12.10.2013 | 18:30
Sjóránið á Íslandi 1627.
Mikið hefur verið fjallað um sjóránið fyrir austan og sunnan á Íslandi 1627 og það yfirleitt kallað Tyrkjaránið. Í raun voru fæstir sjóránsmanna tyrkir heldur var um aðila héðan og þaðan að ræða og ræningjarnir voru, má segja, svona einkaframtaks ræningjar.
En uppgangur í sjóránum var talsverður á þessum tíma og stofnuðu sjóræningjar m.a. nokkurskonar sjálfstæð ríki í Norður-Afríku. Það landsvæði var almennt kallað í Evrópu á þeim tíma ,,Barbary coast" og dró nafnið af Berbum. Þessvegna var talað á Íslandi um ræningja/heiðingja úr Barbaríinu.
Á þessum tíma er sjóránið átti sér stað er talað um að flug eða uppgangur sjálfstæðu ræningjana hafi verið hvað mestur og þeir sóttu talsvert langt í sínum ránum m.a. alla leið til Íslands. Í Færeyjum var svo rán í Hvalba 1629 sem hljómar nokkuð svipað og ránin hér. Einnig voru rán á Írlandi.
Í þessari iðju sinni gerðu ræningjarnir gjarnan bandalög eða samkomulag við Evrópsk ríki sitt á hvað eftir því sem hentaði hverju sinni.
Einkaframtakssjórnæninginn Murat Reis eða hinn hollenski Jan Janszoon van Haarlem sem var um tíma forseti Lýðveldisins í Salé, fór að leiðast stúss við opinberar athafnir og sneri sér aftur að sjóránum og sótti þá ákaft mjög norður og vestur á bóginn.
En að öðru leiti var athafnasvæði sjórána frá Afríku fyrst og fremst Miðjarðarhafið og S-V Evrópa ss Portúgal og oft einbeittu þeir sér að því að ræna skipum. Janszoon náði völdum í 5 ár á Lundy í Bristol Channel við Vesturströnd Englands og þar var kjörstaða til að herja frá.
Samt sem áður er ekki öruggt að Murat Reis hafi verið höfuðpaurinn í ránunum í Vestmannaeyjum og Austfjörðum. En sennilega var hann hér fyrr um sumarið við sjórán í Grindavík og leiða má því líkur að því að hin skipin hafi verið á vegum hans.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2013 | 12:03
Það er ótrúlegt að Hægriflokkarnir hafi komist til valda á þann hátt að þeir ætluðu að láta alla fá feitan tjékka og í framhaldi láta skuldir gufa upp.
Þetta er alveg ótrúlegt. Og ótrúlegheitin eru tvíþætt. 1. Að til skuli vera svo ábyrgðarlaust fólk sem framsjallar að lofa slíku í kosningabaráttu og gera að meginmáli og í raun eina máli í aðdraganda kosninga. 2. Að svo margir kjósenda hafi keypt slíkan málflutning.
Í stóra samhenginu er þetta mikill váboði fyrir Ísland og innbyggja, að mínu mati. Vegna þess einfaldlega, að þetta almennt séð elur á og kyndir undir ábyrgðarleysi og fyrirhyggjuleysi. Þetta eru vond skilaboð inní samfélag.
Svo er mikil tíska núna að tala um að ,,þjóðin sé ung" og framtíðin þ.a.l. björt o.s.frv. Hafa ber í huga að unga fólkið elst um við þessa ábyrgarleysis- og fyrirhyggjuleysisumræðu. Unga fólkið er að alast upp við að allt sé barasta ekkert mál og einhverjir pólitískir loddarar geti látið skuldir gufa upp og/eða að útlendingar borgi.
Maður getur ekki annað en staðið í forundran gagnvart ábyrgðarleysi og fyrirhyggjuleysi Framsjalla. Hegðan þeirra er óhugnaleg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.10.2013 | 17:27
Framsjallaelítan er að stefna landinu í stórvoða.
Það er ljóst samkvæmt fréttum er berast erlendis frá (því svokallaðir ,,fjölmiðlar" hér eru gagnslausir nema sem própagandarör viðkomandi eigenda - sem er framsjallaelítan.) að núverandi kálfastjórnvöld skaða landið og valda innbyggjum tjóni á allan hátt. Ástæðan er vit- og ráðleysi elítustjórnarinnar og ennfremur hve stórtækir þeir eru við að moka feitu bitunum úr þjóðarkjötkatli uppá sinn framsjalladisk.
Jú jú, að þeir sjallarnir eru náttúrulega sælir af feitubitamokstrinum - en það er alveg hulin rágáta afhverju allur sjallaflokkur fæst til að styðja framsóknarflokkinn í sínu rugltali og óraunsæisbulli. Það er hulin ráðgáta. Allur flokkurinn. Að það heyrist hvergi múkk úr sjallaflokki þegar verið er að stefna landi og lýð í voða - það er ekkert nema ótrúlegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2013 | 10:23
Sturla Þórðarson og Örlygsstaðabardagi.
Að sem kunnugt er þá var og er Sturla Þórðar einn merkasti rithöfundur Íslands þó óljóst sé hve mikið hann nákvæmlega skráði. Sturla var viðstaddur marga atburði á 13.öld svo sem Örlygsstaðabardaga.
Oft hefur verið sagt eða dregin sú ályktun að lýsing hans á atburðum sé sennilegri vegna þess að vitað er hann var sjálfur viðstaddur. Um það er bara erfitt að fullyrða, að mínu mati. Sem dæmi er lýsing hans á framgangi og háttalagi frænda síns Sturlu Sighvatssonar í bardaganum hin ólíklegasta, finnst mér.
Í stuttu máli er líkt og Sturla Þórðar vilji helst koma á framfæri að Sturla Sighvats hafi skynjað að tími hans væri búinn og hann hafi gætt að því að sinna guði sínum o.s.frv.
Þeir eru þarna Sturlungar og bíða eftir Gissuri og Sunnanmönnum - en það er eins og ekki sé nokkurt skipulag á einu eða neinu varðandi varnir. Tekið er fram að Sturlu Sighvats dreymir vondan draum og vaknar sveittur. Um morguninn fyrir bardagann fer hann svo alls ekkert að sinna hernaðarlega þættinum - heldur fer hann í kirkju að syngja sálma.
Þegar svo útí bardagann kemur, þá er hann með gamalt spjót sem nefnt er Grásíða - og það bognar alltaf og hann verður sí og æ að bregða því undir fætur sér til að rétta það.
Að mörgu leiti er frásögn Sturlu þórðar af Örlygsstaðabardaga hin ævintýranlegasta og með ólíkindablæ - þó vissulega sé sumt mjög raunsætt og ýmsar lýsingar trúverðugar.
Sennilegast verður að taka frásagnir af atburðum á 13. öld, jafnt hjá Sturlu sem öðrum, með mikilum fyrirvara - rétt eins og sjálfar íslendingasögurnar sem áttu að hafa gerst mun fyrr í tíma.
![]() |
Tröllasögur björguðu Sturlu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2013 | 18:23
Eitthvað að frétta af feita tjékka þeirra framsóknarmanna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2013 | 13:27
Færeyingar ætla að kæra ESB til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO)
,,Løgmaður hevur biðið fíggjarnevndina um pening til kærumálið Landsstýrið fer at kæra handilsstongsulin hjá ES til WTO, heimshandilsfelagsskapin.
Tað sigur Kaj Leo Holm Johannesen, løgmaður, sum í dag hevur biðið fíggjarnevndina hjá løgtinginum um pengar burtur av teimum sjey milliónunum, sum eru játtaðar til altjóða gerðarrættin um boykottið hjá ES.
Føroyar eru ikki limur í WTO, og noyðast tí at fáa fulltrú frá Danmark. Tað er eingin trupulleiki, sigur løgmaður."
http://kvf.fo/netvarp/uv/2013/10/10/landsstri-krir-es-til-wto
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2013 | 10:48
Framsjallar og kjánaþjóðrembingar eru búnir að stórskaða hagsmuni landsins.
![]() |
Skapar þrýsting á krónuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2013 | 23:44
Sjallahræsnarar.
Sjallavefurinn andríki auglýsir í dag eftir þingmönnum sem hafi vakið hjá fólki tálvonir með blaðri um svokölluð lyklalög. Þeir sjallar á andríki vilja að ,,fjölmiðlar" birti lista yfir þingmenn sem vöktu nefndar tálvonir. http://andriki.is/post/63500371642
Nú, þeir sjallar þurfa eigi að leita langt yfir skammt. Þeir geta listað upp sjallahræsnarana vini sína td. hér í innilegu hjali þeirra sjalla við Lilju Mós:
,,Guðlaugur þór þórðarson (S) Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir framsöguræðuna og að leggja þetta mál fram. Mér líst vel á þetta mál og held að það sé afskaplega mikilvægt að við vinnum úr því hratt og vel. Það er margt sem mælir með þessu. Fyrst og fremst tel ég að stærsti kosturinn sé einfaldlega sá að þetta styrki stöðu lántakenda gagnvart lánastofnunum og ég held að það sé afskaplega mikilvægt, sérstaklega á þessum tímapunkti. Menn hafa bent á gallana sem felast í því að erfiðara verði að fjármagna íbúðarkaup, þ.e. að þeir sem lána til íbúðarkaupa muni ekki vilja lána jafnhátt hlutfall og verið hefur. Það er mín skoðun að það sé ekki bara galli. Ég tel að vísu að við þurfum að endurskoða það fyrirkomulag sem við höfum til að aðstoða fólk við húsnæðiskaup og ég ætla mér að flytja hér mál byggt á eldgömlum hugmyndum frá því að ég var formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og ég og Magnús Árni Skúlason hagfræðingur bjuggum til nokkuð sem hét húsnæðisstefna unga fólksins. Sú stefna gekk einfaldlega út á það að hjálpa fólki við að eignast í staðinn fyrir að hjálpa fólki við að skulda. Allt það fyrirkomulag sem við erum með núna, sem hefur svo sannarlega reynst illa þegar á heildina er litið, hefur gengið út á að hvetja fólk til skuldsetningar með mjög háu lánshlutfalli og sömuleiðis með vaxtabótum. Það snýr að framtíðinni. Þetta mál snýr að mínu áliti að nútíðinni, það snýr að því að styrkja stöðu lántakenda gagnvart fjármálastofnunum. Ég fagna því að þetta frumvarp er komið fram."
http://www.althingi.is/altext/raeda/140/rad20120301T153542.html
Þvílíkt andskotans hræsnaraskítapakk sem þessir sjalla vesalings aumingjar geta verið.
Bloggar | Breytt 10.10.2013 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2013 | 19:10
Allstaðar hlegið að framsjallabálfunum erlendis.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.10.2013 | 14:45
Hvernig ætli kjósendum framsjalla líði með það að vera hafðir að fíflum á stórkostlegan mælikvarða?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)