Röksemdir skota miklu mun sterkari en íslendinga.

Framsetning þess skoska er nokkurnveginn raunveruleikinn.

Framsetning íslendinga er brosleg útópía.


mbl.is Svarar Steingrími fullum hálsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvernig rökstyður þú þessa skoðun Ómar?

Finnst þér að Skotum verði heimilt að veiða makríl innan íslenskrar fiskveiðilögsögu? Hvaða fordæmi gæti slíkt skapað og hvernig heldurðuað okkur takist að vernda okkar hagsmuni evftir að hafa opnað „smugu“ inn í landhelgina?

Mér finnst þetta ekki vera nógu vel ígrundað hjá þér.

Bestu kveðjur

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 11.1.2013 kl. 17:32

2 identicon

Við erum að setja fordæmi um hvað við fáum og hvað öðrum leyfist ef Íslenskur þorskur, loðna og aðrir fiskistofnar ákveða að heimsækja okkar granna. Smá villuráf og erlendir togarar veiða Íslenska þorskinn og loðnuna í sinni lögsögu eftir okkar fordæmi.

Með breyttu veðurfari breytast hafstraumar og skilyrðin í hafinu. Það er ekki óhugsandi að megnið af þeim stofnum sem við höfum talið okkar færi sig. Hvernig samninga og reglur viljum við hafa þá?

sigkja (IP-tala skráð) 11.1.2013 kl. 18:55

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það þýðir ekki að hugsa bara um makrílinn í þessu sambandai, það verður að hafa allt undir. þetta er óábyrg afstaða af hendi Íslands og skamsýni.

Varðandi veiðar í lögsögu hérna, þá er eg bara ekki viss um að það sé krafan af hendi skota. Krafan er að Ísland veiði skynsamlega úr stofninum.

Staðreyndin er að hluti stofnsins er skamman tíma hérna inni síðustu misseri. það réttlætir ekkert að Ísland taki svo stóran skerf einhliða.

Fyrir mér er frekar augljóst, kalt mat, að röksemdir skota eru mun sterkari og röksemdirnar koma fram í máli þess skoska.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.1.2013 kl. 21:44

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég skrifaði þokkalega vandaða athugasemd við pistil Kristins Péturssonar, um makrílinn. Hann hefur ekki birt þá athugasemd. Líklega var ég ekki nógu hliðholl einhæfri umræðu þeirra afla, sem Kristinn Pétursson starfar fyrir.

Sá sem lokar á óflokksbundnar rökræður og skoðanir, er afskaplega einangraður, úti í gömlu og vonlausu stjórnmála-horni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.1.2013 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband