Allur almenningur á Íslandi væri mun betur staddur ef Ísland hefði áfram verið hluti af Danmörku.

Það var eitthvert mesta ógæfuspor fyrir allan almenning á Íslandi þegar vitleysisgangurinn með ,,sjálfstætt ríki" komst til framkvæmda hérna um árið.  Almenningur í landinu væri miklu betur staddur ef þetta svæði, eyja í N-Atlandshafi, væri enn hluti af Danmörku. 

Til hvers var eiginlegaþetta ,,sjáfstæði"?  Jú, var til þess að elítan hefði betri aðstöðu til að sölsa til sín feitu bita þjóðarkjötketils á kostnað almennings.  Allt og sumt.

Það að meirihluti innbyggjara hérna kjósi síðan slag í slag elítuna til valda, gangi sjálfviljugur í gapastokk elítunnar, það getur bara skýrst með hreinræktaðri heimsku umtalverðs hluta innbyggjara. Hreinræktaðri og genatískri heimsku. 

Framsjallaelítan hefur bara frjálsar hendur við að sölsa allt til sín sem hún vill.  Almenningur borgar svo brúsann.  Elítan hefur frjálsar hendur við svindl og svínarí og fær klapp á bakið frá dómsstólum - almenningur hundeltur og refsað stórlega fyrir að taka til handagagns snærisspotta.

Núna fer sennilega að styttast í næsta hrun hérna og þá er vonandi að innbyggjarar dragi sinn Stóra-Lærdóm af því.  Í eitt skipti fyrir öll.  Fari og biðji þá dani um að taka við landinu aftur og bjarga almenningi undan krumlum framsjallaelítunnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ég er líka á því að stærstu mistökin séu þau þegar við sögðum okkur úr lögum við Dani. Við sætum alla vega ekki uppi með krónu sem rýrnað hefur um 99.95% - og heitir samkvæmt því fimmaur í dag. Þá er nokkuð ljóst að við værum með danska húsnæðiskerfið sem margir vilja taka upp núna.

Atli Hermannsson., 1.6.2013 kl. 14:21

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Væri að öllu leiti miklu betra fyrir almenning. Réttindi almennings er miklu sterkari og betri í Danmörku en á Íslandi. Það er vegna þess að þar eru almannahagsmunir hafðir í fyrirrúmi.

Mér er fúlasta alvara með þetta sko.

Sennilega væri best að Ísland væri fullkomlega hluti af Danmörku. Ekkert heimastjórnarkjaftæði. Bara eins og eitt hérað í Danmörku.

Þessi þjóðrembingur sem íslendingum var seldur og virðist virka enn í dag - að hvað er það betra fyrir almenning hérna? Hvað hefur almenningur grætt á essu ,,sjálfstæðis" brölti? Ekki neitt! Almenningur hefur tapað á því.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.6.2013 kl. 16:41

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. Ok. þá kemur einhver þjóðrembingurinn von bráðar og segir: Afhverju flytur þú ekki til Danmerkur og leyfir ,,okkur hinum" að lifa hérna í eigin þjjóðrembingsprumpi? O.s.frv.

Þá er því til að svara, að þetta getur aldrei verið rök eða framlegg til málsins að neinu leiti. Þar sem maður er fæddur - þar hefur maður sínar rætur og á að fá sín réttindi.

Krafan á að vera að réttindi almennings séu ekki verri við sjálfstæðisbröllt elítunnar hérna heldur en ef maður væri hluti af alvöruríki líkt og Danmörku.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.6.2013 kl. 16:44

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er bara málið. Fara til þeirra dana og prófa að biðja þá um að taka við þessu skeri hérna.

Eg er gjörsamlega búinn að fá ná af þessari andskotans framsjallaelítu og þjóðrembingsprumpi. Gjörsamlega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.6.2013 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband