Stökkbreytt lán, forsendubrestur og leiðrétting.

Það hefur borið soldið mikið á slíkum frösum undanfarið.  Jú jú, eg fellst á að það er leiðinlegt að þurfa að segja eftirfarandi en samt sem áður eru það staðreyndir.

Ofannefnd orð í fyrisögn eru í raun bara frasar til notkunar í populískum tilgangi.  Það var enginn forsendubrestur eða stökkbreyting á verðtryggðum lánum.  Þau fylgdu bara verðbólgu og verðrýrnun krónunnar.  Allt og sumt.  Og þetta fyrirkomulag hefur verið í 30 ár a.m.k. 

Raunverðgidi skulda stóð í stað.  Krónan rýrnaði.  Það voru engin trikk hjá vondum aðilum og ekkert duló við þetta.

En hitt er svo allt önnur umræða, aðeg hef tekið eftir því að margt fólk - bókstaflega skilur ekki hvernig verðtrygging á lánum virkar.  Það skilur það ekki.  Það hugsar td. sem svo:  Ég tók 10 milljónir í lán - nún er það 12 milljónir!  Það hefur ,,hækkað".  Ég tók aldrei 12 milljónir í lán o.s.frv.

Fólk er að hugsa þetta svona.  það skilur ekki hvað verðtrygging er.  Það er auðvitað stórmerkilegt og verulega umhugsunarvert. 


Framsóknarflokkurinn er viðbjóður.

Málið er eftirfarandi sem enginn þorir að segja en eg skal taka að mér: Hvernig Framsóknarflokkurinn undir forystu Sigmundar Davíðs og Frosta Sigurjónssonar kom inní aðdraganda kosninganna með sínu uppleggi - er viðbjóður. Hreinn viðbjóður. Það þorir samt enginn að segja eins og er nema alveg hlutlausir aðilar sem horfa kalt og raunsætt á málið eins og ég.

Upplegg Sigmundar og Frosta á eftir að hafa stóralvarlegar afleiðingar á samfélagið. Þarna eru pólitíkusar sem lofa fólki niðurfellingu skulda ef fólkið kýs þá. Þetta er svona viðbjóðsupplegg sem afar erfitt er að ræða á málefnalegum grunni. Það er voðalega erfitt að segja við Jón Jónsson: Eg er á móti því að þú fáir niðurfellingu á láni þínu.

Eg hef tekið eftir því að þetta er að rífa fólk heiftarlega sundur. Það er með miklum ólíkindum að jafn gamall flokkur með þessa innviði og undirstöður - skyldi einfaldlega leyfa þetta upplegg. Slíkur er viðbjóðurinn.


Framsóknarmenn lofa gríðarlegum ójöfnuði manna á millum.

Kosningaloforð framsóknarmanna þýðir hrikalega tilfærslu á fjármagni frá fátækum og Landsbyggðinni yfir til vel stæðra á SV-Horninu.

http://blog.pressan.is/gislibal/2013/04/25/ojafnadarmennska-og-hroki/

 

landsbyggd-300x256

 

 

frosti-300x133

 


Könnun Félagsvísindastofnunnar bendir enn frekar til samstjórnar D&B eftir helgi.

Það er nánast óhugsandi annað.  Því miður. Nánast jafnir með um 24-25%.  Það sem gæti þó hugsanlega verið, í þessu tilfelli, er að Sjallaflokkur bæti aðeins við sig og Framsókn hugsanlega sigi aðeins niður.  En það breytir ekkert heildarmyndinni en gefur þó vísbendingu um forsætisráðherrann.  Það sem er líka óljóst er fylgi Pírata.  Mælast með um 6%.  Einhvernveginn hefur maður á tilfinningu að það gæti verið ofmælt.  Það verður þó bara að koma í ljós.

Ætli það sé búið að ákveða að dæma verðtryggða lánasamninga ,,ólöglega"?

Dómsstólar og aðilar að Hæstarétti hljóta að vera búnir að hugsa útí það mál.  Nú er íslenskt samfélag eins og það er.  Fámennt og stutt milli manna.  Ætli það sé etv. búið að ákveða að dæma þessi lán ,,ólögleg" og það tengist þessari furðulegu framsetningu Framsóknar um sirka 1000 milljarða frá útlendingum.  Maður spyr sig.  Og hvað þá?

Auglýsingaskrum Framsóknarflokks og karakterar í sögum Guðrúnar frá Lundi.

Soldið merkilegt og umhugsunarvert að fylgjast með skrumi Framsóknarflokksinns.  Þetta er augljóslega þaulundirbúið og útspekúlerað.  Það eru ákveðinir PR sérfræðingar eða auglýsingstofur sem hanna þetta.

Og nefnilega, að skrumið virðist hitta á einhverja taug í mörgum innbyggjurum.  Einhverja brasktaug.  Að einhvernveginn sé hægt með einföldum trikkum að redda öllu fyrirhafnalaust og aðalvandamálið séu leiðindi úrtölumanna o.s.frv.

Að sumu leiti minnir PR skrum Framsóknar á karaktera sem algengir voru í bókum Guðrúnar frá Lundi sem eg las gjanan sem krakki.

Að í bókum hennar voru oft karakterar sem tóku allt létt og fóru kæruleysislega að í sínu atferli og allt átti að vera einhvernveginn ekkert mál.   Þegar slíkur karakter var kynntur til sögunnar í bókum Guðrúnar - þá vissi maður alveg eftir smá þjálfun í bókum hennar að slíkum karakterum myndi ekki farnast vel í framþróun sögunnar.  

Það er soldið eins og PR herferð og auglýsigaskrum Framsóknar sé líkt þessu eða höfði inná ofanlýsta taug.   Þ.e.a.s. að framsóknarmenn setja sig soldið fram eins og ofannefndir karakterar í bókum Guðrúnar.


B&D fara sennilega í stjórn eftir helgi.

Það er lang líklegasta niðurstaðan.  Sjallar og Framsókn ef úrslit verða í samræmi við skoðanakönnun Fbl. og Stöðvar 2 sem birt var í morgun.  Hugsanlega á samt Framsókn eftir að síga aðeins niður (en að vísu voru þeir að bæta við kosningavíxilin.  Nú er hann orðinn 800 milljarðar.) og Sjallar aðeins upp.  Sjallar verða því stærsti flokkurinn.  

Til að þessir flokkar fari ekki saman í stjórn, þá þarf eitthvað alveg sérstakt að koma til.  Td. einhver ófrávíkjanleg krafa frá öðrum aðilanum um ráðherraskipan og/eða bitlinga til fjárhagslegs baklands viðkomandi aðila.  En sem kunnugt er, þá eru viðskiptablokkir landsins á bak við þessa umræddu flokka.

Að mínu mati er samt ólíklegt að slíkt atriði komi upp sem nefndir flokkar gætu ekki samið um samkvæmt venju.  Eg hef enga trú á td. að þeir fari ekki létt með að semja um svokölluð ,,málefni" sem dæmi ,,skuldavandamál heimilanna í landinu hérna!".  Það verður allt mjatlað bara einhvernvegin í rólegheitunum.   Það væri helst ef deila kæmi upp um forsætisráðherrastólinn - en þar kemur líka fleira til.  Það eru önnur ráðherraembætti sem eru ekki síður mikilvæg.  Að deila um forsætisráðherrastólinn sneri þá að persónulegum metnaði o.s.frv.  

En ef uppúr samningum viðkomandi flokka slitnaði - þá er líklegra að Sjallaflokkur gæti samið við aðra flokka heldur en Framsókn.   


Hægri-Öflin með um 50% fylgi samkvæmt könnun Fbl. og Stöðvar 2.

Að könnun sýnir,sirka, að Sjallar og Framsókn eru með um 25% hvor flokkur.  Og er fall Framsóknar mikið frá því að flokkurinn náði um 40% fyrir stuttu hjá sama könnunaraðila.  Það er merki um að fylgi Framsóknar er afar viðkvæmt.  

Auðvitað er þarna um 10-15% grunnur sem kýs Framsókn alltaf sama hvað.  En samkvæmt könnuninni hefur í raun ekki bæst svo mikið við og fylgi flokksinns og hefur fallið undanfarnar vikur með undraverðum hraða.  Viðbótarfylgi flokksins við grunnfylgið er augljóslega mjög viðkvæmt.

Nú, miðju og vinstriflokkar, BF, SF og VG eru með um 30%.

Fyrir utan þetta er íhugunarvert hve flestöll nýju framboðanna eru í raun með litið fylgi rétt fyrir kosningar.  það er íhugunarvert í samhengi við umræðu undanfarinna ára um að fólk vilji eitthvað nýtt og að fólk vantreysti Alþingi o.s.frv.  Samkvæmt þessum könnunum er slíkt tal mestanpart út í móa og ber ekki að taka alvarlega.

Það eru aðeins Píratar (fyrir utan BF en BF hefur átt miklu lengri aðdraganda en allir hinir nýju flokkarnir og er allt annars eðlis en þeir) sem rétt ná uppfyrir 5% og maður spyr sig hvort það fylgi haldi sér í kosningum.  Það má alveg efast um það en  Það verður bara að koma í ljós.


Framsóknarmenn hækka kosningavíxilinn upp í 800 milljarða. Hrægammar borga.

,,... eðlilegt svigrúm nemi þegar allt er talið um 800 milljörðum. Það er miklu meira en þarf til að leiðrétta stöðu heimilanna. Samhliða því er hægt að bæta stöðu ríkissjóðs og endurreisa velferðarkerfið."

http://sigmundurdavid.is/thetta-taekifaeri-kemur-ekki-aftur/?fb_action_ids=10200893187909086&fb_action_types=og.likes&fb_source=other_multiline&action_object_map=%7B%2210200893187909086%22%3A369830706455883%7D&action_type_map=%7B%2210200893187909086%22%3A%22og.likes%22%7D&action_ref_map=%5B%5D


Að sjálfsögðu. Borga Icesaveskuldina eins og vera ber.

Þó það nú væri.  Icesaveskuldin verður alltaf borguð uppí topp.  Plús álag.  Það kom akkurat ekki neitt út úr fífla- og fábjánagangi framsóknar og forseta sem kitluðu kjánaþjóðrembinga - nema skaðakostnaður ofan á skuldina.  þann skaðakostnað eru svo allir innbyggjar að borga á hverjum degi og munu gera á næstu árum.  Svona er þetta bara.
mbl.is LBI vill 10 milljarða fyrirfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband