30.5.2012 | 22:31
Ólafur Ragnar: Forseti getur lagt fram frumvarp á Alþingi.
þetta upplýsti hann núna áðan. Forseti getur lagt fram frumvarp á alþingi, sagði hann. Svo fór hann að snakka um að það hefði ekki þýðingu nema meirihluti alþingis væri fylgjandi o.s.frv. og Sveinn Björnsson og bla bla.
Hvaða tal er þetta? Er þessi maður ekki búinn að vera forseti í 16 ár? Og þekkir hann ekki stjórnarskrána??
,,19. gr. Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum." (Stjórnarskrá Lýðveldisins)
Haha hann GETUR EKKI lagt fram frumvarp á Alþingi. Nott possible. Nema þá að Ráðherra og/eða Ríkisstjórn samþykktu það.
þetta gildir um öll mál stjórnskipunarlega þar sem forseta ber á góma í stjórnarskrá. Halló. Og í samræmi við 13. grein ,,Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt."
Undantekningin og það sem má deila um er 26.grein en þar er rétturinn, ef einhver er, ATHAFNALEYSI. Athafnaleysi. En ekki réttur til athafna.
Maður á ekki orð yfir hvert þessi umræða er komin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
30.5.2012 | 14:30
Röksemdir Íslands halda ekki í Skuldarmálinu fyrir EFTA Dómsstól
að mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. RUV upplýsti þetta:
,,Greinargerð framkvæmdastjórnar ESB er skriflegur málflutningur hennar í Icesave-málinu gegn Íslandi. Hún var lögð fram fyrir nokkrum dögum. Evrópusambandið krafðist fyrr á þessu ári meðalgöngu í málinu. Dómstóllinn samþykkti þá kröfu. Það er ESA, Eftirlitsstofnun EFTA sem rekur málið gegn íslenskum stjórnvöldum. Í greinargerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er í öllum meginatriðum tekið undir sjónarmið ESA varðandi Icesave málið, til dæmis um meinta mismunun stjórnvalda hér gagnvart erlendum eigendum innistæðna í íslensku bönkunum.
ESA hefur hafnað röksemdum íslenskra stjórnvalda um að óviðráðanlegar ástæður, það sem kallað er force majeur, hafi gert það ómögulegt að veita erlendum eigendum aðgang að innistæðum sínum hér á landi. Þeirri skoðun er framkvæmdastjórn ESB sammála."
http://www.ruv.is/frett/esb-gefur-litid-fyrir-roksemdir-islands
Eg hefði viljað kanna hvort ekki væri hægt að birta greinargerðina opinberlega og líka upplegg UK og Hollands. Eg hefði haldið að áhugamenn um lagalega aftöðu þessa máls sem heimtuðu að þetta færi fyrir dómsstóla myndu vilja sjá þessar greinargerðir. En nei! Þá vilja þeir það nú eigi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)