Þegar Jón Forseti ,,misbauð þjóð sinni".

Í blaðinu Norðra í upphafi árs 1860 birtist eftirfarandi aðsend og nafnlaus grein þar sem Jón Forseti kemur við sogu.  Athyglisverður texti:

,,Það mun flestum hafa brugðið í brún, þegar hingað barst sú fregn, að herra J. S. (Innsk. mitt: Jón Sigurðsson Forseti)  væri orðin leiguþjónn hinnar dönsku stjórnar, og það í jafnóþakklátu máli og kláðamálið er. Vjer Ijetum segja oss það þrem sinnum eins og Njáll vígsmálið þórðar leysingja, og ætluðum því varla að trúa.

Vjer vissum að vísu, að herra J. S. var hinn ákafasti forvígismaður hins svokallaða lækningaflokks hjer á landi, og að hann hafði leynt og opinberlega barizt fyrir stefnu hans og skoðunum í kláðamálinu. Vjer áttum því von snarprar atlögu frá honum.

En hitt datt oss sízt í hug að hann maðurinn sá , sem ætíð hefir verið talinn í broddi fylkingar, þegar verja hefir þurft íslenzkt þjóberni og þjóðfrelsi, og sem svo opt er mælt að hafi hafnað álitlegum embættum, til að geta verið óháður hinni dönsku stjórn, skyldi nú ljá sig til að verða liðsmaður Dana og dansklyndra íslendinga, til að misbjóða kúgaðri og umkomulítilli þjóð sinni, sem svo opt áður hafði mátt kenna á harðstjórn og lagaleysi, að ekki sýndist þörf á að bæta á slíkt.

það mega hafa verið einhverjar óþekktar hvatir, sem hafa gjört þessa „forandring" í flotholtinu hjá honum."

Ábyrgðarmaður og rittstjórni Norðra er á þessum tíma, að eg tel, Sveinn Skúlason.  En hvað um það, að þá kemur þarna fram að Jón Forseti hefur ,,misboðið umkomulausri þjóð sinni"  og gerst ,,leiguþjónn dana".  Að því er virðist af vonsku og/eða annarlegum hvötum.  Þetta er bara talsvert merkilegt og hefur farið hljótt.  Athyglisvert að það er eins og gefið í skyn í restina að peningar hafi etv. valdið sviksemi Jóns við þjóð sína.

Allt um það, en hvað verður til að Jón fær slíka trakteringu hjá bloggurum 19. aldar?  Jú, það að vilja lækna fjárkláða í sauðfé  með lyfjum!  Maður á ekki orð yfir slíkri framkomu af manninum.

Fjárkláðamálið á sjötta og sjöunda áratug 19.aldar er hinsvegar alveg löng og mikil saga.  Og merkileg.  Íslendingar deildu lengi og af mikill heift um hvernig skildi bregðast við veikinni.  Skiptust þeir í tvo meginhópa:  Niðurskurðarflokk og Lækningaflokk.  Niðurskuðarflokkurinn hafði betur heimafyrir lengi vel en Lækningarflokkurinn hafði hinsvegar stuðning dönsku stjórnarina.  Og dönsku dýralæknanna sem töldu vel hægt að lækna með lyfjum.  (Sem voru samt dáldið frumstæð á þessum tíma og ég ætla ekki að lýsa í smáatriðum)  Deilurnar höfðu ýmsa anga og hliðar.  Td. var talsvert deilt um hvort veikin væri af innlendum rótum eða erlendum.

Mótastaða íslendinga við lækningaraðferðinni gerði það ma. að verkum,  eftir að danir fyrirskipuðu lækningaraðferðir svo sem böðun fjársins,  að hún fór þá dáldið í handaskolum vegna ósamlyndis og ósamstöðu einnar saman.  Íslendingar voru bara á móti svona nýtísku, enda hafði hugsanlegur fjárkláði á 18.öld verið kveðinn niður með niðurskurði.  Mótstaða við böðun endist síðan langt fram eftir.  Jafnvel eftir að miklu betri lyf eru komin til og búin að sanna sig.

Norðmaður að nafni Myklestad var td. fenginn uppúr 1900 til að sjá um og kenna ísl. að baða fé.  Hann þótti harður í horn að taka og leið ekkert múður.  Sú saga er sögð að hann hafi þrefað við bónda einn 1/2 dag um böðun.  Sá var tregur til að baða fé sitt.  Undir kvöld er sagt að Nojarinn hafi loks sagt: Saa begynder vi allso i morgen!  Myklestad  þessi setti m.a. þær reglur að  ekki mætti vera undir áhrifum áfengis við að baða kindur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er einfaldlega æsingagrein í Norðra. Það er þó hvergi gefið í skyn þar, "að peningar hafi etv. valdið sviksemi Jóns við þjóð sína."

Svo sveik hann hreint ekki þjóð sína með afstöðu sinni í fjárkláðamálinu. Hann var í því eins og fleiri málum á bandi vísindanna og þekkingarinnar, það er viðurkennt eftir á.

En mikið var í húfi. Það litaði æsta umræðuna.

Jón Valur Jensson, 22.4.2011 kl. 18:48

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er verið að gefa í skyn peninga þarna eða einhveskona ívilnanir og jafnvel M. orðið:  ,,það mega hafa verið einhverjar óþekktar hvatir, sem hafa gjört þessa „forandring" í flotholtinu hjá honum."

Það er alveg augljóst.

Meirihluti þjóðar var á móti Jóni þessu máli á nefndum tíma enda litið svo á að hann væri ,,að misbjóða kúgaðri og umkomulítilli þjóð sinni" og væri orðinn:  ,,leiguþjónn hinnar dönsku stjórnar" og orðinn:  ,,liðsmaður Dana og dansklyndra íslendinga"´

Svona grein hefði ekkert fengist birt a þessum tíma nema að stuðningur hafi verið við hana og sjónarmiðin sem þar eru borin fram.  Einnig er líklegt að greinin sé skrifuð af virtum manni og hugsanlega sjálfum Pjetri Havstein amtmanni sem var leiðtogi Skurðarmanna og í forsvari fyrir þjóðarviljann í þessu máli eða allavega með hans samþykki.

Eftir þessi átök kom Jón ekkert hingað upp í fleiri fleiri ár.  Líklega vegna mótstöðu innbyggjara gegn því að kæmi hingað.

Hvað seinni tíma menn segja um þetta er svo önnur kategoría.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.4.2011 kl. 19:25

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

1) Nei, þetta með peningana er ekki ljóst, heldur þín túlkun.

2) Þú endurtekur áróðursfrasa æstra, óvísindalegra manna.

3) Dómur sögunnar hefur lengi verið ljós: J.S. hafði rétt fyrir sér.

Jón Valur Jensson, 22.4.2011 kl. 20:53

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og jafnvel þótt dylgjað hefði verið þarna um peninga/mútur, hefði það verið höfundinum og ritstjóranum til hneisu og dómsáfellis, ekki Jóni.

Jón Valur Jensson, 22.4.2011 kl. 20:55

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já.  Auðvitað höfðu danir rétt fyrir sér þarna.  En engu tauti né rauli var komið við innbyggjara.  Er enfnilega dáldið merkilegt mál allt saman.

Þó undarlega komi fyrir sjónir nútímamanna, þá klauf nefnt mál þjóðina og sundaði henni og ekki síst samherja í svokallaðri ,,þjóðfrelsisbaráttu" eða eitthvað - og hafði málið áhrif nánast allan seinnipart aldarinnar.  Alveg vanmetið mál.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.4.2011 kl. 22:04

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit:  ,,nefnilega" og ,,sundraði" 

Varðandi hugsanlega aðdróttun í Norðra að peningum - þá má sjá að sá skilningur er alls ekki svo fjarri lagi þegar gluggað er í Norðanfara 1867 þar sem hann rifjar upp málið eða fer yfir efnisatriði:

,,Frá byrjun kláðasýkinnar skiptust menn í tvær sveitir, þótt niðurskurðarflokkurinn væri þegarí upphafi miklu mannsterkari.

Forseta Alþingis 1857 (J. Sig.) tókst með umráði  stiftamtmanns þá að vefja þinginu um fingur sér. Stjórnin lét síðan, knúin og besetin af einhverjum illum anda, ginnast til að framfylgja lækningunum með óheyrðu afli.

Stjórnin vildi nú vera viss um sigurinn, tók sér því í hönd  „gimstein þjóðarinnar" (J. S.), fékk honum í vasann þúsundfalda Júdasarpeninga, með því að hún var nýbúin að lesa söguna af Hrólfi kraka á dönsku".

Stiftamtmaðurinn sem nefndur er, er enginn annar en Trampe greifi.  Og það fer ekkert á milli mála með peninganna.  þetta er ekkert nefnt að gamni sínu:  ,,þúsundfalda Júdasarpeninga".

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.4.2011 kl. 22:16

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, þetta eru sannarlega ljót og ómakleg skrif "Húnvetnings" í Norðanfara 1867, dæmi um það versta í moldviðrinu vegna fjárkláðans. En þú mátt ekki taka það, sem birtist í því bréfi, sem stefnu blaðsins. Ritstjórinn þar og eigandi var þá Björn Jónsson (sjá Norðanfara, 6. ár, 1.-2. tbl., 8.1. 1867, neðarlega á bls. 4), en getur naumast verið sá, sem síðar varð ráðherra Íslands, enda var hann þá aðeins tvítugur. Þú getur kannski leitað hins rétta Björns í Ísl. æviskrám (ég er ekki með þær uppi við núna), ef ekki í I., þá kannski viðaukanum í V. eða í VI. bindi. Björn, sá sem varð ráðherra, var orðinn ritstjóri Skírnis 1873-1874, en Ísafoldar 1874-1909 og gjarnan kallaður Björn í Ísafold (faðir Sveins forseta), sjá hér: http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=83

Jón Valur Jensson, 24.4.2011 kl. 19:47

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Endalyktir fjárkláðamálsins urðu 1875-78. Á Alþingi 1875 voru uppi afar sterkar kröfur um niðurskurð á SV-horni landsins (og í vægari mæli: milli Hvítánna), á kostnað allra landsmanna, en Jón forseti brást hart við. Eina þingræða hans á því þingi fjallaði um þetta má. Guðjón Friðriksson minnist varla á hana í sinni ævisögu Jóns Sigurðssonar (II, 525 neðarl.), en dr. Páll Eggert Ólason gerði betur. Hjá honum er þessi ræða sennilega mestöll (Jón Sigurðsson, V, 363 efst - 365 neðst, = Alþingistíðindi 1875, II, 71 o.áfr.), þú ættir að lesa glæsilegan málflutning Jóns þar, afar vel rökstuddan og upplýsandi. Samt varð vilji hans ekki ofan á í þinginu, þótt hann hefði nokkur áhrif á framgang mála þar, en svo fór þó, að stjórnin í Kaupmannahöfn hafnaði lögum Alþingis. Var síðan gengið hart fram við að uppræta fjárkláðann, m.a. með skipun sérstaks lögreglustjóra með dómsvaldi í því máli, og mun kláðinn hafa verið "úr sögunni" 1878.

Jón Valur Jensson, 24.4.2011 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband