Holland á HM í fótbolta 1974 gegn Brazil. Kennslubókardæmi.

Það er merkilegt hve Holland var langt á undan tímanum þarna að sumu leiti.  Mér sýnist þeir vera að leika svæðisvörn með strangri rangstöðutaktík og hápressu.  Hver fann upp svæðisvörnina í fótbolta?  Var það ekki Ítalía fyrst en svo þróaðist dæmið náttúrulega og þróaðist og í dag er búið að skilgreina alla reiti vallarinns í hengla.  Það er margt umhugsunarvert þarna.  Td. sést vel hve völlurinn er miklu þyngri en í dag.  Ennfremur hve hollendingar beita ,,total football" teoríunni strax þarna 1974.   Taka ber eftir hve þeir eru mikið að hoppa uppúr tæklingum.  Dómgæslan var soldið öðruvísi þarna og tæklingar oft glæfralegar.  Holland tók hina miklu knattspyrnuþjóð Brasilíu í bakaríið í þessum leik og komu þeim algjörlega í opna skjöldu.  Á þessum tíma var ekkert spilað annað hér á landi en enski boltinn uppá gamla lagið, langar sendingar fram á framherjana sem áttu svo að gera einhverjar rósir uppá eigin spýtur:


Bloggfærslur 20. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband