4.11.2014 | 15:04
Eru tómir vitleysingar í ríkisstjórninni?
Það verður að segjast eins og er að viðbrögð ráðamanna við mótmælunum í gær eru afskaplega sérkennileg. Það er engu líkara en ráðamenn séu bæði veruleikafirrtir og vitlausir.
Það er eins og þeir hafi orðið alveg steinhissa yfir að þjóðin er brjáluð vegna óheiðarleika og lygi framsjalla. Samt hef eg margsagt mönnum þetta hér. Það er allir brjálaðir útí ykkur, hef eg sagt.
Jú jú, hugsanlega hef eg dregið heldur úr lýsingunum á reiði þjóðar útí framsjalla frekar en hitt. Eg tek þá sök á mig. Að hafa farið of mildum höndum um framsjallaóbermin.
Skynsamlegast væri fyrir stjórnvöld að segja af sér áður en eitthvað verra hlíst af.
Eg er td. hræddur við ef framsóknarmenn fara að ausa um 100 milljörðum úr ríkiskassanum til vel stæðra einstaklinga undir verkstjórn Brynjars og þeirra sjalla. Það gæti barasta framkallað byltingu.
Þessvegna vil eg biðja framsjalla fallega: Segið af ykkur og boðið til kosninga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.11.2014 | 18:50
Eg sé ekki aðra leið en send verði bænaskrá til Norðurlanda um að þau reki Heilbrigðiskerfið hérna og jafnvel Menntakerfið líka.
Eitthvert skatthlutfall mundi þá renna til þeirra í staðinn.
Það er alveg útséð með það að framsjallar geti eða vilji halda úti Heilbrigðis- og Menntakerfi fyrir almenning hérna.
Það þarf að moka svo mikið undir elíturassa og ofur-ríka að ekkert er afgangs fyrir þjóðina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2014 | 22:52
Guðmundur byrjar vel sem landsliðsþjálfari dana í handbolta.
Tveir sigrar í undankeppni Evrópumóts. Fyrst öruggur sigur á Litháen og í kvöld sterkur útisigur á Bosníu 23:25.
Þeir danir fylgjast grannt með framvindu mála, eðli máls samkvæmt. Talið er í Danmörku að ákveðin grunnbreyting fylgi Guðmundi frá fyrrverandi þjálfara sem var dani og hafði verið lengi.
Fyrrverandi þjálfari lagði aðal áhersluna á spil eigin liðs og það átti að duga. Þ.e. ef danir léku sinn leik og einbeittu sér að því - þá kæmi árangurinn af sjálfu sér, má segja.
Guðmundur hinsvegar er mun fræðilegri í nálgun á leikina. Nálgunin er flóknari, má segja. Reynir að lesa plan andstæðingana með því að skoða video, finna veika hlekki, og aðlaga leik sinna manna að mótherjunum hverju sinni o.s.frv.
Jafnframt er varnarleikurinn öðruvísi. Fyrrverandi landsliðsþjálfari lét oftast leika flata 6:0 vörn en Guðmundur er með allskyns útfærslur þar sem varnarmenn koma út á móti andstæðingnum og getur sú varnarstrategía orðið mjög fræðileg.
Það er greinilegt að Guðmundur hefur mikinn metnað með danska liðið.
Danska liðið er skipað gríðarlega sterkum einstaklingum þó vissulega séu líka veikir punktar og er stundum nefnt leikstjórnendahlutverkið. Velta sumir fyrir sér hvernig Guðmundur muni leysa það til lengri tíma en Danmörk er á leiðini á HM eftir áramót.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2014 | 11:37
Því minna sem ríkisstjórnin gerir varðandi afnám hafta - því bjartsýnni verður Bjarni!
Eg verð að segja fyrir minn hatt, að þetta er orðið þreytt.
Margt bendir til að ríkisstjórnin sé að falli komin. Hver skandallinn á fætur öðrum og ráða- og vitleysið algjört.
Hvar sem sést til ráðamanna leynir pirringurinn og taugaveiklunin sér ekki.
Þeir framsjallar ættu nú þegar, strax eftir helgi, að skila umboðinu áður en enn verra leiðir af þeim en nú er raunin.
Það gengur ekki að hanga bara á valdataumunum bara vegna þess að framsóknarmönnum og sjöllum finnist svo gaman að níðast og böðlast á sinni eigin þjóð og seilast í vasa hinna verr stæðu og moka undir elítuna.
Segið af ykkur! Strax!!
![]() |
Bjartsýnn um afnám gjaldeyrishafta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2014 | 22:08
Laun á dönskum skyndibitastað 2400 á tímann. Bandaríkjamenn forviða.
Þetta er sennilega hærra kaup en læknar fá hér í framsjallafásinni og undir ofríki framsjallaelítu, SFS og ofur-ríkra. 2400 kall á tímann. 8 tíma vinna á dag að sjálfsögðu uppá danska lagið. Það er ekki að spurja að dönsku velferðinni. Svona væri þetta líka hér ef Ísland væri enn aðili að Danmörku.
,,COPENHAGEN On a recent afternoon, Hampus Elofsson ended his 40-hour workweek at a Burger King and prepared for a movie and beer with friends. He had paid his rent and all his bills, stashed away some savings, yet still had money for nights out.
That is because he earns the equivalent of $20 an hour the base wage for fast-food workers throughout Denmark and two and a half times what many fast-food workers earn in the United States.
,,You can make a decent living here working in fast food," said Mr. Elofsson, 24. ,,You dont have to struggle to get by."
http://www.nytimes.com/2014/10/28/business/international/living-wages-served-in-denmark-fast-food-restaurants.html?_r=1#
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2014 | 12:26
Hefur eitthvað frést af framsóknarmönnum?
Þeir virðast gjörsamlega horfnir þeir framsóknarmenn.
Ýmislegt bendir til að ríkisstjórnin sé alveg við það að springa.
Framsóknarmenn með allt á hælunum. Búnir að bulla og þvaðra svo mikið.
Sjallaflokkur er náttúrulega bara eins og hann er og hefur alltaf verið meira og minna. Hagsmunasamtök elítu og ofur-auðmanna ásamt efsta lags samfélags. Það breytist ekkert.
Það vita allir sem vilja vita að sjalla eru óvinir almennings og þjóðar og tilgangur þeirra politískt er að böðlast á almenningi, seilast í vasa hans, og moka síðan undir elíturassa.
Framsóknarmannaflokkur hefur hinsvegar fært sig yfir á þjóðernislegt popúlískt lýðskrum og bullaði allt of mikið síðustu ár. Þeir eru búnir að vera. Horfnir. Skammast sín og þora ekki að láta þjóðina sjá framan í sig. Sem vonlegt er.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.10.2014 | 00:37
Þetta hlýtur maðurinn samt að hafa gert viljandi.
Maðurinn hleypur bókstaflega inní Cameron þegar hann gæti auðveldlega sveigt framhjá honum. Cameron stoppar en hlauparinn keyrir bókstaflega inní hann eða hleypur uppí fangið á honum.
Þetta hlýtur að hafa verið gert viljandi. Hver tilgangurinn með því gæti verið skal eg ekki meta.
Hitt er svo önnur umræða, að öryggisgæslan bregst þarna gjörsamlega. Verðirnir horfa eitthvað útí loftið og ekkert skipulag. Eftir atvikið er Cameron barasta skilinn einn eftir en verðirnir eru að gera - ja, eg veit ekki hvað þeir fara að gera eftir atvikið. Ekki að gæta Camerons svo mikið er víst.
Hlýtur að flokkast sem öryggisgæsluhneyksli.
![]() |
Hljóp á forsætisráðherrann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2014 | 15:18
LÍÚ sameinað SF og úr verður skrímslið SFS sem mun hefjast handa við að berja á þjóðinni með aðstoð framsjalla og þjóðbelginga.
,,Jens Garðar Helgason hefur tilkynnt að hann muni bjóða sig fram til formanns á sameiginlegum aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka fiskivinnslustöðva sem haldinn verður á Hilton Nordica föstudaginn 31. október næstkomandi."
http://www.liu.is/forsida/
Það á ekki af þjóðinni að ganga.
Lengi getur vont versnað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2014 | 00:47
Þetta varð í raun ljóst fljótlega eftir atburðinn.
Og ég fjallaði um hér:
http://heimskringla.blog.is/blog/heimskringla/entry/1481929/
Samt var öll meginumfjöllun stærri fjölmiðla á þann veg að augljóst væri að um alþjóðlegan terrorisma væri að ræða og þá tenging við ISIS.
Allt virðist benda til þess sem kallað hefur verið oftast harmleikur.
Það sama gilti um atburðinn þegar keyrt var á kanadíska hermenn stuttu áður. Einstaklingurinn þar var líka veill andlega.
Síðan þetta gerðist hefur verið fjallað um efnið á þennan hátt á stöku miðlum eða síðum á netinu og hve oft sé skautað framhjá því sem mestu skiptir í meginfjölmiðlum eða aukaatriði gert að aðalatriði og öfugt.
Hitt er svo allt önnur umræða afhverju það virðist færast í aukana að andlega veikir og/eða þeir sem hafa lifað lengi í einskonar tómarúmi og hafa nokkurskonar tómhygguviðhorf fari að beita ofbeldi á svo brútal og tilgangslausan hátt.
Um ástæður þess má deila og sumir vilja meina að slíkt hafi ekkert færst í aukana heldur hafi það alltaf verið svoleiðis en tilviljanir ráði því hvað fái umfjöllun og í hvaða samhengi slíkt sé sett.
Ekkert einfalt mál og taka ber fram að alls ekki, alls ekki, er verið að segja að andlega veikir eða þeir sem hafa lifað í samfélagslegu tómarúmi séu líklegri en aðrir til að beita ofbeldi. Ofbeldið kann að koma öðruvísi fram og vera meira áberandi eða vekja meiri athygli vegna samhengisins sem það er í og tilgangsleysisins.
![]() |
Átti við andleg veikindi að stríða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2014 | 16:25
Byssuppinn bullandi, framsjallinn ruglandi allt um kring.
Þetta er nú að verða meira grínið hérna - eða harmleikurinn.
Hvað á þetta eiginlega að þýða? Eru framsjallar orðnir endanlega spinnegal í hoveded eða?
Þvílík uppákoma á einhverju þingi á dögunum. Innanríkisráðherra (mínus) hágrenjandi og ruglandi, Byssuppinn bullandi, stjórnsýslan orðin stjórnleysissýslan og fávitinn kjósandi!?
Þvílíkt og annað eins.
Nú gengur þetta ekki lengur. Burtu með þessa helv. elítu- og auðmannastjórn! Burtu með ykkur! Og fariði bara einhvern andskotann og látið ekki nokkurn mann sjá ykkur - lengi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)