5.12.2014 | 00:09
Heiðar ekki svaraverður.
Sí algengara er að sjá þau viðbrögð við sumum sjöllum - að menn nenna barasta ekki að svara þeim. Segja bara: Eigi svaravert. End of story.
Í þessu tilfelli er vissulega í bígerð að svara manninum ef hann skrifar þá formlegt bréf - en viðbrögðin eru ígildi eftirfarandi: Þú ert ekki svaraverður.
Eg mundi hafa áhyggjur af þessu í sjalla sporum.
Æ algengara að fólk nenni ekki að eyða tíma í að svara þeim.
Sjallar verða að læra að vanda málflutning sinn miklu betur. Þeir hafa verið svo óábyrgir undanfarin misseri og ár í málflutningi og umræðu allri, að það er bókstaflega eyðandi og stórskemmandi fyrir landið og lýðinn - að maður minnist ekki á allan skaðakostnaðinn sem af þeim hlýst.
![]() |
Segist ekki skilja ummæli Heiðars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.12.2014 | 20:50
Er það virkilega rétt að forsætisráðherra hafi 7 aðstoðarmenn?
Og hva? Hvað kostar þetta þjóðina? 7 aðstoðarmenn. Getur þessi maður virkilega ekkert gert og kann hann ekkert?
Með svo miklum eindæmum óskaparframferði Elítustjórnarinnar - að orð eru tæplega til í íslensku til að lýsa því.
Síðan er bara eitt verkefni sem þessir framsjallar eru í. Seilast í vasa almennings og færa elítunni að gjöf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2014 | 11:35
,,þessi Rannsóknarskýrsla og þetta allt saman er að þvælast eitthvað fyrir okkur tímabundið."
,,Engu má breyta, enda þarf engu að breyta þar sem allt er í stakasta lagi: Bankahrunið 2008 var einhverjum öðrum að kenna en ríkisstjórnarverkum flokksins. Óbreytt Ísland er æskilegt því breytingar eru hættulegar í eðli sínu. Þessi rannsóknarskýrsla og þetta allt saman er að þvælast eitthvað fyrir okkur tímabundið, sagði Ólöf Nordal, varaformaður flokksins, í maí 2010 rétt eftir að skýrslan var komin úr prenti og landinn hafði ekki einu sinni byrjað að ná utan um inntak hennar."
http://www.dv.is/leidari/2012/10/10/forhertur-flokkur/
![]() |
Bjarni ánægður með niðurstöðuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2014 | 00:32
Er eitthvað að frétta af ,,hruni Evrunnar" sem þjóðrembingsbullukollar þvöðruðu hér um misserum og árum saman?
Ekkert að frétta? Voru þjóðrembingar og öfga-hægri kjóar bara að ljúga? Allan þennan tíma og allir þessir vitleysispistlar þar sem þeir þvöðruðu útí loftið? Bara að ljúga vísvitandi? Og ætla mennirnir ekkert að biðja þjóðina afsökunnar að djöflast svona á henni með ofbeldis-própaganda? Ekki skrítið að þessir menn þegi núna og skammist sín. Ennfremur er nauðsynlegt að fjármál samtaka sem stunda svona áróðurs-misþyrmingar á þjóðinni verði gerð opinber svo hún geti séð hver borgar brúsann.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ekkert frést?
Mig grunar að þetta eigi eftir að enda eins og í Ný-Fundnalandi. Elítan þar rústaði landinu ítrekað með þeim afleiðingum fyrir rest, að innbyggjar sáu enga aðra leið færa en að fá Kanada til að bjarga sér undan ofríki elítunnar. Hitt er svo annað mál vissulega, að það er alveg merkilegt hve almenningur hér er fús til að afsala sér öllum réttindum og ganga sjálfviljugur í gapastokk elítunnar undir þeim formerkum að ,,Landið vilji svo mikið vera sjálfstætt". Þessi rök halda engu vatni. Landið sem slíkt er bara hlutlaust. Íslandi er alveg slétt sama hvaða fyrirkomulag er. Slétt sama. Enda getur enginn fært fram nein skjöl eða gögn um vilja þess. Langbest væri og óskastaða, ef bakkað yrði aftur til svo sem fyrir 1900 og haldið áfram eðlilegu sambandi við dani.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2014 | 22:20
Full ástæða til að hafa áhyggjur af öfga-hægri liðinu hérna sem sumt hvert er með ívaf af ofsa-kristni í pokahorninu.
Það er alveg full ástæða til að hafa áhyggjur af öfga-hægri liðinu hérna sem sumt hvert er með ívaf af ofsa-kristni í pokahorninu. Það hvernig þetta lið er sífellt að færa sig uppá skaftið og normalísera fordóma sína hringir í raun viðvörunarbjöllum. Þegar þetta klingir svona sífellt í eyrum allstaðar, Útvarp saga, blogg, facebook etc. - þetta getur smám saman haft áhrif á suma einstaklinga með skelfilegum afleiðingum. Það ótrúlega er svo að flokkur með svo merka og langa sögu eins og framsóknarflokkurinn skuli taka þetta lið uppá sína arma. Það er enn í fersku minni hvernig Skúla Skúlasyni var boðið inní betri stofu Framsóknarmaddömunnar í síðustu Borgarstjórnarkosningum undir lófaklappi formannsinns. Alveg ótrúlegt háttalag.
![]() |
Þú veist að landráð eru dauðasök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
1.12.2014 | 01:07
Eitthvað að frétta af afléttingu gjaldeyrishafta, útgönguskatti og 800 milljörðunum?
Nei. Ekkert að frétta. Ríkisstjórnin er alveg fokked. Gjörsamlega. Hvert hneykslismálið rekur annað. Þjóðin er farin að segja: Ekki meir, ekki meir!
Það er alveg ljóst, og þarf ekkert að fara leynt með, að fjármálaráðherra er í vondum málum.
Með ólíkindum hvernig ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn á alþingi hagar sér gagnvart þjóðinni. Það er eins og meirihlutinn hati þjóðina. Eða allavega þann hluta hennar sem ekki er ofur-ríkur. Og hún talar líka þannig.
Þetta er ekki boðlegt og nú gæti farið að draga til tíðinda. Botninn er algjörlega dottinn úr framsjöllum. Þeir bulla bara.
Það er þó eftirtektarvert hve vel almennir framsjallaþingmenn hlíða línunni. Þetta eru eins og hundar í bandi elítunnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2014 | 14:31
Meira um steinkirkjuna eða Múrinn í Kirkjubæ, Færeyjum.
Fjallaði um hana hér: http://heimskringla.blog.is/blog/heimskringla/entry/1524869/
Þessi bygging var sennilega aldrei fullkláruð en þó telja sumir að hún hafi verið í notkun til siðaskipta.
Það er margt óljóst við bygginguna. Færeyskar sagnir segja, líklega þjóðsaga, að byggingin hafi aldrei verið fullkláruð vegna þess að færeyingar hafi gert uppreisn, því kröfur klerka varðandi vinnu og skatt voru svo miklar o.s.frv.
Aðrir draga þetta í efa og benda á aðra skýrigu sem er áfall samfélagsins við Svartadauða.
Hvað sem því líður lítur soldið þannig út að þak hafi eitt sinn verið á byggingunni. Veit ekki með gluggana - en svo er að skilja sem sumir telji að gler hafi verið. Það er þó óljóst.
Hitt er annað mál og alveg klárt, að byggingin er hrikalegt þrekvirki fyrir jafnlítið samfélag og Færeyjar. Það er ekki aðeins byggingin sem slík heldur eru hoggnar steinhelgimyndir felldar inní bygginguna o.s.frv.
Fræðimenn telja af þeim sökum augljóst að sérfræðingar utan Færeyja hafi komið að þessu og þá er nærtækast að nefna Noreg. En Norska konungsveldið var í miklum blóma á þessum tíma eins og íslendingar þekkja vel.
Þetta er alveg ótrúlega flott og ekki síst í samhengi umhverfisins. Fyrir neðan má sjá tvær myndir. Fyrst eftirlíkan af því hvernig byggingin leit raunverulega út og svo byggingin núna með landið í baksýn. Talsverðar deilur hafa verið í Færeyjum um hvernig best væri að varðveita þennan stórmerkilega forngrip:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2014 | 20:42
Ríkisstjórnin eys um 100 milljörðum til aðallega vel stæðra einstaklinga en sjúkir eru settir útá gaddinn.
,,Þurfti að bíða í 15 tíma eftir meðferð.
Mist Edvardsdóttir, sem greindist með alvarlegt krabbamein í júní, beið á bráðamóttöku í 15 klukkustundir eftir viðeigandi meðferð vegna sýkingar. Nauðsynleg lyf voru ekki til á bráðamóttökunni. Krabbameinsdeild gat ekki tekið við henni sökum plássleysis og álags.
Mist er 24 ára landsliðskona í fótbolta og greindist með eitilfrumukrabbamein í júní. Hún fer í lyfjagjöf á tveggja vikna fresti.
Fyrir tveimur vikum fékk Mist alvarlega sýkingu og þurfti að leita á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Ég sem sjúklingur í ónæmisbælandi lyfjameðferð lendi nánast óhjákvæmilega í því að veikjast á milli lyfjagjafa. Það getur gerst. Og þá get ég ekki leitað beint niður á krabbameinsdeild eftir meðhöndlun og þarf að koma hingað niður á bráðamóttöku. Og maður kemur hingað og fær grímu og sest hérna og bíður. Og bíður eftir að komast inn í svokallaða varnareinangrun. Fyrir tveimur vikum þegar ég kom hérna var ákveðið að það þyrfti að leggja mig inn. En þá var bara ekki pláss, uppi á krabbameinsdeild, þannig að ég þurfti að bíða hérna í fimmtán tíma eftir að komast, segir Mist. Þá hafi hún loks komist inn á krabbameinsdeild 11G á Hringbraut.
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri bráðamóttökunnar, segir 15 tíma óvenjulangt. Markmiðið sé að flestir sjúklingar séu lagðir inn innan sex klukkustunda. En reyndin er þannig að það er helmingur sjúklinganna sem nær því. Almennt er það nú þannig að það er ívið löng bið inn á krabbameinsdeildina og ég held að þar séu einfaldlega of fá rúm, segir hún.
Nánar er rætt við Mist í viðtali hér að ofan."
http://www.ruv.is/frett/thurfti-ad-bida-i-15-tima-eftir-medferd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.11.2014 | 13:47
Magnúsarkirkja í Færeyjum byggð á 13. öld - og stendur enn!
Þetta er nú frekar skrítið. Og afhverju var ekkert slíkt byggt hér? Afhverju voru menn hér að láta nojara gefa sér timbur og brasa með það lengst inní land - og svo brann þetta náttúrulega jafnharðan með þeim afleiðingum að engin bygging er hér frá Miðöldum. Sem á þó að teljast ,,gullöld" á Íslandi. Þetta er barasta frekar undarlegt. Þeir grænlendingar byggðu líka á þennan hátt. Það er eitthvað dularfullt við þetta: http://en.wikipedia.org/wiki/Kirkjub%C3%B8ur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)