Leynilegar kosningar?

Eitt sérkennilegt við þróun kosninga almennt á Íslandi síðustu ár og misseri sem má greina með tilkomu blogga allrahanda og samfélagsmiðla á netinu.

Að þegar eg var ungur, þá var það þannig yfirleitt að fólk sagði mest lítið um hvað það ætlaði að kjósa í það og það skiptið. Algengt var að heyra sagt sem svo þegar fólk var spurt: Ja, þetta er leynileg kosning og það mun enginn vita hvað eg kýs. þetta leit fólk á sem rétt sinn og var ánægt með. þetta sneri sérstaklega að ókunnugu fólki. Lykilatriði. Leynileg kosning.

Nú ber svo við, að mikil tíska er að fólk upplýsi fyrir alþjóð hvað það ætlar að kjósa! Eins og í tilfelli kosninganna núna þar sem eru 6 spurningar - þá upplýsir fólk alveg hiklaust nákvæmlega hvað það ætlar að kjósa í hverju atriði.

Mér finnst þetta merkilegt. Sýnir, að mínu mati, einhverja grundvallarviðhorfsbreytingu varðandi kosningar og einstaklinga frá fyrri tímum.

Í hverju viðhorfsbreytingin í smáatriðum felst eða afhverju þessi breyting verður - það er svo flóknara að skýra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband