Gríðar athyglisverður leikur milli dana og þjóðverja í dag á EM.

Danska maskínan virtist hiksta þegar þeir gerðu jafntefli gegn svíum í gær.  Það var soldið sérstakur leikur, mikil barátta og líkamleg átök, þar sem svíar virtust ekki ætla að gefa dönum neitt.  Samt sem áður var það þannig, að manni virtist danir vera að spara sig.  Fannst þeir ekki reyna alveg eins og þeir gátu, sérstaklega í vörninni.  Mikkel Hansen er að fá góða dóma í Danmörku fyrir þann leik, - en eg get ekki sagt að hann hafi sýnt mikið.  Svo var hann tekinn útaf stærsta part seinni hálfleiks.  Erfitt að átta sig algjörlega á liðinu.  Kemur soldið úr sem að togstreyta sé milli Guðmundar og Hansen.  En góður er hann þegar hann sýnir sitt besta líkt og gegn spánverjum.  Jafnframt finnst manni að mun meira sé hægt að fá útúr Mensha en þegar er.  Ótrúlegur leikmaður.


Bloggfærslur 27. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband