Ypparleg veisla á Íslandi 1662.

Að málið snerist um Evrópska þróun þar sem það var undirstrikað að konungsvaldið gengi í arf. Trikkið við þetta var að völd Aðalsins minkuðu. Allt að Evrópskri fyrirmynd og þróun sem náði hingað upp um síðir eins og alltaf gerist.

Nú nú. þessu var mikið fagnað á Íslandi sem vonlegt var og segir Fitjaannáll svo frá veisluhöldum: ,,Síðan var þeim öllum (þ. e. fundarmönnum) haldin ypparleg veisla; stóð langt fram á nótt með trómetum, fíólum og bumbum og skotum af feldstykkjunum 3 í senn og þar til með skotum svarað af kóngsins skipi sem lá á Seylunni. Þá gengu rachettur og fýrverk af um nóttina."

Ypparleg þýðir framúrskarandi, fyrsta flokks.  Vertur var Herik Bjelke sem leit út eins og einhver gæji núna i þungarokkssveit:

200px-Henrik_Bjelke

 


mbl.is 350 ár frá Kópavogsfundinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sagnir herma að Árni lögmaður Oddsson á Leirá hafi unnið eiðinn með tár í augum. Einnig var Brynjólfur biskup Sveinsson óhress.

Engu að síður fóru menn á blinda fyllerí á Bessastöðum að lokinni athöfn.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.7.2012 kl. 21:43

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú jú. það sem gleymdist hinsvegar að taka fram þegar manni var sagt frá þessari átakanlegu ,,vonsku dana" í sögutímum í barnaskóla, þ.e. þetta með tár Árna og óhressileika Brynjólfs, er að heimildin er stórhæpin. Man þð ekki alveg í augnablikinu, en þetta var einhvernvegin þannig að að fundust í hirslum Jón Sigurðssonar einhverjir tveir minnismiðar þar sem var párað á þessar klausur. Hvort Árni Magnússon hafi ekki verið borinn fyrir þessu. Vandamálið er að ekkert í samtimaheimildum eða öðrum heimildum bendr til þessa. þessir minnismiðar og klausur eru því ekkert nema grunsamlegar sagnfræðilega séð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.7.2012 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband