Frumvarp framsóknarmannaflokksinns um að ráða sjalla í verktöku til að ausa fjármum almennings til sumra, aðallega vel stæðra, verður að fara í þjóðaratkvæði.

Annað kemur ekki til greina.  Ef meirihluti þingmanna ætlar virkilega að samþykkja þessar hörmungaraðferðir elítuflokkanna - þá á þjóðin rétt á að segja sitt álit um efnið.  Já eða nei spurning.

Við erum að tala um tæpa 100 milljarða króna þarna sem framsóknarmenn og sjallar ætla að ausa úr Landskassanum.  Landskassa sem er sárlega fjárþurfi til að styrkja ýmsa innviði samfélagsins ss. heilbrigðis- og menntakerfið og ýmis velferðamál.

Það að ætla að ausa 100 milljörðum svona úr Landskassanum er í besta falli óábyrg meðferð almannafjármuna en í versta falli eitthvað sem má ekki nefna.

Þetta þarf að fara í dóm þjóðarinnar. 

http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20140513T232216


mbl.is Þingfundur stendur enn yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eflaust munu 4.milljónir skipta sköpum fyrir ofur ríkt fólk.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 14.5.2014 kl. 06:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband