23.9.2011 | 11:19
Rifjast upp stemmingin
Viss stemming sem þeir komu með sem erfitt er að lýsa náttúrulega. Passaði svo vel inní tíðarandann þarna uppúr 1980. Í raun tónlistarlega ekkert nýtt. Viss útfærsla og framsetning sem var aðalatriðið, að mínu mati. Svona þunglyndislegur frelsisandi. Fyrstu plöturnar bestar. Eftir að þeir urðu verulega frægir og komust að hjá stóru fyritækjunum var þetta ekki eins gegnumheilt, fyrir minn smekk.
![]() |
Hljómsveitin R.E.M. hætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2011 | 08:50
Tvennt við þetta að athuga
aðallega. Í fyrsta lagi liggur fyrir dómur í ECJ, mál Péturs Páls o.fl. gegn þýska ríkinu þar sem kemur alveg fram að ríki verða ábyrg fyrir lágmarkinu. Sem vonlegt er. Enda er það í línu við almenna skaðabótaábyrgð ríkja samkv. evrópulaga og regluverki.
Nú, í annan stað fjallar skuld Íslands um brot á Jafnræðisreglu Evrópulaga. Ísland mismunaði. Aðilar að innlendum útibúum banka fengu allt aðra meðferð en aðilar að erlendum útibúum. þ.e.a.s. varðandi Landsbankann. þegar af þeim sökum er Ísland brotlegt gagnvart EES samningum.
![]() |
Telur að Icesave-málinu verði vísað frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)