18.6.2015 | 11:47
Ef öxi er við ána, eigi skal höggva!
En upp rísi þjóðlið því leiðin er greið. Skjótum upp fána, hérna við ána, framsóknarmenn haldi allir sína leið, - og segi af sér umsvifalaust.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2015 | 17:41
Mótmæli á Austurvelli endurspeglar gríðarlegt vantraust á stjórnvöldum.
Stjórnvöld eru rúin trausti og beisiklí umboðslaus. Það er ekkert um annað að gera fyrir stjórnvöld en að segja af sér og boða til kosninga hið snarasta. Algjörlega vanhæf stjórnvöld og svo bætist það núna ofaná að þau eru umboðslaus. Það trúir þeim enginn og þau hafa reynst gagnslaus til nokkura verka, - nema náttúrulega þann þokkalega verknað að moka fjármunum frá hinum verr stæðu yfir til hinna betur stæðu. Það eru framsjalla stjórnvalda ær og kýr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.6.2015 | 23:30
Jón Sigurðsson mótmælti í nafni konungs.
,,Um leið og Trampe og forseti Páll Melsted viku frá sætum sínum, mælti Trampe: Ég vona, að þingmenn hafi heyrt, að ég hef slitið fundinum í nafni konungs. Jón Sigurðsson: Og ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til þess að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi." https://is.wikipedia.org/wiki/V%C3%A9r_m%C3%B3tm%C3%A6lum_allir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2015 | 21:24
Óljósar fyrirætlanir í þrotabúamálum.
Það er alveg athyglisvert hve lítið er um athugasemdir, enn sem komið er, varðandi yfirlýsingar stjórnvalda í þrotabúamálum. Það er eins og margir séu orðnir svo þreyttir á þessu þrotabúamáli að þeir muni samþykkja hvað sem er til að vera lausir við það. Yfirleitt eru fjölmiðlar og stofnanir jákvæðar gagnvart samningunum. Það er undarlegt. Vegna þess einfaldlega, að það er svo margt óljóst í fyrirætlunum. Ekki nógu skýrt og það vantar flest smáatriðin. Það eru margar spurningar sem vakna. Enginn virðist hinsvegar spurja þeirra eða hafa nokkurn áhuga á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2015 | 16:52
Skilur einhver hvert ráðamenn eru að fara með þessi þrotabú sín?
Eigi skil eg það. Þetta tal allt er ekkert sannfærandi. Byrjaði með floppinu á leiksýningunni í Hörpu sem af flestum var talin hlægileg skrautsýning efnis- og innihaldslaus. Síðan hafa yfirlýsingar annara ráðamanna í kjölfarið ekki heldur verið sannfærandi. Lítur soldið mikið út sem almennt snakk. Ekki eru þeir að fara að afnema höftin svo mikið er víst. Núna verða að fara að koma fram staðreyndirnar. Nú er eiginlega tími staðreynda en ekki almenns snakks. Show me the money. Og um leið og þeir eru sýndir, þá vaknar umsvifalaust önnur spurning: Afhverju er ekki hægt að fá meira? Hver segir að þetta sé nógu góður samningur hjá framsjöllum?
Hittum tvisvar í mark með einni kúlu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað sem framtíðin kann að bera í skauti sér, þá er ljóst að grísk stjórnvöld, nú síðast Syriza bandalagið, hafa skaðað Grikkland þvílíkt, að það væri sennilegast löngu fallið ef ESB hefði ekki hjálpað þeim svona mikið. Ljóst er að margir grikkir eru komnir með nóg. Nú síðast var birt bréf opinberlega til stjórnvalda frá helstu hagfræðingum Grikklands. Skilaboðin voru einföld: Semjiði strax stjórnvöld!
Fjármagnshöft líkleg í Grikklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2015 | 20:13
Ótrúlegur sigur Íslands gegn Tékklandi í fótbolta.
Þessi merkilegi 2:1 sigur þýðir það að aðeins vantar herslumuninn á að Ísland komist á Evrópumótið að ári. Í öllu falli er liðið í þvílíku færi á að komast á leikana. Með sjálfan leikinn, að þá verður að segjast að maður bjóst við tékkunum sterkari eða að það yrði allavega meiri ákefð í þeim, að þeir reyndu meira. En svo virtist sem tæknileg og nákvæm útfærsla í leik Íslands leysti frekar léttilega flestar gjörðir tékka. Kerfið hjá Íslandi hélt allan tíman og verulega sterkt að geta geymt aukakraft til að nota eins og raunin varð þegar Ísland fékk markið á sig. Framistaða Íslands hlýtur að teljast mikill sigur hjá Lars Lagerback þjálfunarfræðilega.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2015 | 13:16
Bjánaskapurinn heldur áfram á Íslandi.
Það er alveg ótrúlegt að innbyggjar skuli ekki vilja stíga skref inní nútímann. Nei nei, þeir vilja vera áfram í sínum fjármálalegu torfkofum. Vilja ekki að landið gerist fullur og formlegur aðili að Sambandinu og hafi þar rödd og rétt sem fullvalda landi sæmir með aðgang að alvörumynt. Meirihluti innbyggja undir forsæti framsóknarmanna og þjóðrembinga ætlar að svifta landið og allan lýðinn þeim sjálfsögðu réttindum að landið nýti sér fullveldisrétt sinn og fái alvöru mynt. Hér verður allt í höftum og helsi. Að öðru leiti verður leiksýningin í Hörpu á dögunum því furðulegri sem rykið sest meir. Um hvað snerist leiksýningin? Var verið að reyna að hífa upp fylgi stjórnarflokkanna í könnunum? Helst á því.
Það verða áfram höft við lýði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.6.2015 | 00:35
Margt enn óljóst í samningum stjórnvalda við kröfuhafa.
Spaugilegt hefur verið að fylgjast með framsóknarmönnum og hluta sjalla mótmæla því að um samninga sé að ræða. Nei nei, það heitir víst samtal og viðræður. Ekki samningaviðræður. Burtséð frá því, þá er margt ennþá óljóst hvað nákvæmlega felst í samningunum. Það er líka hálfóljóst hvort samningarnir séu endanlega frágengnir. Stjórnvöld og fleiri hafa beint allri athygli og umræðu að ytri ramma sem samanstendur að mestu af fögrum frösum í leiksýningu. En frasarnir eru merkingarlausir hvað varðar efnisatriði eða staðreyndir. Mér finnst t.d. eins og þessi meinti gróðisem mest er talað um sé ansi fljótt farinn að rýrna. Jú jú, kröfuhafar sömdu um að láta einhverjar eignir hér eftir eins og allataf lá fyrir frá byrjun. En hvað nákvæmlega það þýðir í krónum og Evrum er barasta erfitt um að spá. Það kemur sennilega ekki í ljós nærri strax. Hugsanlega ekki fyrr en eftir nokkur ár ef því er að skipta. Málið er allt hið vandræðalegasta fyrir framsóknarmenn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.6.2015 | 16:49
Nú ætla framsóknarmenn að fá sér banka sennilega.
Allavega vilja þeir endilega að útlendingar fái ekki að eiga banka. Nei nei, það skulu vera íslendingar. Það er svo miklu betra. Þá mun líklegast rísa upp hópur sem allt í einu vill fá banka. Og sjá; Banka mun þeim gefast, nánast ókeypis. Sem svo verður settur á höfuðið á u.þ.b. 5 árum og svo koll af kolli. Þetta er allt kunnuglegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)