19.5.2013 | 16:18
Evrópubúar ein fjölskylda. Rannsókn staðfestir.
Nýleg rannsókn sýnir að allir Evrópubúar eiga sameiginlega forfeður fyrir ótrúlega stuttu síðan. Rannsóknin er þungt högg fyrir kynþáttahyggju og kjánaþjóðrembinga. Þungt högg. En rannsóknin þarf samt ekki að koma svo mikið á óvart því hægt er að finna út möguleika á slíku með einföldum líkindareikningi og stærðfræði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (43)
19.5.2013 | 00:38
Jakob Vestergaard sjávarútvegsráðherra Færeyja missir ekki svefn þó Kristján í Grjótinu missi aðgang að ESB markaði.
Nú þegar ESB hefur sagt að efasamt sé að Sambandið vilji fá ofveidda síld frá Færeyjum inná sinn markað, þá hafa þegar komið upp raddir frá útgerðaraðilum sem hafa áhyggjur af þessu. Þar ber fyrst að nefna útgerð Christian í Grótinum sem er rosa verksmiðjuskip og oft kallað hér uppi Kristján í Grjótinu.
Útgerðaraðilar Kristjáns í Grjótinu hafa sagt að þetta sé stórt áhyggjuefni fyrir þá og hugsanlega fjárhagslegt áfall þar sem þeir selji mikið síldarflök á ESB markað á hæsta mögulega verði.
Jakob sjávarútvegsráðherra gefur lítið fyrir það og segir að þeir geti bara selt það eitthvert annað. Hann sofi alveg rólegur.
http://www.kringvarp.fo/Archive_Articles/2013/05/18/es-bann-rakar-vinnuna-hart
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)