26.5.2013 | 18:56
Alþjóðlegir stóriðjuauðhringir eru í raun með kverkatak á Íslandi sem Framsjallar komu á með sinni stóriðjuvitleysu.
Þetta er mjög einfalt. Stærsti hluti raforkusölu er til slíkra búrgeisa-auðhringja sem eru miklir vinir Framsjalla. Við erum að tala um eitthvað 80-90% af allri rafmagnsorku er seld til stórauðhringanna. Eða í rauninni ekki beint selt heldur nánast gefin. Bara frítt nánast.
Nú, samt sem áður er framleiðsla rafmagns í gegnum Landsvirkjun algjörlega háð nefndum búrgeisa-auðhringjum. Það segir sig sjálft að þau eru með öll ráð Íslands í hendi sér. Samningssataða Íslands sem ríkis gagnvart búrgeisunum er engin.
Þetta er nú ekki flókið. Nú vilja Framsjallar hjálpa auðhringjum að herða takið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)