Landsliðskonurnar í knattspyrnu komast í 8 liða úrslit og brjóta blað í íþróttasögu landsins.

Er nefnilega dáldið merkilegt afrek.  Og ber merki um að þær eru í fremstu röð í Evrópu eins og gefur að skilja.  Topp 10 a.m.k.

Þarna ná þær að vinna Holland í úrslitaleik um sæti í 8 liða úrslitum og þó vissulega megi segja að Ísland hafi haft lukkudísirnar með sér, þá var leikurinn ágætlega spilaður af hálfu Íslands.  

Það skein í gegn að þær íslensku höfðu trú á því allan tímann að þær gætu unnið og sú trú og barátta hélst út leikinn, þó að vísu manni fyndist varnarleikur Íslands inní eigin teig vera í 2-3 skipti beinlínis klaufalegur og Hollandi boðið í færi. 


mbl.is Guðbjörg: Stórkostlegur varnarleikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. júlí 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband