Alveg sjálfsagt að LÍÚ útrými makrilnum.

Ekkert nema sjálfsagt. Sjálfsögð réttindi LÍÚ að útrýma sameiginlegum stofnum sjáfar. Ja, þeir græða í einn dag. Og þá er takmarkinu náð. það að einhverjir vondir útlendingar séu að finna að þessu og benda á ma. að LÍÚ brýtur alþjóðasamninga - það barasta sannar að útlendingar eru vondir. Og til vara vitlausir. Og þrautavara bæði vondir og vitlausir.


mbl.is „Það gerir engin þjóð með sjálfsvirðingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hverjar eru líkurnar á því að LÍÚ útrými sameiginlegum stofnum annars Ómar, þetta eru samtök, annars verð ég bara að segja að ef að sameiginlegir stofnar fara að leita meira inn á okkar mið þá er ekki við okkur Íslendinga að sakast eins og mætti halda að sumir haldi...

Þetta er frekar spurning hvort það gefi okkur Íslendingum meira vald yfir þeim stofnum sem það gera og það er trúlega að fara fyrir brjóstið á mörgum því miður...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 21.3.2012 kl. 13:04

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Násat 100% líkur ef LÍÚ klikan fær að halda óáreitt áfram sínu framferði. Sem hún fær því hún er ríki í rikinu. þa hefur margsynt sig að stjórnvöld ná ekki yfir LÍÚ. Sumir stjórnmálaflokkar svo sem sjallaflokkur er bókstaflega LÍÚ. En aðrir flokkar hafa ekki kraft til að eiga við LÍÚ. það spilar inní náttúrulega þjóðrembingsöfgar innbyggjara sem LÍÚ notar sem banda á þá.

Nú, varðandi framferði LÍÚ með makrílinn, að þá er það þannig að þeir veiða bara og veiða eins og þer geta! Með stórvirkum tækjum. Ryksuga upp allt kvikt.

þeir höfðu 0% kvóta og eru að hrifsa til sín allt uppí 20% af kvótanum!! þetta er svo mikil dæmulaus frekja og óbyrgheit að til stórskammar er að þessir vesalings innbyggjarar hérna hafi hvorki manndóm í sér né reisn til að stoppa þessa græðgi LÍÚ.

Allt þetta stórskaðar náttúrulega land og lýð til langs t+ima litið því LÍÚ er að þverbrjóta alla samninga og sáttmála eins og gefur að skilja. Á meðan labbar LÍÚ með ágóðann í rassvasanum skellihlægjandi alla leið í bankann.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.3.2012 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband