24.3.2013 | 15:11
Gaman að þeim Pírötunum og kosningaloforði þeirra.
Nú eiga allir og allt einhvernveginn að vera á Internetinu og það á að redda öllum sköpuðum hlutum. Manni skilst á þeim Pírötunum að það þurfi helst ekkert annað að gera. Fólk á bara að vera á Internetinu og leika sér eitthvað. Það skapi svo mikinn hagvöxt.
Auðvitað ekki annað hægt en brosa að þessu. En þetta er vissulega þjóðlegt. Minnir á álversruglið, loðdýraræktina, fiskeldið, bankavitleysuna etc.
Það er eins og þetta sé afar sterkt í íslendingum að eitthvað svona töfratrikk sé til og hver tími á sér sitt töfratrikk.
(Hitt er allt annað mál að internettæknin eykur auðvitað hagvöxt eins og flest ný tækni með einum eða öðrum hætti. Td. þarf að framleiða mikið í ringum tölvur og netþjóna og þvíumlíkt og eykur möguleika á samskiptum og samskiptahraða o.s.frv. En eitthvert Internet er ekkert töfratrikk fyrir Ísland. Þvert á móti.)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2013 | 22:54
Fáránlega flott mark hjá Gylfa gegn Slóveníu. Ertu ekk´að grínast í mér hvað þetta var flott mark.
Það er ekki oft sem þeir íslendingarnir standa sig í boltanum og heilt yfir var þessi leikur liðsins í gær ekkert til hrópa húrra fyrir þó oft hafi spilamennskan samt verið verri. Frekar svona passíft og litlaust. En það var þetta mark Gylfa beint úr aukaspyrnu sem er afar, afar glæsilega gert. Spyrnan er svo vel tekin og með slíkri tækni að merkilegt má teljast. Sést að vísu betur í sjónvarpsútsendingunni sem enn má sjá á RUV. Eru betri gæði en á youtubebandi. Fyrst þegar maður sá þetta var engu líkara en boltinn hefði snert varnarmann á leiðinni. það er engu líkara en furðuleg stefnubreyting verði. þ.e. ekki hefðbundin bogaspyrna. Fljótlega sást þó í endursýningu að boltinn kom ekki við neinn enda er hann himinhátt yfir varnavegg. Þetta er alveg merkilegt:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Formaðurinn flokksinns var að segja það á RUV rétt áðan. Hvorki getur né vill útskýra.
Þetta var fyrirséð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2013 | 14:27
Erkibiskupinn á Kýpur er erki-öfgahægri maður.
Heimild: http://en.wikipedia.org/wiki/Chrysostomos_II_of_Cyprus
,,Chrysostomos II is known for his right-wing nationalist views and has been accused of purposely stoking culture of racism. He branded illegal immigrants in Cyprus as "interlopers who do not belong on the island" and admits espousing several other political ideas of Cyprus' National Peoples Front (ELAM), a fanatical movement whose members wear black uniforms and whose literature is being investigated for violating anti-racism laws"
Eigi skal mig undra þó heimsýnarsamtökin fagni. Eigi er eg hissa. Erkibiskupinn styður ELAM samtökin sem eru talin tengjast Gullin Dögun í Grikklandi sem eru Nazistasamtök. Heimssýn og öfgarembingar hér uppi fagna. Dragi hver þá ályktun er hann vill.
![]() |
Vill að Kýpur yfirgefi evru-svæðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.3.2013 | 22:05
Rússar hafna aðstoðarbeiðni Kýpur. Eini vinur Kýpur er ESB.
![]() |
Kýpverjar samþykkja samstöðusjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2013 | 00:58
Obama á salinn í Ísrael eins og annarsstaðar. (video)
Framíkallari (heckler) truflar ræðu Obama í Ísrael. Það er alveg segin saga að performans Obama á sviði er slíkur að fá dæmi eru um annað eins:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2013 | 22:39
Hvernig er hægt að vera á móti þróunarsamvinnu?
það er auðvitað ekki hægt. Eigi hægt að vera á móti þróunarsamvinnu og að Ísland leggi sitt af mörkum þar að lútandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2013 | 18:40
Allir stórsnillingar misskilja illilega Seðlabankastjóra varðandi krónueignir og afskriftir eða meðhöndlun slíkra eigna.
Stórsnillingarnir ruku allir til þegar própagandarörið LÍÚ-elítu-moggi fór að hripa upp eina própagandafrétt til að æsa upp innbyggjara. Ljótur leikur og illur eins og því própagandaröri er títt.
Hahaha. það var eitthvað allt annað sem Seðlabankastjóri var að tala um sem vonlegt var.
það er alveg merkilegt að innbyggjar hérna skuli láta framsjallaelítuna hérna spila svona endalaust með sig. Slag í slag, trekk í trekk. Sem endar svo í sjóðstæmingu og rústalagningu landsins. Alveg merkilegur andskoti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2013 | 11:21
Þarf að afskrifa snjóhengjuna í hjörtum innbyggjara?
það verður aldrei hægt að losna við þessa snjóhengju nema með samstarfi, samningum og sátt við umheiminn og okkar helstu vina, frænd, og viðskiptaþjóðir. Tal um eitthvað annað er tóm steypa.
Besta leiðin er aðild landsins að EU.
Þessi snjóhengja í hjörtunum, þessi kuldi, þessi rembingur - það er afleiðing af fádæma própaganda sem haldið hefur verið úti af elítunni sem var sett utangarðs hérna um árið. Elítan hefur í gegnum própagandarör sín alið á allskyns vitleysu og rugli, síendurteknu.
Vandamálið við própaganda, og alveg sérstaklega þegar það er svo stórtækt og viðvarandi fleiri fleiri misseri og ár er - að própagandasmiðirnir geta misst tökin.
það er mikið ábyrgðarhlutverk að meðhöndla própaganda. Sem dæmin sanna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)