8.4.2012 | 22:17
Fyrri geðrannsóknarskýrsla um Breivik.
þrátt fyrir alla umfjöllunina um Breivik í norskum fjölmiðlum, þá hef eg hvergi séð stóra fjölmiðla vísa beint á skýrsluna í heild heldur aðeins samantektina eða lokakaflann. Mér finnst það dáldið sérstakt því sagt var að skýrslan væri opinber. Mér tókst eftir talsverða fyrirhöfn að finna skýrsluna í heild á netinu:
http://www.document.no/rettspsykiatrisk-erklaering-anders-behring-breivik/
Eftir að geðfræðingarnir létu skýrsluna frá sér fyrir áramót hófst þegar mikil gagnrýni á niðurstöðuna. Má segja að gagnrýnin hafi mikið til komið frá fjölmiðlum eða í gegnum fjölmiðla. því finnst mér sérstakt að fjölmiðlar skyldu ekki vísa í skýrsluna í heild heldur velja úr henni búta og búta og leggja útaf efninu. (Verdens Gang vísaði þó einhverntíman beint á skýrsluna í heild, að mér skilst, en einhverra hluta vegna var ekkert auðvelt að nálgast eða finna það.)
Nú, fallist var á að hefja nýja rannsókn með nýjum mönnum. Sú skýrsla kemur út núna á þriðjudaginn. Er hennar beðið með nokkurri eftirvæntingu í Noregi. Blöðin hafa eftir ónafngreindum heimildum að sú skýrsla sé, í það minnsta, ekki eins afgerandi og fyrri skýrsla. þ.e. varðandi það mat geðfræðinganna að B. sé geðsjúkur.
Athygli vakti þó að fræðingarnir sem unnu seinni skýrsluna nýttu ekki allan tíman sem þeim hafði verið gefinn. Luku verkinu viku fyrir tímamörkin og sögðu þá að þeir hefðu komist að niðurstöðu en gáfu ekkert uppi um hver niðurstaðan væri. Menn ráða á ýmsan hátt í það í Noregi. Heilt yfir má segja að væntingarnar í fjölmiðlum séu á þann hátt að B. verði ekki talinn sjúkur.
En eftir að hafa lesið fyrri skýrsluna sem linkað er á hér ofar, þá finnst mér niðurstaðan sannfærandi og alveg nógu vel fræðilega undirbyggð. Mér finnst liggja beint við að samþyggja niðurstöðu fyrstu skýrslunnar um veikindi B. Skýrslan er afar löng og fræðileg og samanstendur ma. af frásögnum af 13 samtölum sem fræðingarnir áttu við B. í fangelsinu. Að mínu mati er erfitt að sjá að ný skýrsla verði í algjörri mótsögn við hina fyrri. Ef svo verður - þá væri það eitt og sér dáldið merkilegt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.