Hvenær segir hann af sér?

Svo mæla flestir hér á landi í dag.  Fólk bíður bara eftir því.  Og þá fylgja kosningar væntanlega.  Ljóst er að framferðið er óverjanlegt.  Forsætisráðherra neitar að svara fyrir gjörðir sínar og er þar með að segja að um óverjanlegt sé að ræða.  Hvernig afsögninni verður háttað, tímalengd og o.þ.h. verður eitthvað útfærsluatriði en líklega mun stjórnin fara frá.  Það er þó alls ekki öruggt.


Forsætisráðherrahneykslið heldur áfram að veltast um. Nú neitar hann að svara fyrir gjörðir sínar.

,,Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur ekki þegið boð um viðtöl við fréttastofu RÚV að undanförnu og ætlar ekki að gefa frekari skýringar á því. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðamaður forsætisráðherra. Fréttastofa hefur nær daglega reynt að fá viðtal við Sigmund Davíð eftir að upplýst var að eiginkona hans ætti félag á Bresku jómfrúareyjum og hefði lýst kröfum í þrotabú föllnu bankanna upp á hálfan milljarð." http://www.ruv.is/frett/skyrir-ekki-af-hverju-hann-talar-ekki-vid-ruv


Kjósendur framsjalla eru meðsekir í spillingu þeirra.

Það er ljóst að um 1/3 innbyggja hérna styður spillinguna og rán framsjalla á almenningi.  Þetta er alveg svakalega staðreynd, - en óumflýjanlegt að horfast í augu við það.  Í raun eru um 3 þjóðir í landinu.  Það er framsjallaelítan um 2-3%,  framsjallastóðið um 33% og svo er það almenningur.  Djúp og mikil gjá er á milli þessara þjóðarbrota.


Bloggfærslur 2. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband