Færeyski hringdansinn ásamt söng.

Að þetta er í raun stórmerkilegt fyrirbrigði.  Hringdansinn eða Keðjudansinn frekar, því mannskapurinn myndar oft einskonar keðju.   Að dansarar syngja sjálfir og oft afar margar vísur. Sennilega, sýnist mér, getur söngurinn verið í nokkrum útgáfum eða formum en oftast er forsöngvari sem leiðir sönginn.  Færeyingar kalla þann skipara.    Að forsöngvarinn byrjar sönginn og stjórnar framvindunni en aðrir gera meira en taka bara undir í viðlaginu.  þeir koma líka inní sönginn einhvernveginn á eftir forsöngvaranum og það myndast svona furðulega áhrifaríkt hljómfall og taktur.  En taktur kemur líka með því að stigið er á gólfið.  Allt þetta samanlagt myndar mikla stemmingu sem greina má auðveldlega ef maður gefur sér tíma til að fylgjast aðeins með og setur sig inní ferlið.  þetta er svona transmúsíkk, má segja.   Sjá má dæmi hér.  Fólk á öllum aldri og þarna er skipari Janus Kamban:

 


Ypparleg veisla á Íslandi 1662.

Að málið snerist um Evrópska þróun þar sem það var undirstrikað að konungsvaldið gengi í arf. Trikkið við þetta var að völd Aðalsins minkuðu. Allt að Evrópskri fyrirmynd og þróun sem náði hingað upp um síðir eins og alltaf gerist.

Nú nú. þessu var mikið fagnað á Íslandi sem vonlegt var og segir Fitjaannáll svo frá veisluhöldum: ,,Síðan var þeim öllum (þ. e. fundarmönnum) haldin ypparleg veisla; stóð langt fram á nótt með trómetum, fíólum og bumbum og skotum af feldstykkjunum 3 í senn og þar til með skotum svarað af kóngsins skipi sem lá á Seylunni. Þá gengu rachettur og fýrverk af um nóttina."

Ypparleg þýðir framúrskarandi, fyrsta flokks.  Vertur var Herik Bjelke sem leit út eins og einhver gæji núna i þungarokkssveit:

200px-Henrik_Bjelke

 


mbl.is 350 ár frá Kópavogsfundinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. júlí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband