26.5.2013 | 18:56
Alþjóðlegir stóriðjuauðhringir eru í raun með kverkatak á Íslandi sem Framsjallar komu á með sinni stóriðjuvitleysu.
Þetta er mjög einfalt. Stærsti hluti raforkusölu er til slíkra búrgeisa-auðhringja sem eru miklir vinir Framsjalla. Við erum að tala um eitthvað 80-90% af allri rafmagnsorku er seld til stórauðhringanna. Eða í rauninni ekki beint selt heldur nánast gefin. Bara frítt nánast.
Nú, samt sem áður er framleiðsla rafmagns í gegnum Landsvirkjun algjörlega háð nefndum búrgeisa-auðhringjum. Það segir sig sjálft að þau eru með öll ráð Íslands í hendi sér. Samningssataða Íslands sem ríkis gagnvart búrgeisunum er engin.
Þetta er nú ekki flókið. Nú vilja Framsjallar hjálpa auðhringjum að herða takið.
Athugasemdir
Algerlega sammála Ómar Bjarki. Það er alveg stórhættulegt að hafa svona mörg egg í sömu körfunni.
Þórir Kjartansson, 26.5.2013 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.