Grein sem kemur ranghugmyndum inn hjá innbyggjum.

Í fyrsta lagi var reyndar líka takmarkað hér á því hve mikið mátti taka út í cash í krónum fyrst eftir Hrunið.    Var eitthvað sáralítið sem mátti taka út.  

Í annan stað var munurinn á úttektarhömlum á Kýpur og Íslandi ekki sá að annað var Evra og hitt ,,sjálfstæður gjaldmiðill" eins og sagt er.  (Búið að aflétta slíkum hömlum á Kýpur reyndar.)

Raunveruleg skýring er mun einfaldari og þarf ekkert krókaleiðir í kringum þá ástæðu.

Ástæðan var að svokölluð ,,íslensk króna" er hvergi marktæk nema hér uppá skeri í fásinni.  Það hafði enga þýðingu að taka út einhverja krónu hér.   Var ekki hægt að fara með hana úr landi.

Á Kýpur gilti allt annað lögmál.  Þar eru þeir með alvöru gjaldmiðil,  sjálfstæð verðmæti, sem gilda allstaðar í heiminum.

Hömlur á úttekt í cash var þ.a.l. barasta skynsamleg öryggisráðstöfun tímabundið sem engum skaða olli.

Munurinn var að Kýpur hafði alvörugjaldmiðil en Ísland gjaldmiðil sem allstaðar er hlegið að og enginn tekur fyrir gilt nokkursstaðar í heiminum.  

Ótrúlegt að blaðamenn fatti þetta ekki. 


mbl.is Samstarf við ESB óháð umsókninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband