Um skattinn á innstæður yfir 100.000 Evrum á Kýpur.

Mikil umræða hefur verið um það efni hér uppi.  En hvað er um að ræða og hvað hefur verið gert því viðvíkjandi?  Í rauninni hefur ennþá enginn skattur verið lagður á innstæður.  það er það skrítna og nánast ótrúlegt miðað við umræðuna.

það sem hefur sannlega verið gert er að 2. stærsti banki Kýpur, Laiki bankinn, hefur verið settur í þrot og fer, sennilega, í hefðbundið þrotaferli og uppgjör.  þar er talið að innstæðueigendur muni missa talsvert af upphæðum yfir 100.000 vegna þess að flestir eru á því að eignastaðan sé veik.  þetta verður þó alltaf að koma betur í ljós með tímanum.

Ok. það sem sannlega er svo talað um í framhaldi er, að innstæðuegendur sem eiga yfir 100.000 Evrur í öðrum bönkum muni þurfa að taka á sig lög sem breytir vissu prósenti af nefndum innstæðum í hlutafé í viðkomandi banka.  Hve mikið er ennþá óljóst.  Talað er um 20, 30 og allt uppí 40%.

þarna er enn afar erfitt að átta sig á hvort umrætt eigi að gilda fyrir alla banka.  En oftast er stærsti banki Kýpur, BOC,  nefndur sérstaklega til sögunnar um að slíkt sé í undirbúningi. 

Þessu viðvíkjandi verður að hafa í huga að ekki er um beinlís skatt að ræða.  Ekki beinlínis.  það er talað um að taka af innstæðum - og breyta í hlutafé í viðkomandi banka.

Umræða hlýtur því að beinast að því hvort raunhæft sé að ætla að aðilar máls endurheimti fjármuni að einhverju leiti eða að öllu eiti til baka.  Um þetta má deila.  Eg hef samt séð hugmyndir manna á Kypur sem telja að það geti vel verið líklegt að aðilar máls muni endurheimta mest allt til baka með tímanum - og hugsanlega jafnvel koma út í gróða.  Aðrir, og þeir eru sennilega fleiri, telja að þetta jafngildi að fjármunirnir væru að mestu tapaðir.  En um það er ekkert hægt að fullyrða.   Þetta hefur heldur ekki ennþá verið gert og óljóst hve mikið verður eins og áður er rakið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú lest greinilega ekki fréttir. Menn féllu frá skattlagningu yfir línuna og ákváðu að fella Laika bankann og flytja innistæður undir 100.000 evrum yfir í Kýpurbankann sinn. Allar innistæður í Laika yfir 100.000 € voru svo gerðar upptækar, þ.e. Stolið frá innistæðueigendum. Það eru stórir aðilar sem tapa öllu. Þjóðnýtta upphæðin nemur ríflega 4 milljörðum evra eða helming þess sem meint "björgunarlán" hljóðar uppá.

Til stóð að þjoðnýta (ræna) lífeyrissjóðina líka, en þá hefði orðið borgarastyrjöld.

Nú eru í ofanálag ströng gjaldeyrishöft sem frysta innistæður til að koma í veg fyrir fjármagnsflótta í öllu fína fjórfrelsinu.

Imperialisminn hefur náð nýjum hæðum, all bets are off, ekkert öryggi, enda mun enginn voga sér að eiga fjármagn í evrum né í evrópskum banka. Domínóeffektinn mun birtast fljótt á Spáni, Grikklandi, Ítalíu, Írlandi, Portúgal að ógleymdum asnakerruokonómíum á borð við Ungverjaland, og Búlgaríu, þar sem fólk er að brenna sig á götum úti til að mótmæla arðráni og fátækt. Svo kemur Frakkland og svo koll af kolli.

Það er sama hvaða réttlætingar eða afneitunarloftfimleikum þú beitir, þetta er byrjunin á endinum fyrir draumalandið þitt.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.3.2013 kl. 16:27

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ástæðan fyrir því að menn eru ekki farnir að kenna gjaldtöku af því sem þeir eiga í standandi bankanum er sú að það er verið að gefa útvöldum tækifæri á að skutla sínu undan, framhjá höftum. Þetta eru helst Þýsk og Bresk stórfyrirtæki. Þetta sést af því að björgunarpakkinn svokallaði fer stighækkandi. Byrjaði í 4 milljörðum og er nú í 10milljörðum. Líklega mun sú tala hækka.

Það er buíð að kljúfa Evrópu í suður og norður. Imperíalistana og lénin.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.3.2013 kl. 16:40

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það sem sagt er eftir um miðbik 3. línu í innleggi 1 - það er rangt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.3.2013 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband