Óhæf ríkisstjórn.

Ríkisstjórnin á að sjá sóma sinn í að segja sem fyrst af sér, sjálfviljug.  

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa komið öllu í rugl á þessu landi og það gerist akkúrat ekkert nema að þeim betur stæðu er hyglað á kostnað hinna verr stæðu.

Það var svo sem viðbúið að elítuflokkarnir hefðu þann háttinn á - en hitt er svo annað að í öllum málum og uppákomum, bulla þessir menn svo mikið að ekki er upp á það bjóðandi.  

Það er ótækt að ríkisstjórn lands bulli svona til lengri tíma litið.

Það að annar flokkanna hafi tekið upp stefnu danska þjóðarflokksinns og ætli að keyra á því næstu árin - það ætti líka að vera næg ástæða fyrir sjallaflokk til að slíta samstarfinu.

Ef sjallaflokkur gerir það ekki - þá verður hann meðsekur.  Meðsekur um að kynda undir fordómum gagnvart minnihlutahópi.

Það er varla til lágkúru- og lítilmannlegra framferði.

Óhæf og lágkúruleg ríkisstjórn verður að víkja.   


mbl.is Laxveiðiferðin ekki boðsferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það var kosið.

Sættu þig við úrslitin.

P.s.

Ekki var síðasta stjórn skárri enda "nýmæli" hið mesta að ríkisstjórn í siðuðu landi sitji eftir að vera hafnað af 95% þjóðar í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Óskar Guðmundsson, 4.6.2014 kl. 18:44

2 identicon

Það er vegna manna eins og Óskars Guðmundssonar, sem maður fer að dofna í trúnni á þetta land og framtíð þess. Þeir fela fulltrúum klíku- og spillingarveldisins, innherja þjófum og götustrákum, að fara með völdin í landinu, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. Hvað kemur eiginlega til?

Og oft á tíðum eru þetta menn sem eiga varla bót á rassinn.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 21:34

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg held að ástæðan sé þrælslund.

Það myndaðist aldrei neinpólitísk þekking og skilningur almennt meðal almennings á Íslandi eins og gerðist á Norðurlöndunum, Danmörk, Svíþjóð og Noregi.

Menn tengdu sir gjaran einfaldlega við húsbóndann og síðar vinnukaupandann - og hlýddu honum bara.

Höfðu enga sýn á samfélagið eða hvernig samfélagið ætti að fúnkera.

Það er eiginlega mesta furða að Jafnarmenn skulu hafa tekist að koma á öllum réttarbótum almenningi til handa hérna á landinu.

Þ.e.a.s. miðað við það hve skilningsleysið er útbreytt og undirgefnin undir elítuvald er mikið.

Sjallar td., þeir voru á móti öllum réttarbótum verksala, og þá erum við að tala um grunnréttindi sem í dag þykja mannréttindi. Sjallar á móti - og fengu nokkur atkvæði frá vinnumönnum sínum!

Við getum nefnt sem dæmi vökulögin. Þ.e. að Jafnaðarmenn komu því í gegn að sjómenn fengju lágmarks hvíldartíma á sólarhring - sjallar voru á móti því! Halló.

Einnir er alveg stórmerkilegt að Jafnarmenn skuli hafa tekist að koma á tengslum sem Ísland hefur þó ennþá við önnur lönd. Það hefur barasta verið þrekvirki.

Vegna þess að jafnaðarmenn sáu um þetta allt. Sjallar og framsóknarmenn virðast hafa verið svo óframfærnir eða haft svo mikla minnimáttkend gagnvart útlendingum að Jafnaðarmenn þurftu alltaf að sjá um það. Eða a.m.k. að halda í höndina á Sjöllum varðandi erlend samskipti.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.6.2014 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband