16.8.2015 | 12:32
Utanríkisráðherra hundskammar LÍÚ og lemur suma aðila þar inni í hausinn með pönnu.
,,Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir það óheiðarlegt hvernig sumir útgerðarmenn hafa talað um ákvörðun Íslands um að styðja viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Ef menn taki eiginhagsmuni fram yfir heildarhagsmuni þá veltir hann því óneitanlega fyrir sér hvort þeir séu bestu mennirnir til að fara með auðlindina. Þetta er meðal þess sem kom fram í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag."
http://kjarninn.is/2015/08/gunnar-bragi-utgerdarmenn-taka-eiginhagsmuni-fram-yfir-heildarhagsmuni/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2015 | 17:36
Framgangur ráðamanna fyrir neðan allar hellur.
Það er vissulega rétt að standa með Evrópu í þessu máli, - en framgangur ráðherra landsins og þeirra tal um efnið er algjörlega far át. Td. segja þeir það ráðamenn eða þeir tala þannig, að refsiaðgerðir rússa hafi komið þeim á óvart og í hverju þær fólust o.s.frv. Þetta tekur engu tali. Eru þessir menn ekki ráðamenn landsins? Þeir hljóta, allir sem einn, að hafa vel vitað um hver sennileg viðbrögð rússa yrðu, matvælabann, og fiskur þar innifalinn. Þeir hlutu að vita þetta. Ja, ef þeir vissu eigi, - þá sýnir það algjöra vanhæfni og kunnáttuleysi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2015 | 13:19
Ras-Pútín vill færeyskan makríl.
Keyparar í Russlandi sýna stóran áhuga fyri teimum, sum selja makrel úr Føroyum, nú Ísland hósdagin kom á svartalistan hjá Russlandi. Bogi Simonsen, sølumaður hjá North Pelagic, sum selur fyri klaksvíksskipini Norðborg og Christian í Grótinum, væntar, at russisk skip fara at selja meira av sínum makreli í Russlandi í staðin fyri í øðrum londum, sum tey gera nú fyri at fáa fremmant gjaldoyra. Samstundis sum Ísland nú misti russiska marknaðin, er Nigeria framvegis at kalla afturlatið, tí innflytarar fáa ikki dollarar ella annað fremmant gjaldoyra at keypa fyri. http://kvf.fo/greinar/2015/08/15/russar-vilja-hava-foroyskan-makrel#.Vc87b_ntmko
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2015 | 20:56
Eru Aðildarviðræður framsóknarflokksinns við Sambandið þegar byrjaðar?
,,Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ræddi í dag við Federicu Mogherini utanríkismálastjóra Evrópusambandsins um þá stöðu sem upp er komin vegna innflutningsbanns Rússa á íslensk matvæli. Gunnar Bragi staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir að í því samtali hafi verið ákveðið að embættismenn á vegum íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins fundi í næstu viku..." http://www.ruv.is/frett/gunnar-bragi-raeddi-vid-esb-um-tollamal
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.8.2015 | 17:29
Ísland verður þegar í stað að ganga í ESB.
Það er ljóst orðið hve heimskulegt það var af forseta, framsóknarmönnum og almennum þjóðrembingum að hengja hagsmuni lands á herðar rússa. Manni dettur ekki í hug að fólkið sem stóð fyrir þessum ósköpum sé með öllum mjalla. Hengja sinn hatt á Putin og svoleiðis kóna. Samt kaus meirihluti innbyggja þetta til einvalda slag í slag, trekk í trekk. Nú verður að bregðast hart við og ganga til Brussel.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.8.2015 | 11:06
Ísland sett á bannlista Putins.
,,Rússar hafa sett innflutningsbann á matvæli frá Íslandi og fjórum öðrum ríkjum, samkvæmt yfirlýsingu frá Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands í dag. Íslandi hefur þannig verið bætt á lista Rússlands yfir þau lönd sem óhemilt er að flytja inn matvæli frá. Löndin sem bætast við á listann, þar sem Evrópusambandsríkin eru fyrir, eru Albanía, Svartfjallaland, Ísland, Liectenstein og Úkraína, samkvæmt rússneska fréttamiðlinum Sputnik News."
http://kjarninn.is/2015/08/island-a-innflutningsbannlista-russa/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2015 | 22:56
Forsætisráðherra er í Færeyjum á fundi Vestnorræna ráðsins
sem er samkomuhaldshópur 2 eða 3 landa, að eg tel. Margir kappar eru án efa í fylgdarliði forsætisráðherra. ,,Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, heldur í dag til Færeyja í tilefni af því að 30 ár eru liðin frá stofnun Vestnorræna ráðsins. Ráðherrann mun taka þátt í hátíðardagskrá í tilefni af afmæli ráðsins og halda þar erindi um gildi vestnorrænnar samvinnu á norðurslóðum." http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/30-ar-lidin-fra-stofnun-vestnorraena-radsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ummæli Utanríkisráðherra eru aveg í línu við ESB þingið sem hefur greitt atkvæði þar sem mikill stuðningur var við Sænska módelið.
,,In February 2014, the members of the European Parliament voted in a non-binding resolution, (adopted by 343 votes to 139; with 105 abstentions), in favor of the ,,Swedish Model" of criminalizing the buying, but not the selling of sex."
Vændi ekki atvinnugrein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.8.2015 | 21:23
Munurinn á Sgt.Peppers og Their Satanic Majesties Request
er auðvitað að sú fyrrnefnda heppnaðist fullkomlega en hin síðarnefnda ekki.
Það er vissulega rétt hjá Richards, að með Sgt. Peppers fara Bítlarnir í nýja átt eða þróast á óvæntan hátt en það er ekki rétt hjá honum að músíkkin á plötunni hafi ekki rætur. Ræturnar liggja einfaldlega víða. Í vestrænni klassík, karnival, blásturshljóðfæraböndum, þjóðlagahefð, tlraunamennsku og indverskum hljóðheimi, svo nokkur dæmi séu nefnd.
Trikkið við plötuna er hvernig ólíkum bútum er raðað saman á þann hátt að platan myndar eina heild og kemur fram sem sjálfstætt listaverk sem stendur tímans tönn.
Það voru margir sem reyndu þetta en fáum tókst vel upp Með snjallri og víðtækri útfærslu á þessari hugmynd tókst Bítlunum að setja sitt mót á alla tónlistarlega framvindu og marka spor sem verða ekki afmáð.
Og þetta var ekki í eina skiptið. Flestar síðari plötur þeirra bera í raun sömu einkun. Þeim tókst einhvernvegin alltaf að fanga samtíman, fanga stemminguna á hverju ári fyrir sig í lok 7. áratugar og færa þá stemmingu í tónlistarverk.
Keith Richards skýtur á Bítlana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.8.2015 | 13:58
Það gekk allt eftir sem ég sagði fyrir um í Grikklandsmálinu.
Ég sagði strax þegar aðalupplegg lýðskrumshóps Syrisaflokks komst uppá yfirborðið: Þetta er óraunsætt vegna þess einfaldlega að það er ekki hægt.
Það gekk og eftir. Var ekki hægt.
Ég sá líka strax í gegnum Varoufakis. Ég sagði: Þetta er bullukollur.
Það gekk eftir fullkomlega. Hann var á endanum rekinn bara og nú reynir hann að verjast í dómssölum,
Það merkilega er, að allir féllust ekki á mínar ábendingar í byrjun. Samt var þetta frekar augljóst.
Ég benti líka á að alltaf væri óljóst hvar nákvæmlega Tsipras stæði.
Það kom líka í ljós. Það er í raunn ennþá ekki alveg ljóst hvar hann stendur og hvernig hann muni höndla framhaldið.
Svo skrítilega sem það kann að hljóma, þá hefur Tsipras núna viss færi í stöðunni.
Og þá aðallega vegna þess að ruglið undanfarin misseri hefur veikt flest önnur pólitísk öfl eða einstaklinga og Tsipras hefur náð ákveðnum status og fáir virðast ógna pólitískri stöðu hans.
Nema þá það yrði innanflokks en svo virðist samt sem hann hafi að mestu stjórn innan flokksinns. Mótstöðumenn hans innan Syrisa virðast mun veikari en margir reiknuðu með.
Þetta sá ég allt fyrir fyrir margt löngu og upplýsti fólk um það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)