Verður Ísland ekki að gefa makrílinn til fátæku landanna?

Svo virðist sem enginn vilji kaupa makrílinn frá líú og þá skilst manni vegna þess að hann sé svo lélegur.  Vandræðin voru í raun byrjuð fyrir löngu og svo er að skilja á sumum fréttum að það hafi lítið fengist borgað fyrir makríl til Rússlands undanfarið.

Ísland virðist sitja uppi með makríl óseldann.

Sjálfsagt hægt að geyma afurðirnar eitthvað í frysti en það kostar líka.

Spurning hvort ekki sé hægt að gefa þetta til fátækari landa og þá hugsanlega sem hluta af þróunaraðstoð peningalega séð.


Ræflastjórnin.

Það er engin furða að þessi svokallaða ríkisstjórn hérna, framsjallastjórn elítunnar, sé almennt kölluð orðið Ræflastjórnin meðal almennings.

Þvílíka ruglið í hverju einasta andskotans máli.

Þetta fólk þarna er ekkert hæft til að vera í forsvari fyrir ríki.

Enda eru þeir að eyðileggja Ísland, lemja og berja á alþýðu manna og níðast á landinu á allan hátt svo nú stefnir í að landið missi barasta sjálfstæðið.

Það eru fáir sem geta tekið land alvarlega þar sem slíkir eru við stjórnvölin.


Bloggfærslur 18. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband