EM í handbolta búið spil fyrir Ísland.

Það gerðist eiginlega það sem maður átti ekki von á að Ísland komst ekki uppúr fyrsta riðli.  Slök spilamennska kom kannski ekki alveg á óvart miðað við reynsluna frá Katar og stundum síðar.  Hefur ekkert verið álitlegt á köflum.  Hinsvegar tapaðist það markmið að komast uppúr riðlinum í Hvítrússa leiknum.  Þann leik var alveg vel raunsætt að vinna.  Sagan sýnir hinsvegar að Ísland hefur oftast átt í erfiðleikum á móti króötum enda Króatía eitt af betri handboltalöndum heims til lengri tíma.   Vandamál Ísland sýndist mér vera að sóknarleikurinn var ekkert nógu góður.   Í tilfelli Króatíu, þá svoleiðis átu þeir sóknartilburði Íslands.  Gríðaröflug vörn, 5+1 sem útfærðist í 3-2-1 á köflum.  Ísland átti sóknarlega barasta ekki breik gegn þessari varnartaktík.  Kom ekki skoti á markið og línusendingar blokkeraðar.  

Síðan gerðist það sama og í Hvítrússaleiknum, að það var barasta keyrt á hundrað í bakið á Íslandi, hraðaupphlaup, 2. og jafnvel 3. bylgja.  Ísland fékk aldrei tækifæri til að skipuleggja varnarleikinn.  Fyrstu 15 mínútur í króataleik var varnarleikur Íslands einfaldlega tekinn úr sambandi.  Ísland fékk ekki einu sinni tækifæri til að beita sínu sterkasta vopni sem hefur verið varnarleikur og barátta í vörninni.  Það var mjög erfitt við þetta að eiga fyrir Ísland.  Besta lausnin hefði sennilega verið, að geta skipt alveg um leiktaktík.  Að hafa þá breidd að geta skipt 2-3 mönnum og þannig gjörbreytt stíl, tempói og grunnuppleggi.  Ísland hafði hinsvegar ekki þá breidd.  Þeir gátu ekki brugðist við, ekkert plan b eða c, virtist vera.


Bloggfærslur 20. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband