Steingrímur J. Sigfússon í heimsókn á Grænlandi.

Bændablsðið segir svo frá:

,,Um miðjan september síðastliðinn hélt Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra ásamt forsvarsmönnum Bændasamtaka Íslands í heimsókn til Grænlands, þar sem fundað var um samstarf þjóðanna í landbúnaðarmálum auk þess sem undirritaður var samningum milli þjóðanna um nýtingu grálúðustofnsins á hafsvæðinu milli landanna tveggja."

Með i för var Jóhannes bróðir hans en þess má geta að grænlenskir bændur eru mikið til menntaðir á Gunnarsstöðum.

,,Verknemar frá Bændaskólanum á Grænlandi hafa lengi sótt Ísland heim og á Gunnarsstöðum í Þistilfirði hafa þeir verið síðan 1985 hjá Jóhannesi bónda. Flestöll ár síðan hefur verið einn á ári, og því meira en tuttugu í heildina."

Á bls. 28-29 má sjá ítarlega frétt um efnið ásamt myndum. Mjög fræðandi:

http://bondi.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=6351


Leynilegar kosningar?

Eitt sérkennilegt við þróun kosninga almennt á Íslandi síðustu ár og misseri sem má greina með tilkomu blogga allrahanda og samfélagsmiðla á netinu.

Að þegar eg var ungur, þá var það þannig yfirleitt að fólk sagði mest lítið um hvað það ætlaði að kjósa í það og það skiptið. Algengt var að heyra sagt sem svo þegar fólk var spurt: Ja, þetta er leynileg kosning og það mun enginn vita hvað eg kýs. þetta leit fólk á sem rétt sinn og var ánægt með. þetta sneri sérstaklega að ókunnugu fólki. Lykilatriði. Leynileg kosning.

Nú ber svo við, að mikil tíska er að fólk upplýsi fyrir alþjóð hvað það ætlar að kjósa! Eins og í tilfelli kosninganna núna þar sem eru 6 spurningar - þá upplýsir fólk alveg hiklaust nákvæmlega hvað það ætlar að kjósa í hverju atriði.

Mér finnst þetta merkilegt. Sýnir, að mínu mati, einhverja grundvallarviðhorfsbreytingu varðandi kosningar og einstaklinga frá fyrri tímum.

Í hverju viðhorfsbreytingin í smáatriðum felst eða afhverju þessi breyting verður - það er svo flóknara að skýra.


Bloggfærslur 20. október 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband