Færsluflokkur: Bloggar

Afhverju er ekki ræktað meira á Suðurlandi?

Þeir sem fara eftir suðurlands undirlendinu taka líklega eftir endalausu landflæmi, grónu að miklu leiti.  Það er nánast ekkert ræktað.  Helst að hross séu höfð þar á beit og lítið nema þýfi og órækt.

Ok. afhverju ekki ræktað?  Svarið í mjög stuttu máli er, - að þetta er ekkert sérlega gott ræktarland.  Næringarlítið og erfitt um vik.  Er eiginlega bara frekar slæmt ræktarland.

Nú hefur maður margoft heyrt að við hlýnun jarðar fælust mikil tækifæri í landbúnaði hér.

Það er rangt.  Sirka meðalhitun sem spáð er á Íslandi ef þróun heldur áfram og verið hefur, dugar ekkert til að gjörbreyta ræktunarskilyrðum svo neinu nemi.

Ja, nema menn séu að tala í gríðarlega löngum tíma þar sem breytingar yrðu hægt og bítandi og jarðvegur myndi taka breytingum eins og gerist við slíkar aðstæður.  Og þá erum við kannski að tala um mörg hundruð ár.

Maður tekur eftir að margir íslendingar eru alveg fullvissir um að hér sé bara hægt að rækta hvað sem er við hlýnun og pólitískir lýðskrumarar bulla líka þar um.

Það er óábyrgt af pólitíkusum að halda þessu að fólki og fullyrðingar um stórkostlega ræktunarmöguleika á Íslandi og landbúnaðarframleiðlu eru hreinlega rangar.  


Hvítasunnuboðskapur Forsætisráðherra: Þjóðin er geðveik.

,,Sífellt minnkandi traust í skoðanakönnunum þrátt fyrir góðan árangur í efnahagsmálum kann að skýrast að einhverju leyti á rofi milli raunveruleika og skynjunar, segir forsætisráðherra..."


Frábær list Buchel á tvíæringnum.

Allt stórkostlega vel gert.   Svo kemur þessi frábæra krúsídúlla í restina, - manni vantar orð til að dást að svona mönnum.  Snillingur.   Hugmyndalega frumlegur og orkuríkur sköpunarkraftur.  Útskýringar óþarfar.  Algerlega óaðfinnanlegt.  

 


Frekjukallafélag framsjalla með Alþingi í gíslingu.

Hrein hörmung.  Óskaplegt að horfa uppá þessa freku kalla með forseta alþingis eins og hund í bandi böðlast á þingi og þjóð.  Framkoma þessara framsjallísku kallfauska er reginhneyksli.  Ömurlegt.  

Hitt er svo önnur umræða, að það að meirihluti kjósenda láti plata sig til kjósa freka sjallakalla og varalitaða framsóknarfauska til einvalda, - það auðvitað dregur úr trúnni á íslenskum kjósendum eða stórum hluta íslenskra kjósenda.  Kjósa þetta yfir landið og lýðinn.  Alveg hroðalegt.


Spurningarnar sem lagðar eru fyrir EFTA í Skuldarmálinu.

,,1. Samrýmist það ákvæðum EES-samningsins, einkum 1. mgr. 7. gr. tilskipunar 94/19/EB um innstæðutryggingar og tryggingakerfi, þegar um kerfishrun er að ræða, að skuldbindingar fyrir fram fjármagnaðs innlánatryggingakerfis takmarkist við eignir þess á þeim tíma sem innstæður verða ótiltæk innlán í skilningi 3. mgr. 1. gr. tilskipunarinnar og eignirnar duga ekki til að bæta kröfu hvers innstæðueiganda að fjárhæð allt að 20.000 evrur?

2. Samrýmist það tilskipun 94/19/EB að í kjölfar kerfishruns setji samningsríki lög eða stjórnvaldsfyrirmæli sem heimili fyrir fram fjármögnuðu innlánakerfi að setja á stofn nýja deild eða reikning þar sem safnað sé iðgjöldum og ákveða að þau iðgjöld skuli renna í nýju deildina eða reikninginn í því skyni að byggja upp sjóð sem eingöngu sé ætlað að mæta mögulegum framtíðaráföllum og standi ekki til greiðslu eldri skuldbindinga?

3. Samrýmist það 11. gr. tilskipunar 94/19/EB að innlánatryggingakerfi samningsríkis fái frekari réttindi samkvæmt landsrétti en þann að við greiðslu úr sjóðnum yfirtaki það kröfu kröfuhafa á hendur hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki eða þrotabúi sem svari til fjárhæðarinnar sem greidd er."

Þetta eru allt athyglisverðar spurningar þó nr.1 sé kannski merkilegust.


Það sem málsóknin byggir á núna er í raun bein afleiðing af síðasta dómi í skuldamáli landsins.

159. The payment obligation thus lies with the deposit-guarantee fund, and the guarantee funds are to be financed entirely by the credit institutions.

Jú jú, almennt þykir síðasti dómur furðulegur og að mörgu leiti með veikum rökstuðningi og stundum beinlínis fáránlegum.  Um það eru menn almennt sammála.  En það breytir því ekki að engu líka er enn dómurinn vísi á TIF og í framhaldi fjármálastofnanir almennt.

Nú, það sem þykir sérstaklega aðfinnsluvert í síðasta dómi er, að hann hundsar meginefni og inntak dírektífis um lágmarks neytendavernd, lágmarkstryggingu á innstæðum.

Það er í raun alveg eðlilegt og fyrirsjánlegt (kom reyndar strax fram í Hollandi) að FSCS og DBN myndu láta reyna á þetta atriði.  Allar mótbárur eða gagnrök þýða þá, - að í raun hafi ekki verið nein lágmarks neytendavernd.


mbl.is Icesave-málið lifir enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varoufakis er að verða áhrifalaus í Grikklandi.

Framganga hans hefur ollið vonbrigðum hjá flestum og digurmæli hans þykja hafa verið óskaplega tilgangslaus.  Í því tilfelli sem frétt talar um, þá notaði hann svona trikk, sem hann gerir gjarnan, þ.e. hann segir bæði eða hvorugt.  Segist óska þess að Grikkland hefði drökmu en segir svo að hann vilji alls ekki, alls ekki, kasta Evrunni.  Þetta er svona dæmigert gaspur, innihaldslaust, sem hann er orðinn frægur fyrir að endemum.  Enda búið að blokkera hann frá samningaviðræðum um skuldamálin og kæmi lítið á óvart þó hann yrði látinn víkja sem ráðherra bráðlega.


mbl.is Betur borgið utan evrusvæðisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostuleg tilsvör forsætisráðherra í fyrirspurnartíma. Allt misskilningur á misskilning ofan.

K. Jak. var að spurja um fyrirætlanir framsjalla um breytingar á skattakerfinu:

Fyrra svar forsætisráðherra: ,,Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að fá tækifæri til að fara aðeins yfir þetta mál því að það virðist vera einhver misskilningur á ferðinni hvað það varðar."

K.Jak: ,,Herra forseti. Ég er ekki viss um að ég skilji alveg svar hæstv. forsætisráðherra, ég verð að viðurkenna það, ég veit þó að hann byrjaði á að segja að þetta væri allt saman misskilningur. Ég hef heyrt það áður frá hæstv. forsætisráðherra að allt sé þetta misskilningur."

Seinna svar forsætisráðherra: ,,Virðulegur forseti. Þessi misskilningur virðist vera þrautseigur þótt ég hafi reynt að leiðrétta hann."


Ætli einhverjir ísfirðingar kannist við þessa frétt frá 1921?

,,Svertingi fæddist nýlega í Reykjavík og þykir nýlunda sem von er. Móðirin er ísfirzk en faðirinn blámaður, sem var kolamokari á skipi, er hér kom við land fyrir nokkru og hafði skamma dvöl.  Barninu er talið bregða mjög í föðurætt og er sagt að ísfirðingar séu mjög upp með sér af þessum borgara."

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=202705&pageId=2639627&lang=is&q=%ED%20Svertingi%20f%E6ddist


Landið er stjórnlaust.

Svokallaðir ráðamenn tala bara út og suður og sérhagsmunaklíkur fara sínu fram og sölsa til sín eftir behag með hjálp framsjalla.  Engin heildarstjórn er á ríkinu.  Verkstjórn engin en ofur-sterkir sérhagsmunahópar hafa öll ráð í sinni hendi.  Þetta er rosalegt.  Gæti liðið að þeim tíma er Ísland missir sjálfstæði.  Það tekur enginn mark á stjórnlausu landi sem vonlegt er.


mbl.is Frumvarpið ekki verið dregið til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband