20.10.2012 | 17:51
Steingrímur J. Sigfússon í heimsókn á Grænlandi.
Bændablsðið segir svo frá:
,,Um miðjan september síðastliðinn hélt Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra ásamt forsvarsmönnum Bændasamtaka Íslands í heimsókn til Grænlands, þar sem fundað var um samstarf þjóðanna í landbúnaðarmálum auk þess sem undirritaður var samningum milli þjóðanna um nýtingu grálúðustofnsins á hafsvæðinu milli landanna tveggja."
Með i för var Jóhannes bróðir hans en þess má geta að grænlenskir bændur eru mikið til menntaðir á Gunnarsstöðum.
,,Verknemar frá Bændaskólanum á Grænlandi hafa lengi sótt Ísland heim og á Gunnarsstöðum í Þistilfirði hafa þeir verið síðan 1985 hjá Jóhannesi bónda. Flestöll ár síðan hefur verið einn á ári, og því meira en tuttugu í heildina."
Á bls. 28-29 má sjá ítarlega frétt um efnið ásamt myndum. Mjög fræðandi:
http://bondi.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=6351
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.