31.5.2012 | 18:58
þrír þingmenn vilja borga fjárlagahalla grikkja.
það bar helst til tíðinda á háttvirtu alþingi í dag að 3 þingmenn heimtuðu að fá að borga fjárlagahalla grikkja. Var þeim umsvifalaust góðfúslega veitt leyfi til þess. Málið dautt. þau Atlaliljur eru nú búin að borgafjárlagahalla grikkja.
Ekki fékkst samstundis uppgefið hvort grikkir myndu halda áfram með evru en ljóst er að vandræðum grikkja er reddað.
![]() |
Vilja gefa út stuðningsyfirlýsingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.5.2012 | 14:47
Eignir LÍ borga Icesaveskuldina léttilega.
,,Eignir gamla Landsbankans eru nú metnar á tæplega 1.450 milljarða króna, 122 milljörðum króna meira en forgangskröfur vegna Icesave. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV í dag."
http://visir.is/eignir-landsbankans-meiri-en-icesave-krofur/article/2012120539788
Um þetta voru svo einhverjir bandóðir vitleysingar að peppa upp heljarmikinn hálfvitaþjóðrembing misserum og árum saman. Ísland átti að verða Kúba Norðursins og eg veit ekki hvað og hvað ef farið væri eftir lágmarks siðferðis prinsipum og samið um að eignir dekkuðu þessa skuld. Verða þrælar í kolanámum í Uk etc. Alþingi átti að fara til London og stjórnarráðið til Amsterdam o.s.frv.
Ef þetta er ekki lýsandi fyrir innbyggjara - þá veit eg ekki hvað.
Vitur maður sagði eitthvað á þá leið: Innbyggjarar hérna vilja helst deila um aukaatriði en ef einhver vill ræða kjarna máls - þá setur alla hljóða. Og þetta var viturlega mælt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2012 | 09:52
Höfundur 26. greinar útskýrir tilurð hennar.
1968 í tilefni þáv. kosninga tók Morgunblaðið viðtal við Bjarna Benediktsson en í rauninn bjó hann til þessa blessuðu 26. grein. Hann útskýrir í stuttu máli afhverju hún var höfð svona sérkennileg. Ástæðan skýrist eingöngu af aðstæðum 1942-1944. Að í stuttu máli, þá þótti mörgu Sveinn Björnsson vera of ráðríkur í hlutverki Ríkisstjóra og ma. voru menn ósáttir við hvernig hann skipaði Utanþingsstjórn 1942. Men óttuðust að innlendur forseti gerðist of ráðríkur og færi að beita neitunarvaldi konungs frá fornum tíma. þarna kemur etv. inní að sumir álitu að Jónas frá Hriflu gæti orðið forseti (þó Bjarni nefni það nú ekki sérstaklega þarna). Að þessi háttur á greininni var hugsaður til bráðabirgða og til í raun að styrkja þingræðið og koma í veg fyrir að forseti færi að beita synjunarvaldi:
,,Ástæðan til þess var sú, að þegar verið var að semja frumvarpið að lýðveldisstjórnarskránni var utanþingsstjórn, sem meirihluti Alþingis undi mjög illa, þó að ekki væri hægt að ná samkomulagi um þingræðisstjórn. Með réttu eða röngu töldu margir þingmenn, þar á meðal ég, að þáverandi ríkisstjóri, hefði við skipun utanþingsstjórnarinnar farið öðru vísi að, en þingræðisreglur segja til um. Menn óttuðust þess vegna, að innlendur þjóðhöfðingi kynni að beita bókstaf stjórnarskrárinnar á annan veg, en konungur hafði ætíð gert frá því að landið fékk viðurkennt fullveldi 1918 - og þar með taka afstöðu með eða móti lagafrumvörpum alveg gagnstætt því, sem ætlazt er til í þingræðislandi, þar sem staðfesting þjóðhöfðingja á gerðum löggjafarþings er einungis formlegs eðlis. Menn vildu ekki eiga það á hættu, að forseti gæti hindrað löglega samþykkt Alþingis með því að synja henni staðfestingar, heldur tæki lagafrumvarp engu að síður gildi, en vald forseta yrði takmarkað við það eitt að geta þá komið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Þetta ákvæði skýrist þess vegna eingöngu af því tímabundna ástandi, sem hér ríkti á árunum 19421944 og hefur reynslan síðan bent til að þessi varúð þingsins hafi verið ástæðulaus. Ekki er kunnugt, að forseta hafi nokkru sinni komið til hugar að stofna til þess glundroða, sem af því mundi leiða, ef hann ætlaði að hindra Alþingi í löggjafarstarfi þess."
(Morgunblaðið 9.jún 1968 bls. 10)
![]() |
Forseti ekki Hrói höttur samfélagsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)