015 kl. 11:14
Akkúrat. Þeir eru pínulítið líkir í útliti. Vissir drættir.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.1.2015 kl. 12:19
Ps. sérstakt hvernig þeir leggja málið upp Syrzia bræður. Að, man nú ekki hvort það kemur fram þarna, en þeir tala oft þannig að þeir hafi mikinn stuðning eða málflutningur þeirra hafi mikinn stuðning meðal annarra ráðamanna í Evrópu.
Þetta tal minnir soldið á framsókn og SDG.
Eins og eg hef sagt, að eg hef fylgst sæmilega með þróuninni undanfarin ár, - og eg feila alveg að sjá að málflutningur Syriza hafi mikinn stuðning meðal annarra leiðtofa evrópuríkja þannig séð.
Þetta er ekki satt hjá þeim. Þeir eru rosalega popúlískir. - eða hafa verið það.
Nú reynir á.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.1.2015 kl. 12:42
Já, Ómar Bjarki, nú reynir á. En vinir mínir Grikkir eru eins og þeir eru. "Ich bin wie ich bin" saung gríska söngkonan Wicky Leandros.
https://www.youtube.com/watch?v=2fAJRz0L3zo
Auðs þó beinan akir veg
ævin treinist meðan,
þú flytur á einum eins og ég
alla seinast héðan.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.1.2015 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.