21.10.2013 | 12:57
Styrkleikar Arons Jóhannssonar koma vel fram í þessum leik. (Myndband)
Hollenski boltinn er að vísu mikill sóknarbolti og manni finnst stundum varnarleikurinn og varnarkerfin vera svona og svona. Það er mikið um opið spil, liðin komast í færi sitt á hvað o.s.frv. Uppleggið virðist vera að skora einfaldlega meira en andstæðingurinn frekar en beita strategískri varnartækni o.þ.h.
Í þessum leik koma styrkleikar Arons Jóhannssonar samt vel í ljós, að mínu mati. Í öllum mörkunum þremur er hann í aðalhlutverki og hann á a.m.k tvö mjög góð marktækifæri í viðbót. Hann fær nú gula spjaldið þarna í eitt skipti. Dómarinn mat það svo að hann hefði tekið boltann með hendi.
Staðsetningar mannsinns eru til fyrirmyndar. Hlaupin oft svo vel tímasett. Og öryggið og útsjónarsemin í úrvinnslunni er umtalsverð. Að vísu, eins og áður er nefnt, má setja spurningarmerki við varnarleik andstæðinganna. Þeir eru einkennilega langt frá sóknarmönnum og sérlega áberandi í öðru marki AZ.
![]() |
Aron skoraði tvö og lagði upp eitt í sigri AZ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2013 | 23:24
Sjallar í sjokki.
Mikið uppnám er nú meðal Sjallamanna eftir að tvær skoðanakannanir um fylgi flokka birtust í dag. Fylgi Sjalla á landsvísu er í sögulegum lægðum og í sjálfri Höfuðborginni virðist það við það að fara niður úr gólfinu í sögulegu samhengi.
Er dáldið athyglisvert.
Sjallar virðast alveg hafa tekið kolranga stefnu í öllum málum. Þeir hafa leyft tepokaskríl að vaða uppi með öfga hægristefnu og málflutningurinn sem mest er áberandi frá þeim eftir því. Framkvæmdir þeirra og áherslur dæma sig sjálfar. Með sama áframhaldi verður Sjallaflokkur lítið forpokað horn einhversstaðar sem fáir vilja vita af.
Og það er bara hið besta mál náttúrulega. En greina má, almennt séð, að Sjallar eru í sjokki yfir þessu og vita vart sitt rjúkandi ráð.
Um Framsóknarmannaflokk þarf eigi að hafa mörg orð. Plebbaflokkur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2013 | 14:53
Framsóknarplebbar.
Sennilegast sækja plebbar allrahanda meir að Framsóknarflokknum en gerist og gengur með stjórnmálaflokka. Það er ekki einleikið að nefndur flokkur geti fengið atkvæði um 1/4 kjósenda útá feitan tjékka sem átti að koma af himnum ofan - og þá átti feiti tjékkinn að koma af himnum ofan aðallega vegna þess að forráðamenn framsóknarflokksinns væri svo frábærlega stórkostulegir. Eigi einleikið.
Nú, að öðru leiti verður að segjast með hliðsjón af síðustu atburðum í pólitíkinni, að þögn framsóknarmanna undanfarin dægur er grunsamleg. Lognið á undan storminum?
Það má búast við svakalegu PR stönti sennilega strax á morgun eða allavega einhverntíman í næstu viku. Stay tuned.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.10.2013 | 21:16
Ljóshærða barnið og Róma fólkið.
Eins og kemur fram í frétt á link, þá neita lögmenn fólksins sem barnið var hjá öllum ásökunum um mannrán. Það að vísu er ekki að koma fram í dag. Neitun lögmanna kom fram strax í gær. Það er líka eitt í þessu, að þó að barnið sé hvítt og ljóshært - það þýðir ekki að það þurfi endilega að vera frá Norður-Evrópu eða Austur-Evrópu. Ekkert endilega. Það gæti jafnvel verið af Róma fólki. Þeir geta stundum verið hvítir og ljóshærðir. Annars segir stúlka sem segist vera uppeldissystir ljóshærða barnsins Maríu, að móði hennar hafi verið Búlgörsk og hún hafi skilið barnið eftir hjá Róma fólki vegna þess að hún gat ekki séð fyrir því:
![]() |
Það var ekkert mannrán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 20.10.2013 kl. 03:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.10.2013 | 16:04
Ríkissjórn í ruglinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2013 | 23:19
Furðulegar kröfur færeyinga í makrílnum.
Það virðist sem stjórnmál í Færeyjum séu að verða eitthvað svona og svona sem víðar. Undanfarna mánuði hafa verið látlausar deilur um einhver jarðgöngin sem eyjaskeggjar ætla að fara að bora. Deilurnar eru þess eðlis að erfitt er að átta sig á öllum öngum þess máls. Pólitíkin varðandi sameiginlega stofna sjávar er óskiljanleg. Og í raun er sérkennilegt að heyra ekki mótmæli frá íslenskum stjórnvöldum varðandi stórtækar síldveiðar færeyinga. Þar ganga þeir freklega gegn hagsmunum Íslands. Í makrílnum hafa þeir upp miklar kröfur og stórar.
Að vísu er að einu leiti málflutningur þeirra færeyinga skýrari og skarpari en hér uppi og orsakast það aðallega af því að fjölmiðlar í Færeyjum eru hreinlega betri en þessir svokölluðu fjölmiðlar framsjalla hér.
Í Færeyjum er alltaf gerð grein fyrir hvort talað sé um gagnkvæmn aðgang að landhelgi eða hvort verið sé að tala um veiðar í eigin landhelgi. Færeyingar vilja 15% kvóta og aðgang að ESB landhelgi en 23% ella. Þetta eru stórtækar kröfur.
Varðandi Ísland, þá væri mun hentugra ef talað væri um gagnkvæman aðgang að landhelgi og ef samið yrði til lengri tíma. Vegna þess einfaldlega að þá hefðu menn alltaf kvótann sama hvað. Það væri óskynsamlegt að veðja öllu á einn hest. Þann hest að makríll muni ganga áfram hér inn svo einhverju nemi. Þetta atriði er ekkert skýrt út fyrir íslendingum af svokölluðum fjölmiðlum hér.
http://kvf.fo/netvarp/sv/2013/10/17/dagur-vika
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2013 | 17:18
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, er í 10 daga fríi í Karabíska hafinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.10.2013 | 10:51
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, er farinn í frí með fjölskylduna á óþekktan stað, líklega suðrænan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2013 | 23:01
Hver er ,,Eyjólfur bóndi" í kvæði Megasar?
Það er magnaður kveðskapur hjá Megasi í kvæðinu um ástir og örlög Eyjólfs bónda. Kvæðir er vissulega súrrealískt og má greina áhrif frá Dylan en samt sem áður er þar líka fylgt íslenskri hefð aldagamalli. Minnir að sumu leiti dáldið á rímur eða menn sem kváðu rímur fólki til skemtunar fyrr á öldum.
Að mínu mati er Eyjólfur bóndi Ísland eða íslenska þjóðin svokkallaða. Þetta er alveg snilldarlega kveðið og framsetningin frábær. M.a. dregur skáldið fram þann eiginleika eða tendens í þjóðinni að stökkva alltaf á einhverja draumóra og órausæi í eftirfarandi erindum þar sem Eyjólfur sleppir því að sinna sækúnni í hafinu og fer að eltast við einhyrning sem hann sér upp í fjalli - með þeim afleiðingum að hann tapar hvorutveggja:
,,Fágæt skepnan skimar líkt og dreymin
skásettum augum í kringum sig kankvíslega.
Bóndi hyggst grípa í fax en finnur ekki.
Fákur er horfinn á veg allra vega."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2013 | 15:38
Færeyingar: Gleymið þessu ESB! Við viljum 23%!!
Það eru aldeilis lætin í þeim færeyingum þessi misserin eftir að LÍÚ og íslendingar fóru að espa upp í þeim viteysuna. Þeir færeyingar eru nú þegar í stórvandræðum vegna framferðisins í síldinni og hafa tapað um 1/5 af aflaverðmæti sölusíldar með fíflagangi.
Nú segja þeir að ekki komi til greina að fallast á 12% í makríl. Nei nei 23% segja þeir.
,,ES kann gloyma alt um at bjóða føroyingum 12 prosent av makrelinum næstu fimm árini. Føroyar eiga 23 prosent..."
http://kvf.fo/greinar/2013/10/17/makrelurin-12-prosent-til-foroysk-skip-er-alt-ov-litid
Það er að visu eitt atriði sem færeyskir fjölmiðlar taka strax fram og undirstrika. (Sem sýnir vel hve færeyskir fjölmiðlar eru í raun miklu betri en íslenskir).
Færeyingar darga strax fram aðalatriðið. Hvort verið sé að tala um rétt til veiða utan landhelgi viðkomandi landa. Færeyingar segja að 12% boðið eigi ekki við um rétt til til veiða í ESB sjó.
![]() |
Tillagan óásættanleg að mati Íra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)