Rússar hafna aðstoðarbeiðni Kýpur. Eini vinur Kýpur er ESB.

Nákvæmlega ekkert virðist hafa komið út úr ferðalagi kýpverskrar sendinefndar til Moskvu.  Sumir kýpverjar bundu miklar vonir við að rússar kæmu til aðstoðar og töldu það nánast fullvíst.  Annað virðist koma í ljós.  Algjör höfnun af hendi rússa.  Eini vinur Kýpur er ESB.
mbl.is Kýpverjar samþykkja „samstöðusjóð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert frábær Ómar!

Kalli (IP-tala skráð) 22.3.2013 kl. 23:05

2 identicon

Kýpur er í EB

Kýpur er með EUR

Hagkerfi Kýpur og bankakerfi nánast hrunið.  Hvað veldur ?

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 23.3.2013 kl. 01:00

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Óstjórn í efnahagsmálum og skattamálum og kolröng stefna í bankamálum.

Aðild að ESB og í framhaldi upptaka Evru er ekkert = ávísun á óbrigðugleika efnahagsstjórnar og vitleysu í bankamálum.

Í slikum efnum þarf ríkið alltaf að vera á tánum. Það má aldrei aftur hleypa framsjallaelítunni að stjórnun á Íslandi sem dæmi. þá er hætta á hruni.

Með Kýpur sérstaklega, þá eru vandamál eyjunnar í raun komin til fyrir talsvert löngu. þetta er uppsafnaður vandi.

það sést vel í vandræðum sem þessum hve gott er að eiga ESB að. það er sérlega eftirtektarvert að rússar skuli hafna allri aðstoð við Kýpur því tengsl landanna eru mikil.

Fjármálaráðherra Kýpur kom tómhentur frá Moskvu. Enga hjálp aðfá þar. Hjálpin er aðeins frá ESB.

þegar vandinn er orðinn eins og í tilfelli Kypur - þá er engin auðveld leið. Allar aðgerðir munu kosta.

Samt sem áur vekur athygli náttúrulega hringlandaháttur kýpverska stjórnvalda og hugsanlega hafa stjórnvöld á Kypur gert illt verra með hringlandahættinum.

Stjórnvöld á Kypur hafa sennilega sett dæmið þannig upp að þau gætu sett þrýsting á rússa um aukaaðstoð. Ljóst er að mun meira er þar á bakvið tjöldin. Stjórnvöld virðast hinsvegar hafa metið stöðuna ónákvæmt.

þarna spilar sennilega inní að nýr forseti er nýlega tekinn við og nýr meirihluti. það skýrir sennilega að einhverju leiti sérkennileg viðbrögð síðustu viku - því málið er búið að eiga sér langan aðdraganda. Um leið og Grikkland lenti í vandræðum og í framhaldi niðurskrift skulda grikkja - þá var ljóst að Kýpur lenti í vandræðum því efnahagsleg tengsl landna og bankakerfis eru mikil.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.3.2013 kl. 01:27

4 identicon

Fyndið hve lítið þetta hefur verið í fréttum, afhverju ætli það sé?

aukaatriði (IP-tala skráð) 23.3.2013 kl. 02:06

5 identicon

Omar ef ég skil orð rétt þá er það að vera í ESB og með EUR er hvorki trygging fyrir stöðugleika né að bankakerfi viðkomandi lands geti ekki sett hagkerfi þess á hliðina.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 23.3.2013 kl. 12:58

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

ESB og Evra er ekki ávísun á = Paradís á Jörðu.

Eg hef séð engan Sambandssinna halda þessu fram. Eg hef hinsvegar séð nokkra Andsinna halda þessu fram.

Það sem um er talað varðandi aðild Íslands að Sambandinu og í framhaldi upptöku Evru er að það muni gagnast landi og lýð mjög vel og vera, í heildina séð, miklu mun betra en núverandi fyrirkomulag. Auk þess sem við erum að tala um þróun sem virðist vera óhjákvæmileg.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.3.2013 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband