Vextir munu almennt hækka á næstu misserum ef ójafnaðaraðgerðir hörmungarstjórnarinnar ná fram að ganga.

Það er eitt af því sem fylgir skuldaniðurfellingum framsóknarmannaflokksinns sem almenningur á að borga og aðallega þeir verst stæðu.

Það eru mörg neikvæð atriði efnahagslega sem hafa enga umræðu fengið og fólk margt veit ekkert af sem mun fylgja óábyrgri meðferð almannafjármuna af hálfu framsjalla.  M.a. að vextir munu almennt hækka.

Erfitt er að segja til um hve mikið og hve stórar neikvæðar afleiðingar verða en alveg er ljóst að samlegðaráhrifin geta orðið mikil.

Þjóðin á heimtingu að fá að greiða atkvæði um aðgerðir framsóknarmannaflokksinns.  


mbl.is Spá óbreyttum stýrivöxtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt athugasemd og þörf. Allt skynsamt fólk, bæði í pólitík og aðrir, hefur bent á hverskonar sérgæska og óábyrgt rugl þessi áform framsóknar eru. Þótt stöku, skynsamior sjálfstæðismenn (já, þeir eru til) hafi bent á þetta í ræðu og riti, t.d. Pétur Blöndal, þá ætlar sjálfstæðisflokkurinn undir forystu BB að halda áfram á feigðarbraut fylgispektar við þennan Macchiavelli framsóknar. Algjörlega ljóst að sjálfstæðisflokknum verður hegnt grimmilega fyrir þetta í sveitarstjórnarkosningum nú síðar í þessum mánuði.

E (IP-tala skráð) 15.5.2014 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband