4.7.2013 | 20:50
Dýr verður Hafliði allur.
Það er eigi ofsögum sagt að Óskapnaðarstjórn framsjalla ætlar aldeilis að láta almenning hérna finna fyrir því. Beitir þjóðrembingssvipunni miskunnarlaust og mokar svoleiðis feitu bitunum úr þjóðarkjötkatli, færir þá uppá sinn framsjalladisk, og graðkar þeim síðan í sig svo ógeðslegt er á að líta. Ógeðslegt.
Fyrst var elítunni færðir 10 milljarðar á silfurfati, námsmenn settir á hugngurdisk, aflétt sköttum á framsóknarsjöllum í ferðaþjónustu.
Þá var þetta nú bara rétt að byrja. Einn morguninn vöknuðu innbyggjar við það að framsjallar höfðu troðið 300 milljarða reikningi inum bréfalúgana. 300 milljarða reikningi vegna feitu bita áts úr þjóðarkjötkatli.
Nú, svo kemur mörg hundruð milljóna króna reikninur sérstaklega vegna þess að redda þurft tveim framsjöllum þægilegri innivinnu.
Síðan mun bætast við koll af kolli.
Það er sem eg segi, að það getur barasta ekki verið i lagi með hluta innbyggjara hérna og alveg spurning hvort ekki þurfi sérstaka rannsóknarnefnd til að rannsaka það afhverju meirihluti kjósenda kýs þessi ósköp yfir sig.
Ásræðan hlýtur bara að vera heimska.
Það er eina ástæðan fyrir að ganga sjálfviljugur í gapastokk elítunnar.
![]() |
Tveir ráðherrar kosta 180 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.7.2013 | 13:10
Framsóknarmenn leiðrétta skuldir landsmanna. Hækka skuldir landsmanna um 300 milljarða.
Þar með hafa framsóknarmenn efnt kosningaloforð sitt.
Að vísu smávandamál. Leiðréttingin gekk í öfuga átt - en hver sagði að leiðréttingin ætti ekki að vera með þessum hætti?
Það er bara strámaður andstæðinga framsóknar að segja að lækka hafi átt skuldir.
Framsóknarmenn lofuðu að HÆKKA skuldir um 300 milljarða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)