Afhverju lét SÍ Kaupþing fá gjaldeyrisforða þjóðarinnar?

Skýring þeirra Sjalla er að þáverandi Seðlabankastjóri hafi ætlað ,,að bjarga bönkunum" sem kallað er með þessu athæfi í miðju bankahruni.   Fréttatilkynning frá SÍ 2008 virðist vera að segja, að SÍ stjóri hafi ætlað að bjarga Breska bankakerfinu með umræddri athöfn.

Nú nú.  En málið er að skýring SÍ í tilkynningu frá 2008 meikar engan sens.  Vegna þess að þetta lán barst aldrei til Bretlands.  Þvert á móti voru íslendingar í óða önn að dæla peningum úr Bretlandi og linnti eigi látunum fyrr en þeir Bretar neyddust til að setja Frystingarlög á þá Sjallanna.  Frystu þá barasta. 

þessvegna hlýtur þetta lán að hafa farið í allt annað eða verið veitt í allt öðrum tilgangi. 

Sumum hefur dottið ýmislegt í hug því viðvíkjandi.  Rússland og sona.  

En sá möguleiki sem mörgum hefur yfirsést er,  að hugsanlega var lánið veitt til að tryggja innstæðueigendur í útibúum Kaupþings í Þýskalandi, Svíþjóð, Finnlandi og Austurríki. 


mbl.is Trúverðugleiki bankans í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessir peningar fóru beinustu leið til Luxembourg, þar sem þeir voru endurlánaðir tilteknum eignarhaldsfélögum, sem lögðu þá svo inn á reikninga í öðrum bönkum og millifærðu þaðan til Tortola og svipaðra staða. Svo fór allt á hausinn og hvorki bankinn né félögin eru til lengur, en peningarnir eru enn á Tortola, í Kanada og víðar þar sem prókúruhafar geta innleyst þá síðar.

Þú verður að skilja að þetta var allt gert til að vernda fjármálastöðugleika efnahagslífsins, sem hjá hægrimönnum merkir ekkert annað en stöðugleiki fjárhagsstöðu efnaðra aðila í þjóðfélaginu. Fátæklingar eru yfirleitt engin ógn við þann stöðugleika, nema þarna þegar þurfti að koma þessum fjármunum í "skjól" áður en allt myndi hrynja og kommar og annar óaldarlýður hrifsa völdin og eyða þessu í vitleysu eins og að útdeila því til sjálfra sín.

xD: Fjármálastöðugleiki hvað sem það kostar!

Guðmundur Ásgeirsson, 9.3.2013 kl. 18:16

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hefðu þeir eitthvað þurft gjaldeyrisforðann til að gera þetta sem þú nefnir? Eg held ekki.

þegar skýrsla RSA er lesin, þá kemur vel fram af yfirborðslýsingu að aðdagandinn að falli bankanna var talsvert langur.

Stjórnvöldum hlaut að vera ljóst á þeim tímapunkti 6.0kt 2008 að þetta væri búið spil. það meikar engan sens að setja gjaldeyrisforðann í fallinn banka í Bretlandi.

þarna hlýtur eitthvað að búa að baki sem enn á eftir að segja frá. það er stór ósögð saga í þessu hruni og eg efast um að íslendingar fái að vita hið sanna nokkurntíman en hugsanlega skýrist myndin á næstu 20-30 árum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.3.2013 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband