Munurinn á Sgt.Peppers og Their Satanic Maj­esties Requ­est

er auðvitað að sú fyrrnefnda heppnaðist fullkomlega en hin síðarnefnda ekki.

Það er vissulega rétt hjá Richards, að með Sgt. Peppers fara Bítlarnir í nýja átt eða þróast á óvæntan hátt en það er ekki rétt hjá honum að músíkkin á plötunni hafi ekki rætur.  Ræturnar liggja einfaldlega víða.  Í vestrænni klassík, karnival, blásturshljóðfæraböndum, þjóðlagahefð, tlraunamennsku og indverskum hljóðheimi, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Trikkið við plötuna er hvernig ólíkum bútum er raðað saman á þann hátt að platan myndar eina heild og kemur fram sem sjálfstætt listaverk sem stendur tímans tönn.  

Það voru margir sem reyndu þetta en fáum tókst vel upp   Með snjallri og víðtækri útfærslu á þessari hugmynd tókst Bítlunum að setja sitt mót á alla tónlistarlega framvindu og marka spor sem verða ekki afmáð.

Og þetta var ekki í eina skiptið.  Flestar síðari plötur þeirra bera í raun sömu einkun.  Þeim tókst einhvernvegin alltaf að fanga samtíman, fanga stemminguna á hverju ári fyrir sig í lok 7. áratugar og færa þá stemmingu í tónlistarverk.


mbl.is Keith Richards skýtur á Bítlana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það gekk allt eftir sem ég sagði fyrir um í Grikklandsmálinu.

Ég sagði strax þegar aðalupplegg lýðskrumshóps Syrisaflokks komst uppá yfirborðið: Þetta er óraunsætt vegna þess einfaldlega að það er ekki hægt.

Það gekk og eftir.  Var ekki hægt.

Ég sá líka strax í gegnum Varoufakis.  Ég sagði:  Þetta er bullukollur.

Það gekk eftir fullkomlega.  Hann var á endanum rekinn bara og nú reynir hann að verjast í dómssölum,

Það merkilega er, að allir féllust ekki á mínar ábendingar í byrjun.  Samt var þetta frekar augljóst.

Ég benti líka á að alltaf væri óljóst hvar nákvæmlega Tsipras stæði.  

Það kom líka í ljós.  Það er í raunn ennþá ekki alveg ljóst hvar hann stendur og hvernig hann muni höndla framhaldið.

Svo skrítilega sem það kann að hljóma, þá hefur Tsipras núna viss færi í stöðunni.  

Og þá aðallega vegna þess að ruglið undanfarin misseri hefur veikt flest önnur pólitísk öfl eða einstaklinga og Tsipras hefur náð ákveðnum status og fáir virðast ógna pólitískri stöðu hans.  

Nema þá það yrði innanflokks en svo virðist samt sem hann hafi að mestu stjórn innan flokksinns.  Mótstöðumenn hans innan Syrisa virðast mun veikari en margir reiknuðu með.

Þetta sá ég allt fyrir fyrir margt löngu og upplýsti fólk um það.


Bloggfærslur 6. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband