30 lömb kafna þegar risafjárbíll valt á Héraði.

RUV: ,,Um 30 lömb drápust þegar fjárbíll valt við bæinn Straum í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði síðdegis í gær. Bíllinn var á leið í sláturhús með tæplega 300 lömb þegar slysið varð en ökumann og farþega sakaði ekki."

http://www.ruv.is/frett/fjarbill-valt-og-30-lomb-drapust

Taka ber eftir hve mörg lömb voru í bílnum. Við erum, sennilega, að tala um tvær hæðir amk. í þessum bíl.

Svona er þessu keyrt landshornana á milli og svo veltur þetta og treðst á annan hátt undir og allaveganna. Öllum alveg sama.


mbl.is „Ótrúlega lífseigar skepnur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Rétt: Svona frétt -fréttir eiga að vekja upp hörð viðbrögð. Það á bara ekki að líðast að sláturgripir séu fluttir klukkustundum saman í þriggja hæða flutningavögnum.

Hvað þá á íslenskum þjóðvegum og á haustdögum þegar allra veðra er von.

En tillitsseminni við verksmiðjusláturhús K.S. á Sauðárkróki virðast lítil takmörk sett hjá dýralæknum og dýraverndarsamtökum.

Rétt eins og tillitssemi réttar-og rannsóknarkerfis við helstu dugnaðarforkana í Giftarmálinu svonefnda. 

Árni Gunnarsson, 19.10.2012 kl. 13:12

2 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sammála þér, það er búið að drepa allt einkaframtak niður í sláturiðnaði,

frægt var þegar Eykon Eyjólfur Konnráð Jónsson þingmaður og ritstjóro mbl

hótaði að skjóta lambshrút sjálfur fengi miðkomandi sláturhúseigandi ekki leyfið framlengt, en fáir þakka sauðkindinni fyrir að halda í okkur lífi frá því að byggð hófst hér á landi, og nú er búið að framleyða kvikmynd gegn sauðkindinni,

Bernharð Hjaltalín, 19.10.2012 kl. 13:55

3 identicon

Ja hver anskotinn, aldrei hélt ég að ég myndi verða sammála þér um neitt Ómar Bjarki. En nú er ég það.

Ási P (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband