Það er nú dáldið merkilegt, að allt hefur gengið eftir er eg mælti um framsjallaelítuna.

Það hlýtur að tejast merkilegt.  Eg var búin að marg, marglýsa þessu fyrir fólki hvernig þetta væri.  Kolspillt framsjallaelíta og kolgeggjaðir kjánaþjóðrembingar gjammandi og gólandi þar á eftir þeim til varnar.  Eg fékk þvílíka framsjallahroðann yfir mig.  Eigi átti ég þó von á að þetta yrði svo fljótt staðfest allt er eg sagði.  Eg hélt það tæki miklu miklu lengri tíma.  Og kannski ekki fyrr en einhverntíman í fjarlægri framtíð.  En hakk í Panama stytti biðina mjög.   Það síðan er umhugsunarvert þegar framsjallaspillingin liggur núna bara á glámbekk, sjánleg hverjum sem er, - hve margir verja enn spillinguna og eru staðráðnir í að viðhalda henni, - og þar með halda áfram að veikja landið og infrastrúktúr þess.  Þetta lið virðist bókstaflega hata landið og almúgann.  Er soldið sláandi.


Ljótt er. Fjölskylda fjármálaráðherra í Panamaskjölunum í aflandseyjabraski.

,,Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, stofnaði fyrirtæki á Tortólu í gegum lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Þetta kemur fram í Stundinni í dag en blaðið hefur í samstarfi við Reykjavík Media unnið úr Panamaskjölunum."  http://kvennabladid.is/2016/05/05/fjolskylda-bjarna-a-kafi-i-aflandseyjarmalum/


Bloggfærslur 5. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband