MP banki sleppur að mestu við bankaskatt. Sérhönnuð lög fyrir biskupssoninn?

Það er nú ekki oft sem ofsa-sjallavefurinn andriki.is kemur með relevant punkt í umræðum og þessvegna fréttnæmt ef það gerist.  Það er alveg réttmæting ábending hjá þeim hérna að mínu mati.  Þetta er soldið stingandi ef satt reynist:

,,Á síðustu starfsdögum Alþingis fyrir jól ákvað efnahags- og viðskiptanefnd þingsins skyndilega að setja 50 milljarða skattleysismörk á sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki. Um leið var skattprósentan hækkuð meira en til stóð í upphafi.

... 

Skattstofn viðskiptabankanna fjögurra er á bilinu 57 til 870 milljarðar króna. Það er því ljóst að bankinn með 57 milljarða skattstofninn sleppur nánast undan skattinum.

Þessi tiltekni banki greiðir 26 milljóna skatt á þessu ári í stað þeirra 83 milljóna sem hann hefði greitt ef upphaflega frumvarpið hefði verið samþykkt án 50 milljarða skattleysismarkanna.

Eins og fram hefur komið á skatturinn á fjármálafyrirtækin að fjármagna tillögur starfshóps Sigurðar Hannessonar, ráðgjafa forsætisráðherra, um þjóðnýtingu einkaskulda, svokallaða „skuldaleiðréttingu“.

Sigurður er framkvæmdastjóri í viðskiptabankanum með 57 milljarða skattstofninn.

http://andriki.is/post/72825640646


Einfalt ráð við þessu. Senda strax sendinefnd til þeirra dana og prófa að spurja þá hvort þeir fáist til að taka við Íslandi aftur.

Og koma skikki á allt það er framsjallar hafa rústað og eyðilagt hérna með misþyrmingum og ofbeldi á landi, lýð og tungumáli.  Í Danmörku fær fólk bara kaup fyrir mennta sig.   Það er bara á kaupi frá samfélaginu.  En hérna uppi í framsjallafásinni er allt á sömu elítubókina lært.  Helst aðeins mega elítubörnin mennta sig.  Leika sér í fínum skólum um allan heim og verða síðan ráðamenn án þess að hafa nokkurntíman gert handtak á ævinni.

,,If needed, the student may supplement the grant with a student loan of 2,897 DKK (about USD 491) that has to be repaid when the student has completed his or her education. Thus a student will normally receive about 67,944 DKK (about USD 11,514) a year in grants with an optional 34,764 DKK (about USD 5,891) in loans, making a total of 102,708 DKK (about USD 17,405). The government granted SU loans have to be repaid once a student has graduated. However, any part of the loan that has not been repaid after 15 years is cancelled."

http://en.wikipedia.org/wiki/Student_loans_in_Denmark


mbl.is Erfiðara að standa í skilum við LÍN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlægilegt mál framsjalla og þjóðrembinga.

Vandræðagangurinn með þetta blessaða írska smjör kristallar fábjánatendensinn við stjórn lands sem framsjallar beita.  Þessir menn vita ekki neitt hvað þeir eru að gera og alveg sama hvar borið er niður þá eru vinnubrögð öll eins og hjá hálfvitum.    Erlendis er allstaðar skellihlegið að þessum vitleysingum sem framsjallar heita og menn furða sig mikið á að fólk skuli kjósa svona fyrirkomulag yfir sig.
mbl.is Hluti af írska smjörinu endursendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfga-hægri framsjöllum og þjóðrembingum berst bréf.

,,floksskrivari og valevni hjá Norska fasistaflokkinum og norðurlendsku ligaini."

,,Hann lýsir seg sum víðgongdan høgraekstremist og skrivar, at hann ikki longur brúkar harðskap til at gera vart við sína støðu. Í staðin ætlar hann at gera vart við seg sum politikari"

http://aktuelt.fo/breivik+eg+yvirlivi+ikki+fongsulstidina.html#.UtBDwvRdWIh


Virðisaukaskattur á matvæli hækkaður.

,,Fjármálaráðherra stefnir að því í haust að leggja fram lagafrumvarp um hækkun á virðisaukaskatti á matvæli."

http://www.ruv.is/frett/virdisaukaskattur-a-matvaeli-haekkadur

Að þessi elítustjórn skuli ekki hafa vit á því að þegja barasta og láta lítið fara fyrir sér núna þegar styttist í að þessu verði fleygt útúr þinghúsinu sem hverju öðru rusli.


mbl.is Rjúfa verður vítahring verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í umfjöllun fjölmiðla um seinkun klukkunnar vantar yfirleitt ákveðið pönslæn sem er í raun aðalatriðið.

Það er ekki það að birtan per se eða sólskin á ákveðnum tímum sem er aðalmálið.  Aðalmálið er að mannskepnunni virðist eiginlegt eða náttúrulegt að fylgja sólarklukkunni.   Það er ekkert atriði beinlínis hvort fólk geti grillað í sólskini (sem er nú sjaldan að vísu hérna uppi) eða ekki.  Pönslænið er að lifa eftir náttúrulegum sólargangsrythma.  Svo virðist sem að meginþorri manna fúnkeri betur í takt við náttúrulegan rythma.  
mbl.is Íslendingar rangt stilltir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær hrynur Evran og ESB?

Maður er nú alveg hættur að botna í þessu.  Hér hafa hægri-öfga bullukollar og stampar skrifað hvern pistilinn á fætur öðrum undanfarin misseri og ár um að Evran og ESB væru alltaf að hrynja.  Fullyrt þetta alveg hreint.  

Eg hef hvergi séð minnst á ofannefnt í erlendum fjölmiðlum.  Voru þjóðrembingar þá bara að ljúga?  Getur þetta aldrei sagt satt orð?

Eg verð að segja að það er orðið umtalsvert þreytandi að bíða eftir þessu hruni.  Ekki þurfti að bíða svona lengi eftir að þeir framsóknarmenn og sjallarnir rústuðu landinu hérna og hryntu landinu um koll og liggja nú á því eins og mara. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband