LÍÚ hrifsar til sín 1/4 makrílkvótanns.

1/4. Segi og skrifa. Samningsaðilar buðu 7% sem er 2000% aukning á kvóta - en nei! LíÚ vill útrýma makrínum. Má sjá umræður hér á írska þingi:

,,The EU, in an effort to achieve a deal, offered a 2,000% increase in Icelands quota. It was at 0.3% and the offer was made to increase it to 7%. In addition, the Faroese were being offered a quota of 8%, having previously caught 4.7% or 4.8% of the quota. We are talking about offering a combined 15% of a Euro 1 billion quota to countries that would previously have had approximately 5% access to the quota. The European Union has been more than generous in trying to find a resolution based on encouraging responsible fishing. Nevertheless, last year Iceland caught approximately 150,000 tonnes of fish from a recommended catch of approximately 630,000 tonnes or 640,000 tonnes. That is approximately 23% of the catch. This country would historically have had 0.3% or 4,000 tonnes of the catch but it decided to catch 150,000 tonnes last year. That country encouraged vessels from other parts of the world to help it catch large volumes of fish"

http://debates.oireachtas.ie/dail/2012/03/21/00006.asp


mbl.is Makríldeilan í hnotskurn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"Samningsaðilar buðu 7% sem er 2000% aukning á kvóta" Tæknilega séð er það miklu meira, þar sem þeir buðu okkur 0% 2010. Sögðu að Makríllin gengi ekki inn í lögsögu Íslands og það þrátt fyrir að verið væri að húkka hann upp í flestum höfnum landsins. Þar fyrir utan eru þessi 1/4 sem fer bæði á Ísland og Færeyinga,er til of mikils mælsað menn eins og þú segi sannleikan?

En ef þér finnst það "töff" að fórna hagsmunum þjóðar þinnar til að þóknast hrotta-þjóðum þá er það bara í fínu lagi, bara lýsandi dæmi á það hvers vegna við eigum EKKI að ganga í ESB.

Brynjar Þór Guðmundsson, 25.3.2012 kl. 07:29

2 identicon

Ómar Bjarki. Hættu nú alveg þessu sífellda þjóðhatri þínu og upphafningu á ESB valdinu !

Veiðar okkar á Makríl gáfu þjóðinni 30 milljarða í beinhörðum gjaldeyri. Veiðar og vinnsla sköffuðu a.m.k. 1000 manns mjög góða atvinnu á góðum launum s.l. sumar. Makríllinn var að mestu unninn til manneldis bæði á landi og sjó. Fyrir utan sjómenn og landverkafólk, veitti hann a.m.k. 1000 önnur afleidd störf. Það er störfum í veiðarfæragerð, flutningum, iðnaðarmönnum vegna breytinga á skipum og svo framvegis. Ríkið hefur haft í beinar skatttekjur að lágmarki 10 milljarða vegna þessa. Áætlað er að aflaverðmæti makríls á þessu ári verði enn meira eða hátt í 40 milljarðar. Þetta fer því að verða ein okkar al verðmætasta sjávarafurð og góð viðbót.

Veiðarnar eru byggðar á vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar Íslands, þar sem þeir hafa mælt yfir milljón tonn af makríl innan fiskveiðilögsögu okkar. Hann er hér á beit að fita sig í túngarðinum okkar og við erum bara að taka okkar toll af honum. Ef ESB vill semja við okkur þá er það sjálfssagt en þegar fullvalda þjóð eins og Ísland á í hlut verður það að gerast á jafnréttisgrundvelli og við litla Ísland höfum sama alþjóðlega rétt og sama vægi og allt ESB þegar að því kemur, við stöndum lagalega jafnfætis þeim. Ef við hinns vegar gengjum í ESB misstum við yfirráðin yfir okkar eigin fiskveiðilögsögu og hefðum auk þess nánast ekkert að segja um okkar eigin veiðar á flökkustofni eins og makrílnum og ESB myndi skammta okkur úr hnefa eins og þeim sýndist. Áhrif okkar í leiðtogaráðinu yrðu 0,06%.

Nú eru völd okkar yfir fiskveiðilögsögunni 100% okkar og viðurkennd af alþjóðalögum eins og Hafréttarsamningi Sameinuðu Þjóðanna.

Úthlutun veiðikvóta okkar og veiðarnar sjálfar innan okkar eigin lögvörðu fiskveiðilögsögu eru fullkomlega löglegar og í samræmi við alþjóðalög s.s. eins og rétt fullvalda ríkis samkvæmt Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Hótanir ESB ef við förum ekki að vilja þeirra um harðar og víðtækar viðskiptaþvinganir brjóta gegn alþjóða lögum og einnig EES samningnum. En þú Ómar Bjarki beinlínis kallar eftir því að ESB apparatið beiti okkur hörðu.

Þú verður bráðum með þjóðhattri þínu og fádæma sleikjugangi við þetta erlenda ofstjórnarapparat kosinn "ESB aftaníossi númer 1 á Íslandi" og verður sæmdur sérstakri orðu fyrir.

Ég ætla að leggja þetta til við fjöldasamtökin Heimssýn, sem ég veit að þú hatast jafnvel enn meira við en þína eigin þjóð !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 09:33

3 identicon

Kallast það þá ekki svikari við land og þjón.  AKA Landráðamaður...

Jón Ingi (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 11:41

4 identicon

Ég drap 1500 tonn af þessum engisprettum hafsins í fyrrasumar.. ég vona að ég drepi 2000 tonn þetta sumar.

Ég tók þátt í að skapa verðmæti, verðmæti talin í milljörðum fyrir þjóðarbúið.

Þú, Ómar, þú grenjar eins og kerling yfir dugnaði þeirra er hjálpuðu til við að skaffa tekjur til að borga aumingjabæturnar þínar (afsakið orðbragðið).

LÍÚ hefur margt á samviskunni, það er annar slagur, makrílveiðarnar eru ekkert nema bót á sundurtætt fjármál Íslenska þjóðarbúsins.

Þú ættir að fagna þessari búbót í stað þess að grenja óvænta innkomu þjóðar þinnar, en ef marka má þín fyrri skrif þá stendur hjarta þitt sannarlega fjarri Íslandsströndum, líkt og annara ómaga þjóðarinnar !!

Útrýma makrílnum, ja hérna...hvernig getur þú verið svona grunnhygginn Ómar ?

Djö... væri ég til í að hafa þig á minni vakt !!!

runar (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 14:08

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já, hér koma líú-lingar og staðfesta orð mín! þeir ætla að útrýma makrílnum! Skýlaust brot á alþjóðalögum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.3.2012 kl. 19:00

6 identicon

Já mikið rétt.  Látum frekar ALLANN makrílinn sem kemur í íslenzka landhelgi eingöngu til að FITA SIG að fara frjáls ferða sinna svo að grey Norðmenn og eymingja EU missi nú ekki spón úr aski sínum.  Það er allt í lagi þó að við sveltum sem og fiskurinn sem við erum vön að veiða.  Stórglæsilegt plan hjá landráðarmönnunum

Jón Ingi (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 22:00

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Voðalega er eitthvað erfitt að festa fingur á einföldu atriði. það er enginn að tala um a það megi ekki veiða eða að ..láta allt eiga sig". það er verið að tala um sanngirni og skynsemi.

það er hvorki sanngirni né skynsemi í því að LÍÚ hrifsi til sín 1/4 af heildarkvótanum! Eru menn andskotans heimskir hérna eða hvað.

Vonandi er þeir Norðmenn taki af fullri hörku á LÍÚ. Fullri hörku.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.3.2012 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband