4.6.2014 | 17:29
Óhæf ríkisstjórn.
Ríkisstjórnin á að sjá sóma sinn í að segja sem fyrst af sér, sjálfviljug.
Ríkisstjórnarflokkarnir hafa komið öllu í rugl á þessu landi og það gerist akkúrat ekkert nema að þeim betur stæðu er hyglað á kostnað hinna verr stæðu.
Það var svo sem viðbúið að elítuflokkarnir hefðu þann háttinn á - en hitt er svo annað að í öllum málum og uppákomum, bulla þessir menn svo mikið að ekki er upp á það bjóðandi.
Það er ótækt að ríkisstjórn lands bulli svona til lengri tíma litið.
Það að annar flokkanna hafi tekið upp stefnu danska þjóðarflokksinns og ætli að keyra á því næstu árin - það ætti líka að vera næg ástæða fyrir sjallaflokk til að slíta samstarfinu.
Ef sjallaflokkur gerir það ekki - þá verður hann meðsekur. Meðsekur um að kynda undir fordómum gagnvart minnihlutahópi.
Það er varla til lágkúru- og lítilmannlegra framferði.
Óhæf og lágkúruleg ríkisstjórn verður að víkja.
![]() |
Laxveiðiferðin ekki boðsferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.6.2014 | 18:22
Hatur öfga-hægrimanna er óhugnalegt. Ætti Forsetinn ekki að stíga inní þetta og flytja ávarp og sussa á þessa öfga?
Jú, hann ætti að gera það. Forsetinn hefur í tíma og ótíma á undanförnum árum verið að skipta sér af landsmálum og á þann hátt að afskiptin hafa kynt undir öfga-hægri og þjóðrembu. Hann ber því þarna vissa ábyrgð.
Nú nú. Svo skeður það í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga að framsóknarflokkur, helsti stuðningsflokkur forseta, ákveður að höfða inná fordóma með afar ósmekklegum og lákúrulegum hætti. Þá sögu þarf eigi að rekja.
Það er eins og öfga- og fordómamenn hafi trompast við þetta. Þeir gala nú og góla, hóta hægri vinstri, eins og hálfbjánar eða vitfirrtir menn á milli þess sem þeir lýsa fullum stuðningi við framferði framsóknar og heita þeim stuðningi.
Forsætisráðherra virðist svo ánægður með þetta fylgi að hann bullar bara. Aðrir topp-framsóknarmenn virðast vera á gag-order og lýsa í raun samþyggi með þögninni.
Almennir framsóknarmenn virðast flestir styðja þetta og þá aðallega af því að það virðist vera lína að ofan. Framsóknarmenn fylgja altaf forystusauðinum sem kunnugt er. Sjallar eru svo eins og þeir eru. Farnir í laxveiði með bundið um hné.
Mér finnst algjörlega tilefni til að Forseti verði að stíga inn og flytja ávarp og hreinlega útskýra fyrir mönnum að þeir séu lentir á villugötum og eigi að biðjast afsökunnar.
Ástandið er að verða óþolandi og afar þrúgandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir atburði sístu daga þegar framsókn setti út fordómaspilið er ljóst að flokkurinn er ósamstarfshæfur. Það vill enginn starfa með honum. Framsókn hefur málað sig út í horn. Aðrir flokkar forðast að koma nánlægt framsóknarmönnum.
Ennfremur er ljóst að þetta ömurlega útspil framsóknar í borginni hafði áhrif víðar og þeir náðu í fordómaatkvæði.
Þegar má sjá að allir forðast framsókn td. í Kópavogi.
Algjörlega kristaltært er að sjallar í ríkisstjórn verða að slíta samstarfinu við óbermisflokkinn þegar alveg er ljóst núna að flokksforystan er á bak við allt hið ömurlega og lágkúrulega kosningaplott og fordómapopulisma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.6.2014 | 14:42
Útlendingaandúð fleytti Framsókn inn í borgarstjórn Flokkurinn í forsætisráðuneytinu rak áróður gegn minnihlutahópi og uppskar ríkulega.
,,Málflutningur Framsóknar og flugvallarvina um mosku og múslima er helsta ástæða þess að framboðið náði inn tveimur borgarfulltrúum í Reykjavík. Fylgi flokksins tók stökk eftir að oddvitinn Sveinbjörg Birna Sveinbjörsdóttir hvatti til þess í viðtali og á Facebook að úthlutun lóðar til byggingar mosku yrði afturkölluð.
Ummælum sínum fylgdi Sveinbjörg eftir með því að deila og „læka“ efni á Facebook þar sem alhæft var um múslima og „hermenn Íslam“, fullyrt að innflytjendur væru ófúsir að aðlagast og fjölgun múslima í Noregi gerð tortryggileg. Ritstjórnarskrif Eyjunnar og Morgunblaðsins voru í svipuðum dúr og komu Davíð Oddsson og Björn Bjarnason boðskap Framsóknar til varnar."
...
http://www.dv.is/frettir/2014/6/1/utlendingaandud-fleytti-framsokn-inn-i-borgarstjorn/
Það er ljóst að Sjallamannaflokkur verður að slíta stjórnarsamstarfi við óbermisflokkinn.
![]() |
Kjósendur snerust Sveinbjörgu til varnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)