Stökkbreytt lán, forsendubrestur og leiðrétting.

Það hefur borið soldið mikið á slíkum frösum undanfarið.  Jú jú, eg fellst á að það er leiðinlegt að þurfa að segja eftirfarandi en samt sem áður eru það staðreyndir.

Ofannefnd orð í fyrisögn eru í raun bara frasar til notkunar í populískum tilgangi.  Það var enginn forsendubrestur eða stökkbreyting á verðtryggðum lánum.  Þau fylgdu bara verðbólgu og verðrýrnun krónunnar.  Allt og sumt.  Og þetta fyrirkomulag hefur verið í 30 ár a.m.k. 

Raunverðgidi skulda stóð í stað.  Krónan rýrnaði.  Það voru engin trikk hjá vondum aðilum og ekkert duló við þetta.

En hitt er svo allt önnur umræða, aðeg hef tekið eftir því að margt fólk - bókstaflega skilur ekki hvernig verðtrygging á lánum virkar.  Það skilur það ekki.  Það hugsar td. sem svo:  Ég tók 10 milljónir í lán - nún er það 12 milljónir!  Það hefur ,,hækkað".  Ég tók aldrei 12 milljónir í lán o.s.frv.

Fólk er að hugsa þetta svona.  það skilur ekki hvað verðtrygging er.  Það er auðvitað stórmerkilegt og verulega umhugsunarvert. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Enda líka merkilegt hvernig þú og nokkrir aðrir hér á blogginu náið að gera ótrúlega einfalda hluti flókna svo að lesandi nánast trúir bullinu í ykkur.

Ef þú getur komið með góða útskýringu á mannamáli en ekki máli þeirra er telja sig meira menntaða en eru samt "lágstéttarlið", þá kanski skal ég trúa örlitlu af þessu bulli ykkar...

Það að krónan hafi rýrnað þá rýrnaði hún í gjaldeyrisviðskiptum en ekki við notkun innanlands...

Ef þú ætlar að koma með klisjuna um að lánveitandi þurfi að halda í raungildi krónunnar bullið þá ertu ekki á réttri plánetu.

Hvað hefði annars gerst ef lánveitandi hefði ekki lánað krónurnar???

Verðtrygging er ekkert annað en þjófnaður...

Með kveðju

Ólafur Björn Ólafsson, 26.4.2013 kl. 15:11

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg skal ekkert segja til um afhverju svo margt fólk skilur ekki aðli verðtryggingar. En þetta er bara staðreynd sem eg hef marg, marg rekið mig á. Fólk skilur ekki hvað verðtrygging er. (sumir gera það vissulega og fara í allskyns æfingar um að vísitöluna eigi að reikna einhvernvegin öðruvísi. það er svo sérumræða sem breytir samt ekki efni máls.)

Og jú - krónan rýrnar einmitt hérna innanlands! Halló. Þar er hún notuð. Krónan rýrnar sífellt. Það þarf fleiri krónur til að fylla upp í sama verðgildi. Margt fólk skilur þetta ekki. Og það er barasta stórmerkilegt og ótrúlegt.

Þetta með lánveitanda og raungildi - að það er mjög einfallt hvað gerist ef lánveitandifær ekki raunverðgildi til baka. Hann lánar ekki!

Verðtryggingin skiptir aðallega máli á lánum til lengri tíma. Það er útilokað að lánveitandi fari að lána til tuga ára og vita það að hann fái ekki raunverðmæti láns til baka. Það er bara ekkert að fara að gerast. það verður þá einhver að borga brúsann og þá kemur helst til álita ríkið. þ.e skattborgarar.

Nú, undanfarin ár hafa dómsstólar verið að hringla í lánum ýmiskonar. Það hefur líka kynnt undir skilingsleysi og gefið popúlistum tækifæri á að nýta sér ákv. atriði.

Það sem dómsstólar hafa gert aðallega í sambandi við td. gengislán - að þeir hafa verið að gefa fólki pening! Gef fólki pening vegna tæknilegra formgalla í lánasamningum.

Eg segi fyrir mig, að það er umhugsunavert hvert verið er að stefna með þetta. Ég yrði ekkert hissa þó dómsstólar segðu verðtryggða lánasamninga ,,ólöglega" útfrá lagatæknilegum formögöllum í lánasamningum. Eg yrði ekkert hissa. Slík er hringavitleysan.

Þessir dómar dómsstóla eru líka algjörlega gegn anda laganna yfirleitt. Lögin sem fólk er oft að vísa til eru um að lánveitendur megi ekki hlunnfara lántaka þannig að ósanngjarnt geti talist og eða slík lán séu með allt öðrum og verri hætti og skilmálum en almennt tíðkast.

Augljóslega er ekkert um slíkt að ræða. Lánin eru bara lán sem á að greiðast til baka plús álag.

Dómsstólar hérna virðast vera að segja að lánastofnanir eigi að lána og lána - og svo eigi bara að greiða hluta til baka eftir atvikum.

Ef þetta á ekki eftir að draga dilk á etir sé - þá veit ég ekki hvað.

Og ég verð ekkert hissa ef dómsstólar ,,ólöglegheita" verðtryggða lánasamninga næst. Verð ekkert hissa. Slík er hringavitleysan og ruglið sem framsjallar eru búnir að koma þessu vesalings landi í.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.4.2013 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband