4.8.2015 | 12:01
Bændur hafa það miklu miklu betra í ESB en undir óskaparstjórn heimssýnar, framsjalla og almennra þjóðrembinga hér.
,,Í úttekt sem birt var fyrir helgi á vef Landsamtaka sauðfjárbænda sauðfé.is, kemur fram að afurðaverð til Íslenskra sauðfjárbænda er með því allra lægsta sem þekkist í Evrópu. Í úttektinni kemur fram að Íslenskir sauðfjárbændur fá 604 kr að meðaltali fyrir hvert kíló en td. Franskir sauðfjárbændur fá um 950 krónur að meðaltali fyrir hvert kíló sem er um 60% hærra verð."
http://www.641.is/saudfjarbaendur-vilja-sanngjorn-vidskipti/
Það kominn tími til að andstæðingar ESB biðjist afsökunnar á lygaþvaðri sínu og böðulshætti gagnvart íslenskum bændum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.7.2015 | 17:09
Forsætisráðherra lækkar skatta á sjálfan sig um 10 milljónir.
,,Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, borgar helmingi minna í opinber gjöld í ár heldur en í fyrra. Aðalástæðan er að auðlegðarskattur er fallinn úr gildi.
Þetta kemur fram ef álagningarskrár á Fljótsdalshéraði eru skoðaðar en Sigmundur Davíð er með lögheimili á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð."
...
http://www.austurfrett.is/frettir/3754-forsaetisradherra-borgar-helmingi-minni-skatta-eftir-brotthvarf-audlegdarskatts
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2015 | 13:27
Núna liggur alveg fyrir að allt tal hatursmanna Evru og ESB undanfarin mörg ár reyndist bull.
Það liggur allt fyrir.
Það er óhemju kjánalegt að sjá framsjallíska þjóðrembingsbullukolla reyna enn að halda sömu þvaðurslínununni og sérhagsmunaklíkur hérna settu þeim. Bókstaflega sprenghlægilegt.
Janframt er alveg umhugsunarvert hve margir innbyggjar hafa fallið fyrir þvaðri og áróðri sérhagsmunaklíka og elítu.
ESB, Evra og Evrópa heldur áfram sinn farsældarveg, - Ísland er áfram í höftum og helsi framsjallískrar elítu og sérhagsmunahópa og barið er linnulítið á íslenskum almenningi með hálvitaþvaðri af vikapiltum elítu og framsjalla enda hafa þeir alla meginfjölmiðla undir sínum járnhæl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2015 | 21:35
Evran sýnir og sannar styrk sinn.
Nú hefur verið afsannað að það að ríki hverfi úr Evrunni þýði hrun Evru. Það hefur alveg verið afsannað. Að sjálfsögðu er löndum heimilt að fara úr Evrunni og þannig á það að vera. Lærdómurinn sem virðist eiga að draga aðallega af Grikklandsmálinu er sá, að Evran er komin til að vera. Sýnir gríðarstyrk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.7.2015 | 00:41
Furðuleg framvinda í Grikklandi.
Hugsanlega varð samt að ganga þessa leið úr því sem komið var. Þ.e.a.s. að undanfarin ár hefur verið gríðarlegt lýðskrum og óraunsæi í pólitískri umræðu. Uppleggið sem vinsælast var snerist um að skuldirnar væru nokkurskonar plat og það þyrfti ekkert aðhald í ríkisfjármálum. Ein meginstoð í boðskap Syrisa flokks var að flest lönd í Evrópu væru í raun sammála þessu. Yfirgengilegt skrum og hreinlega röngum upplýsingum haldið að fólki. Því ekki þarf lengi að lesa sig til um þetta mál til að átta sig á að margar stjórnir í Evrusambandinu eru frekar á móti aukinni aðstoð við Grikkland auk þess sem það lá fyrir að ein af mest áberandi kröfum Grikkja, skuldaniðurfellingarkrafan, - að hana var ekki hægt að framkvæma á þann hátt sem grikkir vildu. ESB löggjöf kemur í veg fyrir það. En þessa leið óraunsæis og skrums fer Syrisa-Anel stjórnin alveg fram á blábrún með talsverðum skaðakostnaði. Niðurstaðan núna ljós. Það sem grikkir vildu var í meginatriðum ekki hægt að gera og það lá í raun alltaf fyrir. Hvernig framvindan verður svo eftir þetta er erfitt að spá fyrir um. Maður skyldi alveg eins halda, miðað við undanfarin misseri, að þetta gæfi ýmsum óróaaöflum tilefni til að láta til sín taka. Ljóst er að nú reynir mjög á Tsipras.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við erum öll saman í þessu, segir hann. Hefur ekki umboð til að taka upp drökmu með tilheyrandi slæmum afleiðingum og katastrófu. Hlutirnir gerast hratt núna. Hann virðist hafa meirihluta Syrisa á bakvið sig. Þó má þegar greina andstöðu. Orkumálaráðherrann Lafazanis mótmælir harðlega og vill að þegar verði fært fram plan um upptöku drökmu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2015 | 13:32
Útlitið dökkt hjá grikkjum.
Ég er farinn að efast um að grikkir séu færir um að gera samning að gagni nú um stundir. Lýðskrumið er svo yfirgengilegt. Bullið hefur náð slíkum hæðum. Yfirlýsingar sumra Syrisaflokksmanna gefa ekki væntingar til bjartsýni. Þarna eru náttúrulega menn innanborðs sem eiga rætur í Kommúnistaflokknum.
Jafnframt finnst mér tal Tsiprasar svo ómarkvisst. Tal hans er loðið og líkt og án yfirvegunar og án þess að hann sjálfur hafi einhverja sýn og að hann ætli að þoka málum fram líkt og sýn hans segir til um o.s.frv.
Samt sem áður, samt sem áður, eru möguleikar þarna. Þ.e. fyrir Tsipras sérstaklega. Vegna þess einfaldlega, að atburðir síðustu daga og vikna hefur veikt flest stjórnmálaöfl í Grikklandi. Stjórnarandstöðuflokkarnir Pasok og ND eru forystulega laskaðir og Samaras sagði nýlega af sér formennsku hjá ND.
Skyndilega er sú staða komin upp að það er tómarúm og Tsipras hefur færi á að fylla duglega uppí það. Hann sigraði kosningarnar síðast og líka þjóðaratkvæðagreiðsluna. Grikkland komið á bjargbrúnina og síðasti séns að halda Evru og sterkum tengslum við ESB.
Ef hann næði fram samningi sem tryggði áfram stöðu Grikklands með Evru og aðild að ESB, - þá myndi koma stuðningur frá Pasok og ND ásamt almennum Evrópusinnum Tsipras stæði með pálmann í höndunum og yrði langsterkasti stjórnmálamaður Grikklands, allavega tímabundið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er þetta fornöld eða? Halló 2015 sko. Bannað.
Samt sem áður, þetta með heimsmeistarmótið og gervigras, að er ekki málið að þar var svo þróað og fullkomið gervigras. Það getur verið afar mikill munur á nýtisku gervigrasi og gömlum og ódýrari útgáfum, held ég. Allavega leit völlurinn á heimsmeistaramótinu mjög vel út en það segir svo sem ekki allt.
Fá ekki að keppa á grasvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.7.2015 | 13:15
Líflegar umræður á ESB þinginu um Grikklandsmálið.
Merkileg ræða belgísks þingmanns sem talar til Tsipras forsætisráðherra:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2015 | 11:09
Syrisa stjórnin biður um meiri lán frá Evrópu.
Þetta var fyrirséð. Á aðeins 5 mánuðum eru þeir búnir að valda gríðarskaða í beinhörðum peningum. Tugir milljarða Evra skaði vegna fíflagangs. Á hina hliðina er merkilegt að þeir hafa ekki gert neitt nýtt, má segja. Ráðaleysi þeirra virðist algjört. Ekkert nema stór orð. Athafnir zero. Jú jú, þeir hafa undið ofan af skynsömum aðgerðum sem fyrri stjórnvöld komu í gegn. Syrisa flokkur og Tsipras eru búnir að ýta landinu útá bjargbrún. Hrun blasir við.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)