Það gengur allt eftir sem margvarað var við fyrir kosningar. Að kjósa Framsjalla er það sama fyrir allan almenning og að afhenda auðmönnum fjármuni og gæði og minnka í sama hlutfalli við sig.

Þetta liggur núna alveg fyrir.   Ætli íslendingar læri einhverntíman af heimskunni í sér?  Svo virðist ekki vera.  Jafnframt er alveg átstending hve margir íslendingar eru blindir á og/eða veikir fyrir áróðri sem elítan stundar í gegnum fjölmiðla sína.  Það er alveg sérlega eftirtektarvert.  Það er eins og stór hluti innbyggja hugsi bara ekki eina sjálfstæða hugsun heldur er hugarstarfsemi þeirra afleiðing áróðurs sem rennt er gegnum própagandarör elítunnar sem kallast á hátíðisdögum ,,fjölmiðlar".  Þetta er alveg magnað.

Eru stjórnvöld að framkalla annað hrun með óvitaskapi sínum og bulltali?

Það er alveg ljóst að tal núverandi stjórnvalda, langt ofan í koki, er þegar orðið sjálfstætt efnahagsvandamál fyrir þetta land og lýðinn er það byggir.  Að maður minnist nú ekki á framtíðarkynslóðir.  Óvitaskapurinn og ábyrgðarleysið er algjört.  Núverandi stjórnvöld virðast á góðri leið með að koma á rústalagningu.   Það er gjörsamlega allt í molum sem þessir menn snerta á.  
mbl.is Landsbankinn ekki á leið í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það væri enn síður hagur Íslands ef kröfur í erlendum gjaldeyri væru greiddar í íslenskum krónum.

Þessi hugmyndafræði Framsjalla og Kjánaþjóðrembinga er álíka og hugmyndafræði bónda sem hefði misst stóran hluta fjárs síns í sjálfheldu í lélegum bithaga og tæplega fjörubeit í rákarskoru í sjávarhamri - og þá myndi bóndinn finna upp þá hugmyndafræði til lausnar,  að allt fé úr næstu sveit væri líka rekið í sjálfhelduna!

Og hvaða vandamál  ætti það að leysa?

Þjóðin á betra skilið en svona bull frá Framsjöllum.   Og hvað næst?  Framsóknardæmisagan um sveppasúpuna?


mbl.is Hvati fyrir kröfuhafa að semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er betra að borga kröfur í erlendum gjaldeyri í íslenskum krónum?

Sérkennileg umræða hefur komið upp síðasta dag á Íslandi.  Nú vilja menn leysa öll vandamál með að borga bara í íslenskum krónum.   

Í stuttu máli, er það auðvitað stórkostlegur misskilningur.  

Það væri bókstaflega voðalegt fyrir Ísland ef það yrði gert.  

Fjölga krónum í eigu útlendinga hér uppi í fásinni?  Og þ.a.l. fjölga krónum í höftum?

Hvaða vanda á það að leysa?

Sorrý, en eg er ekki að sjá snillina í þessu og ekki heldur er ég að sjá að þetta yrði tæki til að nota í samningum.


Það verður að endursemja um Icesaveskuld landsins. Erlendir fjölmiðlar segja frá.

,,New Landsbanki, the state-owned Icelandic bank forged in the midst of the 2008 Icesave scandal, has asked for more time to repay a £1.5bn bond that is threatening to destabilise Iceland's recovering economy.

At a meetingon Friday in London with creditors to the old bank, which include the British and Netherlands governments, Icelandic negotiators are understood to have said New Landsbanki will go bust if it is forced to stick to a steep repayment schedule, in euros, from the start of next year"

http://www.theguardian.com/business/2013/sep/27/icelandic-bank-cannot-meet-debt-repayments

Já já.  Það er nú svo.  Margt í mörgu. 


Bwhahaha framsóknarflokkurinnn, tuttugu prósent aðferðin, virkar fyrir heimilin, hahaha framsókn, framsókn 2009.

Þó beri að geta og taka vel fram, að þetta er prýðilega sungið og snoturt gítarspil - þá er þetta brjálæðislega fyndið.  Enda umrætt myndband allstaðar á svona ,,fönný síðum" eða ,,húmor síðum" og þess háttar.  Eg er búinn að veltast svoleiðis um af hlátri yfir framsóknarmönnum í allan dag.  Það vaknar spurningin:  Fyrir hvað stendur framsókn nútímans?  Hver er tilgangur flokksins og hverjar eru lífsskoðanirnar og hugsjónirnar.

 


Framsóknardæmisagan um veiðimennina, bóndakonuna og sveppina. Á ensku.

,,There once were three hunters sitting in the kitchen of a farming couple in Northern Iceland. One of them spoke highly of a delicious soup made of Larch Bolete mushrooms, served by the farmers wife. The hunter asked: ,,Where do these mushrooms come from?" ,,From our garden" she responded and pointed at a few sturdy larch trees where the mushrooms could be seen growing. When the farmer's wife was asked further about the origin of the culinary delights they were being served, it turned out that everything on the table had been grown and prepared on the farm, namely the potatoes, the meat, the jam, the salad, and even the spices, which she had carefully grown in her pots on the veranda of the farmhouse. She then added: ,,Actually, in Iceland in the fall we really do not have to buy any food at all, we just eat what is so easily available!"  I am not sure whether the resourceful farmer's wife had such abundance of Larch Bolete mushrooms that would render it possible for her to serve a larger market than her immediate family, - but she obviously had enough for them!"

http://www.atvinnuvegaraduneyti.is/sjavarutvegs-og-landbunadarmal/radherra/raedur-og-greinar/nr/7794

Hahaha þetta er nú að verða meiri stórbrandarinn þessi framsóknarmannaflokkur. Það er ekki hægt annað en hlægja að því hve framsóknarmenn eru helvíti vitlausir.


Er þá ekki bara málið að láta dómsstóla skera úr um þetta?

Eg get eigi séð annað.  Fara bara með það fyrir dómsstóla að útlendingar skuli koma með peninga hérna.

Nú, það er þegar búið að prófa að senda mann til þeirra úlendinganna og sá maður sagði:  Komiði með peningana!

Það var barasta hlegið að honum:

http://www.ruv.is/pistlar/sigrun-davidsdottir/landsbankabrefin-sedlabankinn-og-rikisstjornin

Þannig að það er dómsstólaleiðin sem er málið held eg. 


mbl.is Kröfuhafar orðnir óþolinmóðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aron Jóhannsson er sennilega efnilegasti fótboltasparkari Íslands - þó hann spili með BNA.

Það eru nokkur atriði sem gera það að verkum, að hann er efnilegri en þeir íslendingar sem eru núna í Íslenska landsliðinu - og að mínu mati er hann nú þegar betri.

Þar ber að nefna fjölhæfni.  Hann hefur svo margar þokkalega sterkar hliðar.  Hann er stór og sterkur en fljótur.  Hann getur stungið sér innfyrir, skottæknin til fyrirmyndar.  Yfirvegaður og klókur.

Hans sterkasta hlið er samt sennilega hæfileiki hans til að staðsetja sig rétt inní teignum.  Það eru bara sumir fótboltamenn sem líkt og fæðast með þennan hæfileika.  Aron er svo oft á réttum stað.  Og klókindi hans og öryggi ásamt skottækni hjálpa svo til í úrvinnslunni.

Hann er nú þegar talsvert betri sko en framherjarnir í íslenska fótboltaliðinu núna, að mínu mati.  Þetta sá hinn viðfrægi Jurgen Klinsmann sem nú þjálfar BNA liðið.  Því miður þá sá hann það. 

 


mbl.is Aron sagður vera á óskalista Celtic
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er orðið nokkuð augljóst að talsverður hluti kjósenda er bókstaflega fábjánar.

Nokkuð augljóst.  Það er eigi hægt að skýra á annan hátt að fólk kjósi framsjalla til einvalda.  Annar hausinn á þursinum bauð feitan tjékka sem útlendingar áttu að koma með.  1/4 innbyggjara kaus þursinn útá það.  Hitt höfuðið á hinum forljóta þursi sagði bókstaflega að hann ætlaði að aflétta öllum íþyngjandi álögum á hina betur stæðu en auka álögur á hina verr stæðu.  Það var de faktó innihaldið í boðskapnum. Rúmlega  1/4 innbyggja kaus þursinn útá það.

Þetta þýðir bara það að allt að helmingur kjósenda er bókstaflega fábjánar.  Fábjánar sem ganga sjálfviljugir í gapastokk elítunnar og eru þar flengdir uppá hvern dag með þjóðrembingsvendi. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband